Segir yfirlýsingar um að FBI hafi mátt skjóta Trump stórhættulegar Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2024 23:45 Donald Trump sakaði Joe Biden ranglega um að gefa út skotleyfi á sig í vikunni. AP/Michael M. Santiago Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir fullyrðingar Donalds Trump og bandamanna hans að alríkislögreglan FBI hafi fengið heimild til þess að skjóta hann þegar hún gerði húsleit hjá honum stórhættulegar. Fullyrðingarnar byggjast á stöðluðu orðalagi í tengslum við húsleitir. Trump fullyrti sjálfur á samfélagsmiði sínum á þriðjudagskvöld að dómsmálaráðuneytið hefði veitt FBI leyfi til þess að skjóta til bana við húsleit sem alríkislögreglan gerði í Mar-a-Lago klúbbi fyrrverandi forsetans í ágúst árið 2022. „NÚNA VITUM VIÐ FYRIR VÍST AÐ JOE BIDEN ER ALVARLEG ÓGN VIÐ LÝÐRÆÐIÐ,“ skrifað Trump í hástöfum en hann hefur sjálfur ítrekað verið sakaður um að ógna bandarísku lýðræði. Stuðningsmenn Trump hafa endurtekið fullyrðingarnar á samfélagsmiðlum og þær hafa ratað á suma óvandaðri fjölmiðla. Framboð hans hefur gengið enn lengra í fjáröflun sinni og fullyrt í tölvupóstum að dómsmálaráðuneyti Biden hafi haft heimilt til þess að skjóta Trump sjálfan. „Ég slapp naumlega undan dauðanum,“ sagði í titli eins slíks tölvupósts, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þið vitið að þá klæjar í fingurna að gera það óhugsandi. Joe Biden var með allt hlaðið, tilbúinn að taka mig úr leik og setja fjölskyldu mína í hættu,“ sagði í póstinum. Útúrsnúningur á stöðluðu plaggi Fullyrðingarnar byggjast á orðalagi í stefnuskjali um beitingu valds sem alríkislögreglan notaði við húsleitina. Í því sagði að lögreglumenn mættu aðeins bana fólki ef þeir eða aðrir væru í bráðri hættu. Skjalið var á meðal fjölda annarra sem er lagt fram í sakamáli á hendur Trump vegna leyniskjala sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu og alríkislögreglan lagði hald á. Trump var ekki heima þegar húsleitin var gerð. Síða úr greinargerð verjenda Trump þar sem vísað er til orðalags úr skjali sem tengdist húsleitinni í Mar-a-Lago fyrir að verða tveimur árum.AP/Jon Elswick AP-fréttastofan segir að fullyrðingar Trump og félaga sé útúrsnúningur á stöðluðu orðlagi sem sé notað í skjölum sem þessum þegar leitarheimildir eru gefnar út. Tilgangur þess sé ekki að veita lögreglu heimild til þess að drepa fólk heldur að takmarka valdbeitingu. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, sagði fréttamönnum í dag að sams konar stefnuskjal hefði legið að baki húsleit sem var gerð á heimili Biden í ótengdu máli sem snerist einnig um leyniskjöl. „Þessar ásakanir eru rangar og stórhættulegar,“ sagði ráðherrann. Þegar AP bar það undir talskonu framboðs Trump hvort að það stæði við falskar fullyrðingar sínar svaraði hún: „Þetta er viðurstyggileg tilraun til þess að verja Joe Biden sem er spilltasti forseti sögunnar og ógn við lýðræðið okkar.“ Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Alríkislögreglan FBI heyrir undir ráðuneyti hans.Vísir/EPA Vilja útiloka sönnungargögnin í málinu Trump er sakaður um að hafa tekið ólöglega fjölda leynilegra skjala með ríkisleyndarmálum þegar hann yfirgaf Hvíta húsið árið 2021. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu og fullyrt að skjölin væru hans persónulega eign. Lögmenn hans reyna nú að koma í veg fyrir að sönnunargögn sem fundust við húsleitina í Mar-a-Lago verði lögð fram í máli sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins gegn honum á þeim forsendum að leitin hafi brotið gegn stjórnarskrárvörðum réttindum hans. Hæstiréttur Bandaríkjanna ætlar að taka fyrir kröfu Trump um að hann njóti algerrar friðhelgi fyrir saksókn í krafti stöðu sinnar sem fyrrverandi forseti sem lægri dómstig höfnuðu alfarið. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Smith biður hæstarétt um að tefja ekki réttarhöldin Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við dómara hæstaréttar að þeir heimili það að réttarhöldin gegn Donald Trump vegna viðleitni hans til að halda völdum eftir að hann tapaði forsetakosningunum 2020 geti hafist sem fyrst. Það er eftir að Trump bað dómarana um að tefja réttarhöldin þar til fram yfir næstu forsetakosningar, sem fara fram í nóvember. 