Bruno Fernandes hóf leikinn sem fremsti maður hjá Man United. Eftir slakt tímabil þá vann Man United síðustu leiki tímabilsins og endaði á góðum nótum með frábærum sigri á Man City.
„Þeir eru með gríðarleg gæði, marga frábæra leikmenn og frábæran þjálfara. Við þurftum að fórna og þjást en við gerðum magnaða hluti. Ég gerði mitt besta til að hjálpa liðinu,“ sagði Bruno sem lagði upp það sem reyndist marið sem skildi liðin að með magnaðir sendingu á Kobbie Mainoo.
The vision on the assist from Bruno Fernandes is out of this world 🌎🤯#EmiratesFACup pic.twitter.com/rtJxAwYFlW
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) May 25, 2024
„Mainoo er virkilega góður, þvílíkur gæða leikmaður og sér hversu yfirvegaður hann er í færinu sínu. Hann kom í gegnum akademíuna og sýndi hæfileika sína á stærsta sviðinu. Ég vil óska honum og öllum hjá félaginu, starfsfólki, leikmönnum og stuðningsfólki til hamingju. Þau hafa gefið okkur svo mikið, loksins getum við fagnað einhverju saman.“
Your @ManUtd champions lift the #EmiratesFACup trophy 🏆 pic.twitter.com/yrjbE8TRH8
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) May 25, 2024
„Það er mikilvægt fyrir alla. Við vitum að þjálfarinn [Erik ten Hag] hefur legið undir mikilli gagnrýni. Hann á þetta skilið eins og allir í starfsliðinu og leikmannahópnum, við eigum þetta öll skilið,“ sagði Fernandes að lokum.