Mýrdalshlaup í þoku og súld Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. maí 2024 09:33 Fjölskyldan sem heldur utan um skipulag og framkvæmd fislétt í upphafi dags Mýrdalshlaupið Mýrdalshlaupið fór fram í ellefta skipti í Vík í Mýrdal í gær. Keppt var í 10 km og 21 km hlaupi en auk þess fór fram 3 km skemmtiskokk sem var vel sótt. Talsverð súld og þoka var yfir rásmarkinu í fjörunni í Vík þegar tæplega 400 keppendur lögðu af stað kl 11.00 í gærmorgun. Hlauphaldarar höfðu tekið ákvörðun um að breyta hlaupaleið lengra hlaupsins og sneiða framhjá efsta tindi Höttu til að tryggja öryggi þátttakenda í þokunni. Þegar líða tók á hlaupið hætti úrkoman og þokunni létti svo keppendur í 21 km hlaupinu fengu útsýni úr Höttuhlíðum á leið niður í Vík. Þrátt fyrir nokkuð krefjandi aðstæður var hiti í fólki og árangur keppenda í ár hreint stórkostlegur, en ekki bara einn heldur tveir keppendur hlupu undir brautarmeti í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðni Páll Pálsson hlaupstjóri MýrdalshlaupsinsMýrdalshlaupið Meðal keppenda voru þau Mari Järsk og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, en þau komu saman í mark í 10 km hlaupinu á glæsilegum tíma 1 klst og 16 mínútur, eftir að hafa hlaupið fjöruna og um Reynisfjall. Hlutskörpust í 10 km hlaupinu voru þau Sonja Sif Jóhannsdóttir á tímanum 53:14 og Sigurjón Ernir Sturluson á tímanum 41:23. Þess ber að geta að Sigurjón setti nýtt brautarmet í dag, en Þórólfur Ingi Þórisson sem var í öðru sæti á tímaun 42:13 hlupu báðir undir gamla brautarmetinu. Keppendur í 21 km hlaupinu hlupu norður Reynisfjall og yfir á Höttu austan við Vík, og voru þar hlutskörpust Nils Fischer 01:38:55 og Andrea Kolbeinsdóttir á tímanum 01.48.57. „Þetta var bara geggjað, þó að veðrið hafi ekki verið það besta fannst mér það bara gera þetta skemmtilegra. Þetta er eitt af uppáhalds hlaupunum mínum hérna á Íslandi. Ég var búin að lofa þjálfaranum mínum hjá Fjallahlaupaþjálfun, þar sem það er bara vika í Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum, að fara bara á 90% krafti,“ segir Andrea Kolbeinsdóttir, sigurvegari kvenna í 21 km hlaupinu. Andrea Kolbeinsdóttir sigurvegari kvenna í 21 km hlaupinu uppi á ReynisfjalliMýrdalshlaupið „Hann var ekkert mjög spenntur fyrir því að ég væri að fara í keppnishlaup svona stuttu fyrir stórmót, svo ég lofaði honum að fara bara á 90%, en ég gat bara ekki sleppt þessu. Ég hélt mig við 90% og mér leið bara rosalega vel allan tíman. Þetta er bara svo geggjað hlaup, ótrúlega vel skipulagt og ekki hægt að setja út á neitt, þetta er bara frábært,“ segir Andrea glöð í bragði eftir hlaupið. „Sérstaklega eftir þessa reynslu, þar sem næringin gekk vel og ég var að æfa mig að nota stafi, er ég bara ótrúlega spennt fyrir EM. Það er erfitt að segja til um einhver ákveðin markmið, en ég ætla að gera mitt allra besta og skilja allt eftir í brautinni og sjá hverju það skilar mér,“ segir Andrea aðspurð hvernig Evrópumótið legðist í hana. Hlaupið er skipulagt og haldið af sjálfboðaliðum í góðgerðarskyni og eru ýmis félagasamtök sem njóta góðs af framkvæmd hlaupsins, meðal annars Ungmennafélagið Katla, Jaðarsportklúbburinn Víkursport, Björgunarsveitin Víkverji