Kraftaverkamaðurinn Emery framlengir á Villa Park Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. maí 2024 17:30 Unai Emery gat leyft sér fagna í kvöld. James Gil/Getty Images Unai Emery, þjálfari Aston Villa, hefur verið verðlaunaður fyrir að koma liðinu í Meistaradeild Evrópu. Hann skrifaði í dag undir glænýjan fimm ára samning. Emery tók við Aston Villa haustið 2022 eftir skelfilega byrjun undir stjórn Steven Gerrard. Undir hans óð liðið upp töfluna og endaði í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Á nýafstöðnu tímabili gerði Villa svo gott betur og endaði í 4. sæti. Skilar sá árangur liðinu í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn en félagið hefur ekki leikið á hæsta stigi Evrópu síðan árið 1983. A new contract for Unai Emery means five more years of scenes like this, @AVFCOfficial fans! 🦁 pic.twitter.com/vGESY8V37C— Premier League (@premierleague) May 27, 2024 Hinn 52 ára gamli Emery hefur komið víða við á þjálfaraferli sínum sem hófst árið 2004. Hann stýrði Valencia frá 2008 til 2012 en fór þaðan til Spartak Moskvu í Rússlandi. Hann tók við Sevilla 2013 og er stór ástæða þess að félagið er talið ósigrandi í Evrópudeildinni en það vann keppnina öll árin sem Emery var við stjórnvölinn. Emery fór svo frá Andalúsíu til Parísar og tók við stórliði PSG. Þar – eins og svo margir – átti hann erfitt með að fá liðið til að spila eftir sínu höfði og yfirgaf það svo árið 2018. Sama ár tók hann við Arsenal eftir að Arsene Wenger steig til hliðar. Sá hafði þjálfað liðið frá árinu 1996 og áttu Skytturnar erfitt með að fóta sig undir nýjum stjóra. Emery entist ekki lengi í Lundúnum en tók svo við Villareal árið 2020. Þar var hann í tvö ár og vann Evrópudeildina á nýjan leik áður en Aston Villa fékk hann til að leysa Gerrard af hólmi. Voru efasemdaraddir uppi um hvort hans leikstíll myndi henta liðinu. Þær voru fljótar að þagna en leikmannahópur Villa virðist sniðinn að Emery. Sem dæmi má benda á að Ollie Watkins blómstraði á nýafstaðinni leiktíð. Skoraði hann 19 mörk og gaf 13 stoðsendingar í 37 deildarleikjum. Unai Emery: "We are really excited to continue this journey with no limits to our dreams." ✨2️⃣0️⃣2️⃣9️⃣ pic.twitter.com/EF4ojRjSk3— Aston Villa (@AVFCOfficial) May 27, 2024 Á sama tíma og annað hvert stórlið virðist vera í leit að nýjum aðalþjálfara hefur Villa því ákveðið að framlengja samning Emery til ársins 2029. Nú er bara að bíða og sjá hversu hátt hann getur lyft liðinu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Sjá meira
Emery tók við Aston Villa haustið 2022 eftir skelfilega byrjun undir stjórn Steven Gerrard. Undir hans óð liðið upp töfluna og endaði í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Á nýafstöðnu tímabili gerði Villa svo gott betur og endaði í 4. sæti. Skilar sá árangur liðinu í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn en félagið hefur ekki leikið á hæsta stigi Evrópu síðan árið 1983. A new contract for Unai Emery means five more years of scenes like this, @AVFCOfficial fans! 🦁 pic.twitter.com/vGESY8V37C— Premier League (@premierleague) May 27, 2024 Hinn 52 ára gamli Emery hefur komið víða við á þjálfaraferli sínum sem hófst árið 2004. Hann stýrði Valencia frá 2008 til 2012 en fór þaðan til Spartak Moskvu í Rússlandi. Hann tók við Sevilla 2013 og er stór ástæða þess að félagið er talið ósigrandi í Evrópudeildinni en það vann keppnina öll árin sem Emery var við stjórnvölinn. Emery fór svo frá Andalúsíu til Parísar og tók við stórliði PSG. Þar – eins og svo margir – átti hann erfitt með að fá liðið til að spila eftir sínu höfði og yfirgaf það svo árið 2018. Sama ár tók hann við Arsenal eftir að Arsene Wenger steig til hliðar. Sá hafði þjálfað liðið frá árinu 1996 og áttu Skytturnar erfitt með að fóta sig undir nýjum stjóra. Emery entist ekki lengi í Lundúnum en tók svo við Villareal árið 2020. Þar var hann í tvö ár og vann Evrópudeildina á nýjan leik áður en Aston Villa fékk hann til að leysa Gerrard af hólmi. Voru efasemdaraddir uppi um hvort hans leikstíll myndi henta liðinu. Þær voru fljótar að þagna en leikmannahópur Villa virðist sniðinn að Emery. Sem dæmi má benda á að Ollie Watkins blómstraði á nýafstaðinni leiktíð. Skoraði hann 19 mörk og gaf 13 stoðsendingar í 37 deildarleikjum. Unai Emery: "We are really excited to continue this journey with no limits to our dreams." ✨2️⃣0️⃣2️⃣9️⃣ pic.twitter.com/EF4ojRjSk3— Aston Villa (@AVFCOfficial) May 27, 2024 Á sama tíma og annað hvert stórlið virðist vera í leit að nýjum aðalþjálfara hefur Villa því ákveðið að framlengja samning Emery til ársins 2029. Nú er bara að bíða og sjá hversu hátt hann getur lyft liðinu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Sjá meira