Segja Frakka ætla að senda hermenn til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2024 16:08 Olexander Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, og Rustem Úmeróv, varnarmálaráðherra, á fjarfundi með varnarmálaráðherra Frakklands í dag. Ráðamenn í Frakklandi ætla að senda hermenn til Úkraínu. Þetta sagði yfirmaður herafla Úkraínu í dag og eiga frönsku hermennirnir að aðstoða við að þjálfa úkraínska hermenn. Líklega verða þeir staðsettir í vesturhluta landsins, fjarri víglínunni. Ráðamenn annarra ríkja, eins og Bandaríkjanna, hafa einnig til skoðunar að senda hermenn til Úkraínu þar sem þeir eiga að koma að þjálfun úkraínskra hermanna. Olexander Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, tilkynnti í dag að hann og Rustem Úmeróv, varnarmálaráðherra, hefðu rætt við Sebastien Lecornu, varnarmálaráðherra Frakklands. Fram hefði komið á fundi þessum að Frakkar séu fyrstir til að senda hermenn til Úkraínu. Sirskí segist telja að ákvörðun Frakka muni leiða til þess að ráðamenn fleirri ríkja muni taka sömu skref. Sirskí sagðist þegar hafa skrifað undir reglugerð um að frönskum hermönnum væri þegar heimilt að fara til Úkraínu og virða fyrir sér aðstæður. Lecornu sagði einnig frá fundinum á samfélagsmiðlum í dag en þar sagði hann að Frakkar ætluðu meðal annars að senda fleiri stórskotaliðsvopn og skotfæri til Úkraínu, auk flugskeyta í loftvarnarkerfi og langdrægar eld- og stýriflaugar. Point d’étape sur l’aide militaire 🇫🇷 à l'Ukraine avec mon homologue 🇺🇦 @rustem_umerov, suite au déplacement en Ukraine du @CEMA_FR :- CAESAR et munitions- Défense aérienne (missiles ASTER)- Frappes longue portée (SCALP et A2SM)Et pour préparer les futurs paquets d'aide. pic.twitter.com/62gQ5fpVpQ— Sébastien Lecornu (@SebLecornu) May 27, 2024 Hann nefndi ekki að senda ætti franska hermenn til Úkraínu. Tiltölulega stutt er síðan Emmanuel Macron, forseti Frakklands, viðraði þá skoðun sína að ráðamenn á Vesturlöndum ættu ekki að setja sjálfum sér rauðar línur fyrir Rússa og ekki útiloka að senda hermenn til Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi brugðust reiðir við þessum ummælum og tilkynntu í kjölfarið nýjar heræfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“. Þær æfingar voru haldnar í síðustu viku. Sjá einnig: Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Hingað til hafa úkraínskir nýliðar og kvaðmenn verið sendir til herbúða í Þýskalandi þar sem hermenn frá Bandaríkjunum og öðrum Vesturlöndum hafa þjálfað þá í hernaði og í notkun vestrænna vopna sem senda hafa verið til Úkraínu. Þetta hefur meðal annars verið sagt í skoðun innan veggja Hvíta hússins. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ekki viljað taka þetta skref en mögulega gæti það breyst í kjölfar ákvörðunar Frakka. Rússar gera sjaldan árásir á vesturhluta Úkraínu en það gerist þó. Fari svo að bakhjarlar Úkraínu sendi hermenn til landsins vekur það upp spurningar um möguleg viðbrögð við því að einhverjir þeirra hermanna falli í árásum Rússa. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Frakkland Hernaður Tengdar fréttir Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26. maí 2024 07:50 Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. 24. maí 2024 22:42 Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Ráðamenn annarra ríkja, eins og Bandaríkjanna, hafa einnig til skoðunar að senda hermenn til Úkraínu þar sem þeir eiga að koma að þjálfun úkraínskra hermanna. Olexander Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, tilkynnti í dag að hann og Rustem Úmeróv, varnarmálaráðherra, hefðu rætt við Sebastien Lecornu, varnarmálaráðherra Frakklands. Fram hefði komið á fundi þessum að Frakkar séu fyrstir til að senda hermenn til Úkraínu. Sirskí segist telja að ákvörðun Frakka muni leiða til þess að ráðamenn fleirri ríkja muni taka sömu skref. Sirskí sagðist þegar hafa skrifað undir reglugerð um að frönskum hermönnum væri þegar heimilt að fara til Úkraínu og virða fyrir sér aðstæður. Lecornu sagði einnig frá fundinum á samfélagsmiðlum í dag en þar sagði hann að Frakkar ætluðu meðal annars að senda fleiri stórskotaliðsvopn og skotfæri til Úkraínu, auk flugskeyta í loftvarnarkerfi og langdrægar eld- og stýriflaugar. Point d’étape sur l’aide militaire 🇫🇷 à l'Ukraine avec mon homologue 🇺🇦 @rustem_umerov, suite au déplacement en Ukraine du @CEMA_FR :- CAESAR et munitions- Défense aérienne (missiles ASTER)- Frappes longue portée (SCALP et A2SM)Et pour préparer les futurs paquets d'aide. pic.twitter.com/62gQ5fpVpQ— Sébastien Lecornu (@SebLecornu) May 27, 2024 Hann nefndi ekki að senda ætti franska hermenn til Úkraínu. Tiltölulega stutt er síðan Emmanuel Macron, forseti Frakklands, viðraði þá skoðun sína að ráðamenn á Vesturlöndum ættu ekki að setja sjálfum sér rauðar línur fyrir Rússa og ekki útiloka að senda hermenn til Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi brugðust reiðir við þessum ummælum og tilkynntu í kjölfarið nýjar heræfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“. Þær æfingar voru haldnar í síðustu viku. Sjá einnig: Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Hingað til hafa úkraínskir nýliðar og kvaðmenn verið sendir til herbúða í Þýskalandi þar sem hermenn frá Bandaríkjunum og öðrum Vesturlöndum hafa þjálfað þá í hernaði og í notkun vestrænna vopna sem senda hafa verið til Úkraínu. Þetta hefur meðal annars verið sagt í skoðun innan veggja Hvíta hússins. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ekki viljað taka þetta skref en mögulega gæti það breyst í kjölfar ákvörðunar Frakka. Rússar gera sjaldan árásir á vesturhluta Úkraínu en það gerist þó. Fari svo að bakhjarlar Úkraínu sendi hermenn til landsins vekur það upp spurningar um möguleg viðbrögð við því að einhverjir þeirra hermanna falli í árásum Rússa.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Frakkland Hernaður Tengdar fréttir Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26. maí 2024 07:50 Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. 24. maí 2024 22:42 Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26. maí 2024 07:50
Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. 24. maí 2024 22:42
Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00