OpenAI hættir notkun raddar eftir inngrip lögmanna Johansson Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. maí 2024 06:57 Að sögn Johansson vildi Altman nota rödd hennar til að „brúa bilið“ milli gervigreindargeirans og skapandi geirans en OpenAI á yfir höfði sér fjölda málsókna vegna notkunar fyrirtækisins á verkum annarra við þróun ChatGPT. Getty/Sean Zanni/Patrick McMullan Leikkonan Scarlett Johansson hefur gagnrýnt OpenAI eftir að fyrirtækið afhjúpaði nýjar raddir fyrir ChatGPT, meðal annars rödd sem þótti afar lík rödd Johansson. Samkvæmt yfirlýsingu frá Johansson settu forsvarsmenn OpenAI sig í samband við leikkonuna fyrir um það bil níu mánuðum og óskuðu eftir því að hún yrði ein af röddum fyrirtækisins en hún hafnaði tilboðinu „af persónulegum ástæðum“. Hún sagðist því hafa orðið reið þegar hún heyrði einn af nýjum raddmöguleikum ChatGPT, sem nánustu vinir og fjölmiðlar töldu að væri hún. Röddin, sem var kölluð „Sky“ er sögð hafa verið sláandi lík rödd Johansson í myndinni „Her“. Í myndinni talar Johansson fyrir rödd gervigreindar-aðstoðarmanns á borð við Siri, sem persóna Joaquin Phoenix verður ástfangin af. Það vekur athygli að Sam Altman, forstjóri OpenAI, allt að því viðurkenndi á Twitter að röddin væri byggð á rödd Johansson með því að birta tíst eftir kynningu á röddinni þar sem hann sagði einfaldlega „hún“. Röddin var hins vegar tekin úr notkun í gær eftir að lögmenn Johansson settu sig í samband við ChatGPT. Í bloggfærslu sögðu talsmenn fyrirtækisins að rödd Sky væri ekki eftirherma af rödd Johanssen, heldur tilheyrði hún annarri ónefndri leikkonu. Margir hafa lýst furðu á málinu og einnig röddinni sem slíkri, sem þótti afar daðursleg og kjánaleg. „Hún er svona... „Ég bý yfir öllum upplýsingum í heiminum en ég veit ekki neitt,“ gantaðist leikkonan og grínistinn Desi Lydic í The Daily Show. Statement from Scarlett Johansson on the OpenAI situation. Wow: pic.twitter.com/8ibMeLfqP8— Bobby Allyn (@BobbyAllyn) May 20, 2024 Hollywood Tækni Gervigreind Bandaríkin Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Samkvæmt yfirlýsingu frá Johansson settu forsvarsmenn OpenAI sig í samband við leikkonuna fyrir um það bil níu mánuðum og óskuðu eftir því að hún yrði ein af röddum fyrirtækisins en hún hafnaði tilboðinu „af persónulegum ástæðum“. Hún sagðist því hafa orðið reið þegar hún heyrði einn af nýjum raddmöguleikum ChatGPT, sem nánustu vinir og fjölmiðlar töldu að væri hún. Röddin, sem var kölluð „Sky“ er sögð hafa verið sláandi lík rödd Johansson í myndinni „Her“. Í myndinni talar Johansson fyrir rödd gervigreindar-aðstoðarmanns á borð við Siri, sem persóna Joaquin Phoenix verður ástfangin af. Það vekur athygli að Sam Altman, forstjóri OpenAI, allt að því viðurkenndi á Twitter að röddin væri byggð á rödd Johansson með því að birta tíst eftir kynningu á röddinni þar sem hann sagði einfaldlega „hún“. Röddin var hins vegar tekin úr notkun í gær eftir að lögmenn Johansson settu sig í samband við ChatGPT. Í bloggfærslu sögðu talsmenn fyrirtækisins að rödd Sky væri ekki eftirherma af rödd Johanssen, heldur tilheyrði hún annarri ónefndri leikkonu. Margir hafa lýst furðu á málinu og einnig röddinni sem slíkri, sem þótti afar daðursleg og kjánaleg. „Hún er svona... „Ég bý yfir öllum upplýsingum í heiminum en ég veit ekki neitt,“ gantaðist leikkonan og grínistinn Desi Lydic í The Daily Show. Statement from Scarlett Johansson on the OpenAI situation. Wow: pic.twitter.com/8ibMeLfqP8— Bobby Allyn (@BobbyAllyn) May 20, 2024
Hollywood Tækni Gervigreind Bandaríkin Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira