„Við erum sáttir með að vera bara seigir og ljótir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. maí 2024 11:30 Kristófer átti gríðargóðan leik á báðum endum vallarins í gærkvöldi. vísir / anton brink Kristófer Acox sýndi frábæra frammistöðu í öruggum sigri Vals gegn Grindavík í úrslitaeinvígi Subway deildar karla og var valinn PlayAir leiksins af sérfræðingum Körfuboltakvölds. Valur var með yfirhöndina allan síðasta leik en missti sigurinn frá sér í fjórða leikhluta. Kristófer sagði liðið staðráðið í að bæta upp fyrir það og vinna þriðja leikinn. „Við vissum að liðið sem tapar leik þrjú er komið með bakið upp við vegg. Það er óþægilegt að vera í þeirri stöðu og við vildum að sjálfsögðu verja heimavöllinn. Ég er ótrúlega ánægður og stoltur af strákunum.“ „Auðvitað sat þetta aðeins í manni en við vissum bara að við ætluðum að koma í dag og gera upp fyrir þetta tap og gefa okkur séns að klára þetta á sunnudaginn.“ Vörnin vinnur titla Valsvörnin er ein sú albesta í deildinni. Þeir héldu Grindvíkingum í 62 stigum í gær, fyrir það hafði Grindavík minnst skorað 78 stig í leik á tímabilinu. „Við spilum kannski ekki fallegasta körfuboltann. Okkar einkenni er góð vörn og við getum haldið liðum í lágu skori eins og við gerðum í kvöld. Gamla góða klisjan, það er vörnin sem vinnur titla og við erum sáttir með að vera bara seigir og ljótir.“ Troðslurnar trylla lýðinn Stefán Árni rifjaði þá upp orð sem Hörður Unnsteinsson, lýsandi leiksins, lét falla: „þegar Kristó treður þá treður hann fast.“ „Ég veit að þetta gefur liðinu mikla orku og gefur crowdinu mikið að sjá mig rífa mig upp og hamra honum í körfuna. Þegar maður hefur tækifæri til að gera það reynir maður að gera það eins oft og maður getur, meðan hnén höndla það.“ Geta klárað þetta í Smáranum á sunnudag Stemningin í úrslitaeinvíginu hefur verið algjörlega stórkostleg. Húsfylli á öllum leikjum og trylltir aðdáendur á pöllunum. Næsti leikur fer fram á heimavelli Grindavíkur í Smáranum og þar getur Valur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. „[Tilfinningin] er auðvitað góð að vita að við getum klárað þetta á sunnudaginn. Þetta verður samt bara annað stríð og við vitum að þetta verður alls ekki auðvelt. Það er gríðarleg stemning þarna í Smáranum og við fundum fyrir því síðustu mínúturnar í leik tvö. Við verðum bara að mæta og spila eins og við séum undir.“ Klippa: PlayAir leiksins: Kristófer Acox Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan. Næsti leikur í úrslitaeinvíginu fer svo fram næsta sunnudag klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Valur var með yfirhöndina allan síðasta leik en missti sigurinn frá sér í fjórða leikhluta. Kristófer sagði liðið staðráðið í að bæta upp fyrir það og vinna þriðja leikinn. „Við vissum að liðið sem tapar leik þrjú er komið með bakið upp við vegg. Það er óþægilegt að vera í þeirri stöðu og við vildum að sjálfsögðu verja heimavöllinn. Ég er ótrúlega ánægður og stoltur af strákunum.“ „Auðvitað sat þetta aðeins í manni en við vissum bara að við ætluðum að koma í dag og gera upp fyrir þetta tap og gefa okkur séns að klára þetta á sunnudaginn.“ Vörnin vinnur titla Valsvörnin er ein sú albesta í deildinni. Þeir héldu Grindvíkingum í 62 stigum í gær, fyrir það hafði Grindavík minnst skorað 78 stig í leik á tímabilinu. „Við spilum kannski ekki fallegasta körfuboltann. Okkar einkenni er góð vörn og við getum haldið liðum í lágu skori eins og við gerðum í kvöld. Gamla góða klisjan, það er vörnin sem vinnur titla og við erum sáttir með að vera bara seigir og ljótir.“ Troðslurnar trylla lýðinn Stefán Árni rifjaði þá upp orð sem Hörður Unnsteinsson, lýsandi leiksins, lét falla: „þegar Kristó treður þá treður hann fast.“ „Ég veit að þetta gefur liðinu mikla orku og gefur crowdinu mikið að sjá mig rífa mig upp og hamra honum í körfuna. Þegar maður hefur tækifæri til að gera það reynir maður að gera það eins oft og maður getur, meðan hnén höndla það.“ Geta klárað þetta í Smáranum á sunnudag Stemningin í úrslitaeinvíginu hefur verið algjörlega stórkostleg. Húsfylli á öllum leikjum og trylltir aðdáendur á pöllunum. Næsti leikur fer fram á heimavelli Grindavíkur í Smáranum og þar getur Valur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. „[Tilfinningin] er auðvitað góð að vita að við getum klárað þetta á sunnudaginn. Þetta verður samt bara annað stríð og við vitum að þetta verður alls ekki auðvelt. Það er gríðarleg stemning þarna í Smáranum og við fundum fyrir því síðustu mínúturnar í leik tvö. Við verðum bara að mæta og spila eins og við séum undir.“ Klippa: PlayAir leiksins: Kristófer Acox Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan. Næsti leikur í úrslitaeinvíginu fer svo fram næsta sunnudag klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti