Leverkusen bikarmeistari eftir vonbrigðin í Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. maí 2024 20:20 Xabi Alonso stýrði Leverkusen til sigurs í dag. Stuart Franklin/Getty Images Bayer Leverkusen er þýskur bikarmeistari í knattspyrnu karla. Liðið stendur uppi sem bæði Þýskalandsmeistari sem og þýskur bikarmeistari eftir ótrúlegt tímabil þar sem eina tap liðsins kom gegn Atalanta í úrslitum Evrópudeildarinnar. Lærisveinar Xabi Alonso fóru taplausir í gegnum þýsku úrvalsdeildina en liðið mátti svo þola heldur óvænt 3-0 tap í úrslitum Evrópudeildarinnar. Það tap gerði leik dagsins gegn B-deildarliði Kaiserslautern eilítið meira spennandi en fyrir leik var búist við öruggum sigri Leverkusen. Granit Xhaka, sem gekk í raðir Leverkusen á nýjan leik frá Arsenal síðasta sumar, sá hins vegar til þess að Leverkusen endaði tímabilið á jákvæðum nótum. Hann skoraði glæsilegt mark á 17. mínútu þegar hann þrumaði boltanum á lofti í vinstri samskeytin og staðan orðin 1-0. Und die #Werkself mit dem Vintage-Granit-Jubel! #FCKB04 0:1 | #DFBPokalFinale | #Xhaka https://t.co/mzLoHe8rHM pic.twitter.com/dYEaONbZJC— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 25, 2024 Það gekk illa hjá Leverkusen að bæta við öðru marki og undir lok fyrri hálfleiks fékk Odilon Kossounou sitt annað gula spjald en það var sem hann hefði ekki áttað sig á að hann væri á spjaldi. Við það fór um lið Leverkusen sem lagðist til baka í síðari hálfleik á meðan B-deildarlið Kaiserslautern gerði hvað það gat til að jafna metin. Það gekk þó ekki og Leverkusen vann 1-0 sigur sem tryggði liðinu þýska bikarinn. 🏆 Pokalsieger 2024. Dieses Team! 🥹#FCKB04 0:1 | #DFBPokalFinale | #Winnerkusen | #ForOurDream pic.twitter.com/jOlSN44odG— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 25, 2024 Ótrúlegu tímabili lokið og verður forvitnilegt að sjá hvernig liðið mætir til leiks á næstu leiktíð en það er næsta öruggt að stórlið Evrópu munu kroppa í leikmenn þess í sumar. Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Hetja Atalanta í fámennan hóp og fagnaði svo innilega með mömmu sinni Ademola Olajade Alade Aylola Lookman reyndist hetja Atalanta þegar ítalska félagið varð fyrsta allra liða til að leggja Bayer Leverkusen af velli á leiktíðinni í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. 23. maí 2024 12:30 Þrennan sem eyðilagði fullkomið tímabil Leverkusen Atalanta gerði sér lítið fyrir og vann Bayer Leverkusen fyrst allra liða á leiktíðinni þegar þau mættust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta. Mörk leiksins má sjá í spilaranum hér að neðan. Þau koma öll frá sama manninum en gætu þó vart verið ólíkari. 23. maí 2024 09:01 Lookman gekk frá Leverkusen og Atalanta er Evrópudeildarmeistari Ademola Lookman kom, sá og batt enda á ótrúlega sigurgöngu Bayer Leverkusen þegar hann skoraði magnaða þrennu og tryggði Atalanta 3-0 sigur í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. 22. maí 2024 20:55 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Lærisveinar Xabi Alonso fóru taplausir í gegnum þýsku úrvalsdeildina en liðið mátti svo þola heldur óvænt 3-0 tap í úrslitum Evrópudeildarinnar. Það tap gerði leik dagsins gegn B-deildarliði Kaiserslautern eilítið meira spennandi en fyrir leik var búist við öruggum sigri Leverkusen. Granit Xhaka, sem gekk í raðir Leverkusen á nýjan leik frá Arsenal síðasta sumar, sá hins vegar til þess að Leverkusen endaði tímabilið á jákvæðum nótum. Hann skoraði glæsilegt mark á 17. mínútu þegar hann þrumaði boltanum á lofti í vinstri samskeytin og staðan orðin 1-0. Und die #Werkself mit dem Vintage-Granit-Jubel! #FCKB04 0:1 | #DFBPokalFinale | #Xhaka https://t.co/mzLoHe8rHM pic.twitter.com/dYEaONbZJC— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 25, 2024 Það gekk illa hjá Leverkusen að bæta við öðru marki og undir lok fyrri hálfleiks fékk Odilon Kossounou sitt annað gula spjald en það var sem hann hefði ekki áttað sig á að hann væri á spjaldi. Við það fór um lið Leverkusen sem lagðist til baka í síðari hálfleik á meðan B-deildarlið Kaiserslautern gerði hvað það gat til að jafna metin. Það gekk þó ekki og Leverkusen vann 1-0 sigur sem tryggði liðinu þýska bikarinn. 🏆 Pokalsieger 2024. Dieses Team! 🥹#FCKB04 0:1 | #DFBPokalFinale | #Winnerkusen | #ForOurDream pic.twitter.com/jOlSN44odG— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 25, 2024 Ótrúlegu tímabili lokið og verður forvitnilegt að sjá hvernig liðið mætir til leiks á næstu leiktíð en það er næsta öruggt að stórlið Evrópu munu kroppa í leikmenn þess í sumar.
Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Hetja Atalanta í fámennan hóp og fagnaði svo innilega með mömmu sinni Ademola Olajade Alade Aylola Lookman reyndist hetja Atalanta þegar ítalska félagið varð fyrsta allra liða til að leggja Bayer Leverkusen af velli á leiktíðinni í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. 23. maí 2024 12:30 Þrennan sem eyðilagði fullkomið tímabil Leverkusen Atalanta gerði sér lítið fyrir og vann Bayer Leverkusen fyrst allra liða á leiktíðinni þegar þau mættust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta. Mörk leiksins má sjá í spilaranum hér að neðan. Þau koma öll frá sama manninum en gætu þó vart verið ólíkari. 23. maí 2024 09:01 Lookman gekk frá Leverkusen og Atalanta er Evrópudeildarmeistari Ademola Lookman kom, sá og batt enda á ótrúlega sigurgöngu Bayer Leverkusen þegar hann skoraði magnaða þrennu og tryggði Atalanta 3-0 sigur í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. 22. maí 2024 20:55 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Hetja Atalanta í fámennan hóp og fagnaði svo innilega með mömmu sinni Ademola Olajade Alade Aylola Lookman reyndist hetja Atalanta þegar ítalska félagið varð fyrsta allra liða til að leggja Bayer Leverkusen af velli á leiktíðinni í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. 23. maí 2024 12:30
Þrennan sem eyðilagði fullkomið tímabil Leverkusen Atalanta gerði sér lítið fyrir og vann Bayer Leverkusen fyrst allra liða á leiktíðinni þegar þau mættust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta. Mörk leiksins má sjá í spilaranum hér að neðan. Þau koma öll frá sama manninum en gætu þó vart verið ólíkari. 23. maí 2024 09:01
Lookman gekk frá Leverkusen og Atalanta er Evrópudeildarmeistari Ademola Lookman kom, sá og batt enda á ótrúlega sigurgöngu Bayer Leverkusen þegar hann skoraði magnaða þrennu og tryggði Atalanta 3-0 sigur í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. 22. maí 2024 20:55