Fyrir leik var ljóst að FCK þurfti að vinna til að eiga enn möguleika á að verja titilinn. Gestirnir fögnuðu því vel og innilega þegar Orri Steinn kom FCK yfir í Árósum í kvöld. Það entist þó ekki lengi þar sem Mikael Neville Anderson lagði boltann á Mads Madsen aðeins tveimur mínútum síðar og staðan orðin 1-1.
Madsen bætti svo við öðru marki sínu eftir tæpan hálftíma og fullkomnaði þrennu sína í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Staðan 3-1 í hálfleik og titilvonir FCK svo gott sem úr sögunni.
Orri Steinn minnkaði muninn þegar tíu mínútur lifðu leiks, hans 14. mark í öllum keppnum á leiktíðinni. Nær komust gestirnir hins vegar ekki og lokatölur 3-2 AGF í vil. Bæði Mikael og Orri Steinn spiluðu allan leikinn og Rúnar Alex Rúnarsson sat á varamannabekk FCK.
Sæsonens sidste udekamp endte med den anden store skuffelse på stribe, da AGF trods en tidlig FCK-føring vandt 3-2. Dermed kan vi ikke længere forsvare DM-guldet fra i fjor og nu venter en uhyre vigtig kamp mod FCN søndag i Parken #fcklive https://t.co/4xqT2Pzwy2
— F.C. København (@FCKobenhavn) May 21, 2024
Fyrir lokaumferð deildarinnar eru Bröndby og Midtjylland jöfn á toppnum með 62 stig. FCK er með 58 stig og Nordsjælland er sæti neðar með 57 stig. Þriðja sætið veitir þátttöku í Sambandsdeild Evrópu á næstu leiktíð en FCK og Nordsjælland mætast í lokaumferðinni.