og Kvenfélagið Ljósbrá. Verslunin Eirberg er helsti samstarfs- og styrktaraðilli Mýrdalshlaupsins og fengu allir verðlaunahafar hlaupsins vinninga frá Eirberg. Hlaup Mýrdalshreppur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Hlauphaldarar höfðu tekið ákvörðun um að breyta hlaupaleið lengra hlaupsins og sneiða framhjá efsta tindi Höttu til að tryggja öryggi þátttakenda í þokunni. Þegar líða tók á hlaupið hætti úrkoman og þokunni létti svo keppendur í 21 km hlaupinu fengu útsýni úr Höttuhlíðum á leið niður í Vík. Þrátt fyrir nokkuð krefjandi aðstæður var hiti í fólki og árangur keppenda í ár hreint stórkostlegur, en ekki bara einn heldur tveir keppendur hlupu undir brautarmeti í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðni Páll Pálsson hlaupstjóri MýrdalshlaupsinsMýrdalshlaupið Meðal keppenda voru þau Mari Järsk og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, en þau komu saman í mark í 10 km hlaupinu á glæsilegum tíma 1 klst og 16 mínútur, eftir að hafa hlaupið fjöruna og um Reynisfjall. Hlutskörpust í 10 km hlaupinu voru þau Sonja Sif Jóhannsdóttir á tímanum 53:14 og Sigurjón Ernir Sturluson á tímanum 41:23. Þess ber að geta að Sigurjón setti nýtt brautarmet í dag, en Þórólfur Ingi Þórisson sem var í öðru sæti á tímaun 42:13 hlupu báðir undir gamla brautarmetinu. Keppendur í 21 km hlaupinu hlupu norður Reynisfjall og yfir á Höttu austan við Vík, og voru þar hlutskörpust Nils Fischer 01:38:55 og Andrea Kolbeinsdóttir á tímanum 01.48.57. „Þetta var bara geggjað, þó að veðrið hafi ekki verið það besta fannst mér það bara gera þetta skemmtilegra. Þetta er eitt af uppáhalds hlaupunum mínum hérna á Íslandi. Ég var búin að lofa þjálfaranum mínum hjá Fjallahlaupaþjálfun, þar sem það er bara vika í Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum, að fara bara á 90% krafti,“ segir Andrea Kolbeinsdóttir, sigurvegari kvenna í 21 km hlaupinu. Andrea Kolbeinsdóttir sigurvegari kvenna í 21 km hlaupinu uppi á ReynisfjalliMýrdalshlaupið „Hann var ekkert mjög spenntur fyrir því að ég væri að fara í keppnishlaup svona stuttu fyrir stórmót, svo ég lofaði honum að fara bara á 90%, en ég gat bara ekki sleppt þessu. Ég hélt mig við 90% og mér leið bara rosalega vel allan tíman. Þetta er bara svo geggjað hlaup, ótrúlega vel skipulagt og ekki hægt að setja út á neitt, þetta er bara frábært,“ segir Andrea glöð í bragði eftir hlaupið. „Sérstaklega eftir þessa reynslu, þar sem næringin gekk vel og ég var að æfa mig að nota stafi, er ég bara ótrúlega spennt fyrir EM. Það er erfitt að segja til um einhver ákveðin markmið, en ég ætla að gera mitt allra besta og skilja allt eftir í brautinni og sjá hverju það skilar mér,“ segir Andrea aðspurð hvernig Evrópumótið legðist í hana. Hlaupið er skipulagt og haldið af sjálfboðaliðum í góðgerðarskyni og eru ýmis félagasamtök sem njóta góðs af framkvæmd hlaupsins, meðal annars Ungmennafélagið Katla, Jaðarsportklúbburinn Víkursport, Björgunarsveitin Víkverji og Kvenfélagið Ljósbrá. Verslunin Eirberg er helsti samstarfs- og styrktaraðilli Mýrdalshlaupsins og fengu allir verðlaunahafar hlaupsins vinninga frá Eirberg.
Hlaup Mýrdalshreppur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti