Rígur framtíðar eða valdaskipti: „Við munum snúa aftur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2024 23:30 Irene Paredes og Lucy Bronze með Lindsey Horan samlokaða á milli sín í úrslitaleiknum. EPA-EFE/LUIS TEJIDO Á laugardag vann Barcelona 2-0 sigur á Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Barcelona hefur nú unnið Meistaradeildina tvö ár í röð, keppni sem Lyon einokaði lengi vel. Lyon var lengi vel langbesta lið Evrópu og jafnvel heims. Liðið vann keppnina fimm ár í röð en eftir að fyrirkomulagi hennar var breytt – úr eingöngu útsláttarkeppni yfir í riðlakeppni og útsláttarkeppni – hefur Barcelona stigið upp sem besta lið Evrópu, og heims. Barcelona hefur farið í úrslit undnafarin fjögur ár og orðið meistari þrívegis. Á sama tíma hefur liðið verið óstöðvandi heima fyrir sem og leikmenn þess hafa unnið síðustu þrjá Gullbolta (Ballon d´Or Féminin). Það er ef til vill lýsandi að Aitana Bonmatí - besta knattspyrnukona heims árið 2023 - hafi skorað fyrra mark Barcelona í úrslitunum, og Alexia Putellas – besta knattspyrnukona heims 2021 og 2022 – hafi komið af bekknum og skorað síðara markið. Þrátt fyrir þessa miklu yfirburði þá vann Lyon 3-1 sigur á Börsungum þegar liðin mættust í úrslitum vorið 2022 líkt. Sama var upp á teningnum þegar þau mættust vorið 2019. Raunar hafði Lyon aldrei tapað fyrir Barcelona, það er fyrr en á laugardaginn. Þá þurfti að fara áratug aftur í tímann til að finna síðasta tap liðsins í úrslitum Meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir að bæði Lyon og Barcelona hafa séð betri daga fjárhagslega þá virðist hafa hallað undir fæti hjá kvennaliði Lyon á meðan kvennalið Barcelona er svo gott sem ósigrandi. Hin bandaríska Lindsey Horan sagði í viðtali að hún hefði engar áhyggjur af Lyon og vitnaði í Tortímandann þegar hún sagði „við munum snúa aftur“ (e. We will be back). Barcelona won their third #UWCL in four years & beat Lyon for the first time ever. But with new investment, the French side insist they'll come back stronger.@charlotteharpur on a shifting of power & how the women's game needs more than one huge rivalryhttps://t.co/4JOziIJ778— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 26, 2024 Það verður áhugavert að sjá hvað gerist á næstu árum hjá þessum risa kvennaboltans en Jonatan Giráldez Costas, þjálfari Barcelona, mun færa sig til Washington Spirit í Bandaríkjunum í sumar. Þá er Sonia Bompastor, þjálfari Lyon, á leið til Chelsea og hver veit – mögulega mun hún gera Chelsea að því Evrópuafli sem liðinu dreymir um eftir að einoka enska meistaratitilinn til fjölda ára. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Barcelona Evrópumeistari Barcelona er Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin má sjá í fréttinni. 25. maí 2024 18:15 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Lyon var lengi vel langbesta lið Evrópu og jafnvel heims. Liðið vann keppnina fimm ár í röð en eftir að fyrirkomulagi hennar var breytt – úr eingöngu útsláttarkeppni yfir í riðlakeppni og útsláttarkeppni – hefur Barcelona stigið upp sem besta lið Evrópu, og heims. Barcelona hefur farið í úrslit undnafarin fjögur ár og orðið meistari þrívegis. Á sama tíma hefur liðið verið óstöðvandi heima fyrir sem og leikmenn þess hafa unnið síðustu þrjá Gullbolta (Ballon d´Or Féminin). Það er ef til vill lýsandi að Aitana Bonmatí - besta knattspyrnukona heims árið 2023 - hafi skorað fyrra mark Barcelona í úrslitunum, og Alexia Putellas – besta knattspyrnukona heims 2021 og 2022 – hafi komið af bekknum og skorað síðara markið. Þrátt fyrir þessa miklu yfirburði þá vann Lyon 3-1 sigur á Börsungum þegar liðin mættust í úrslitum vorið 2022 líkt. Sama var upp á teningnum þegar þau mættust vorið 2019. Raunar hafði Lyon aldrei tapað fyrir Barcelona, það er fyrr en á laugardaginn. Þá þurfti að fara áratug aftur í tímann til að finna síðasta tap liðsins í úrslitum Meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir að bæði Lyon og Barcelona hafa séð betri daga fjárhagslega þá virðist hafa hallað undir fæti hjá kvennaliði Lyon á meðan kvennalið Barcelona er svo gott sem ósigrandi. Hin bandaríska Lindsey Horan sagði í viðtali að hún hefði engar áhyggjur af Lyon og vitnaði í Tortímandann þegar hún sagði „við munum snúa aftur“ (e. We will be back). Barcelona won their third #UWCL in four years & beat Lyon for the first time ever. But with new investment, the French side insist they'll come back stronger.@charlotteharpur on a shifting of power & how the women's game needs more than one huge rivalryhttps://t.co/4JOziIJ778— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 26, 2024 Það verður áhugavert að sjá hvað gerist á næstu árum hjá þessum risa kvennaboltans en Jonatan Giráldez Costas, þjálfari Barcelona, mun færa sig til Washington Spirit í Bandaríkjunum í sumar. Þá er Sonia Bompastor, þjálfari Lyon, á leið til Chelsea og hver veit – mögulega mun hún gera Chelsea að því Evrópuafli sem liðinu dreymir um eftir að einoka enska meistaratitilinn til fjölda ára.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Barcelona Evrópumeistari Barcelona er Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin má sjá í fréttinni. 25. maí 2024 18:15 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Barcelona Evrópumeistari Barcelona er Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin má sjá í fréttinni. 25. maí 2024 18:15
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“