15. febrúar 2024 10:36 Trump vill frest fram yfir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur beðið Hæstarétt Bandaríkjanna um að fresta úrskurði um hvort hann njóti friðhelgi gegn lögsókn þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Verði dómarar við þeirri kröfu verður líklega ekki hægt að rétta yfir honum vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 13. febrúar 2024 15:42 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Trump fullyrti sjálfur á samfélagsmiði sínum á þriðjudagskvöld að dómsmálaráðuneytið hefði veitt FBI leyfi til þess að skjóta til bana við húsleit sem alríkislögreglan gerði í Mar-a-Lago klúbbi fyrrverandi forsetans í ágúst árið 2022. „NÚNA VITUM VIÐ FYRIR VÍST AÐ JOE BIDEN ER ALVARLEG ÓGN VIÐ LÝÐRÆÐIÐ,“ skrifað Trump í hástöfum en hann hefur sjálfur ítrekað verið sakaður um að ógna bandarísku lýðræði. Stuðningsmenn Trump hafa endurtekið fullyrðingarnar á samfélagsmiðlum og þær hafa ratað á suma óvandaðri fjölmiðla. Framboð hans hefur gengið enn lengra í fjáröflun sinni og fullyrt í tölvupóstum að dómsmálaráðuneyti Biden hafi haft heimilt til þess að skjóta Trump sjálfan. „Ég slapp naumlega undan dauðanum,“ sagði í titli eins slíks tölvupósts, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þið vitið að þá klæjar í fingurna að gera það óhugsandi. Joe Biden var með allt hlaðið, tilbúinn að taka mig úr leik og setja fjölskyldu mína í hættu,“ sagði í póstinum. Útúrsnúningur á stöðluðu plaggi Fullyrðingarnar byggjast á orðalagi í stefnuskjali um beitingu valds sem alríkislögreglan notaði við húsleitina. Í því sagði að lögreglumenn mættu aðeins bana fólki ef þeir eða aðrir væru í bráðri hættu. Skjalið var á meðal fjölda annarra sem er lagt fram í sakamáli á hendur Trump vegna leyniskjala sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu og alríkislögreglan lagði hald á. Trump var ekki heima þegar húsleitin var gerð. Síða úr greinargerð verjenda Trump þar sem vísað er til orðalags úr skjali sem tengdist húsleitinni í Mar-a-Lago fyrir að verða tveimur árum.AP/Jon Elswick AP-fréttastofan segir að fullyrðingar Trump og félaga sé útúrsnúningur á stöðluðu orðlagi sem sé notað í skjölum sem þessum þegar leitarheimildir eru gefnar út. Tilgangur þess sé ekki að veita lögreglu heimild til þess að drepa fólk heldur að takmarka valdbeitingu. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, sagði fréttamönnum í dag að sams konar stefnuskjal hefði legið að baki húsleit sem var gerð á heimili Biden í ótengdu máli sem snerist einnig um leyniskjöl. „Þessar ásakanir eru rangar og stórhættulegar,“ sagði ráðherrann. Þegar AP bar það undir talskonu framboðs Trump hvort að það stæði við falskar fullyrðingar sínar svaraði hún: „Þetta er viðurstyggileg tilraun til þess að verja Joe Biden sem er spilltasti forseti sögunnar og ógn við lýðræðið okkar.“ Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Alríkislögreglan FBI heyrir undir ráðuneyti hans.Vísir/EPA Vilja útiloka sönnungargögnin í málinu Trump er sakaður um að hafa tekið ólöglega fjölda leynilegra skjala með ríkisleyndarmálum þegar hann yfirgaf Hvíta húsið árið 2021. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu og fullyrt að skjölin væru hans persónulega eign. Lögmenn hans reyna nú að koma í veg fyrir að sönnunargögn sem fundust við húsleitina í Mar-a-Lago verði lögð fram í máli sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins gegn honum á þeim forsendum að leitin hafi brotið gegn stjórnarskrárvörðum réttindum hans. Hæstiréttur Bandaríkjanna ætlar að taka fyrir kröfu Trump um að hann njóti algerrar friðhelgi fyrir saksókn í krafti stöðu sinnar sem fyrrverandi forseti sem lægri dómstig höfnuðu alfarið.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Smith biður hæstarétt um að tefja ekki réttarhöldin Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við dómara hæstaréttar að þeir heimili það að réttarhöldin gegn Donald Trump vegna viðleitni hans til að halda völdum eftir að hann tapaði forsetakosningunum 2020 geti hafist sem fyrst. Það er eftir að Trump bað dómarana um að tefja réttarhöldin þar til fram yfir næstu forsetakosningar, sem fara fram í nóvember. 15. febrúar 2024 10:36 Trump vill frest fram yfir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur beðið Hæstarétt Bandaríkjanna um að fresta úrskurði um hvort hann njóti friðhelgi gegn lögsókn þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Verði dómarar við þeirri kröfu verður líklega ekki hægt að rétta yfir honum vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 13. febrúar 2024 15:42 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Smith biður hæstarétt um að tefja ekki réttarhöldin Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við dómara hæstaréttar að þeir heimili það að réttarhöldin gegn Donald Trump vegna viðleitni hans til að halda völdum eftir að hann tapaði forsetakosningunum 2020 geti hafist sem fyrst. Það er eftir að Trump bað dómarana um að tefja réttarhöldin þar til fram yfir næstu forsetakosningar, sem fara fram í nóvember. 15. febrúar 2024 10:36
Trump vill frest fram yfir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur beðið Hæstarétt Bandaríkjanna um að fresta úrskurði um hvort hann njóti friðhelgi gegn lögsókn þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Verði dómarar við þeirri kröfu verður líklega ekki hægt að rétta yfir honum vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 13. febrúar 2024 15:42