Nýjar reglur um sjálfbæra landnýtingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2024 11:10 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra í apríl í ráðherrakapal vegna brotthvarfs Katrínar Jakobsdóttur úr stóli forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um sjálfbæra landnýtingu sem taka mun gildi þann 1. september. Drög að reglugerðinni voru kynnt í samráðsgátt í janúar og hafa þau tekið breytingum með hliðsjón af þeim athugasemdum sem fram komu á samráðstíma. Greint er frá tíðindunum á vef Stjórnarráðsinsþar sem má kynna sér reglugerðina. Umsagnaraðilar á samráðsgátt voru alls 82. Þar á meðal voru einstaklingar, sveitarfélög, fjallskilastjórnir, félaga- og hagsmunasamtök auk opinberra stofnana. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að leiðbeinandi viðmið vegna nýtingar lands í brattlendi hafi verið fjarlægð úr reglugerðinni. „Lögð var áhersla á að skerpa skil í hugtakanotkun í reglugerðinni auk skila á milli tilmæla, reglna og leiðbeininga. Mat á ástandi og þróun lands verður unnið í samræmi við markmið laga um landgræðslu þar sem kveður á um að nýting lands taki mið af ástandi. Reglugerðin fjallar um landnýtingu með búfjárbeit, ferðamennsku, útivist, ræktun og byggingu innviða,“ segir í tilkynningunni. Jarðvegur geymi bæði mikla líffræðilega fjölbreytni, og mikinn kolefnisforða. Því sé verndun jarðvegs eitt af lykilatriðum varðandi verndun Jarðarinnar. Í reglugerðinni kveður á um að landnýting sem leiðir til hnignunar lands geti ekki talist sjálfbær landnýting. „Gert er ráð fyrir að stór samfelld svæði í mjög slæmu ástandi (C-flokkur) verði ekki skilgreind sem beitiland fyrir búfé og að nýting á slíku landi geti ekki talist sjálfbær. Í slíkum tilvikum leiðbeinir Land og skógur eiganda eða rétthafa lands um gerð landbótaáætlunar. Þetta á við um allar tegundir landnýtingar sem reglugerðin nær til.“ Reglugerðin er sögð marka tímamót. „Hún er leiðarvísir um hvernig best megi umgangast land til að sem minnst tapist af verðmætum jarðvegi og að sem mest endurheimtist af þeim vistkerfum sem hafa þegar tapast. Í því geta jafnframt falist sóknarfæri fyrir bændur og aðra rekstraraðila þegar staðfesting um sjálfbæra landnýtingu liggur fyrir.“ Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Greint er frá tíðindunum á vef Stjórnarráðsinsþar sem má kynna sér reglugerðina. Umsagnaraðilar á samráðsgátt voru alls 82. Þar á meðal voru einstaklingar, sveitarfélög, fjallskilastjórnir, félaga- og hagsmunasamtök auk opinberra stofnana. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að leiðbeinandi viðmið vegna nýtingar lands í brattlendi hafi verið fjarlægð úr reglugerðinni. „Lögð var áhersla á að skerpa skil í hugtakanotkun í reglugerðinni auk skila á milli tilmæla, reglna og leiðbeininga. Mat á ástandi og þróun lands verður unnið í samræmi við markmið laga um landgræðslu þar sem kveður á um að nýting lands taki mið af ástandi. Reglugerðin fjallar um landnýtingu með búfjárbeit, ferðamennsku, útivist, ræktun og byggingu innviða,“ segir í tilkynningunni. Jarðvegur geymi bæði mikla líffræðilega fjölbreytni, og mikinn kolefnisforða. Því sé verndun jarðvegs eitt af lykilatriðum varðandi verndun Jarðarinnar. Í reglugerðinni kveður á um að landnýting sem leiðir til hnignunar lands geti ekki talist sjálfbær landnýting. „Gert er ráð fyrir að stór samfelld svæði í mjög slæmu ástandi (C-flokkur) verði ekki skilgreind sem beitiland fyrir búfé og að nýting á slíku landi geti ekki talist sjálfbær. Í slíkum tilvikum leiðbeinir Land og skógur eiganda eða rétthafa lands um gerð landbótaáætlunar. Þetta á við um allar tegundir landnýtingar sem reglugerðin nær til.“ Reglugerðin er sögð marka tímamót. „Hún er leiðarvísir um hvernig best megi umgangast land til að sem minnst tapist af verðmætum jarðvegi og að sem mest endurheimtist af þeim vistkerfum sem hafa þegar tapast. Í því geta jafnframt falist sóknarfæri fyrir bændur og aðra rekstraraðila þegar staðfesting um sjálfbæra landnýtingu liggur fyrir.“
Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira