Ísak skoraði í vítakeppni í grátlegu tapi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. maí 2024 22:16 Ísak Bergmann nýtti vítaspyrnu sína í kvöld en það dugði skammt þar sem tveimur liðsfélögum hans mistókst að skila boltanum í netið. Fortuna Düsseldorf Bochum er komið upp í þýsku úrvalsdeild karla í fótbolta eftir ótrúlegan sigur á Fortuna Düsseldorf, liði Ísaks Bergmanns Jóhannessonar, í vítaspyrnukeppni. Ísak Bergmann skoraði úr sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni. Bochum endaði í 16. sæti efstu deildar á leiktíðinni og mætti því Fortuna sem endaði í 3. sæti B-deildar um sæti í Bundesliga, efstu deild Þýskalands, á næstu leiktíð. Um er að ræða tvo leiki og vann Fortuna fyrri leik einvígisins 3-0 á heimavelli Bochum. Það má því segja að leikur kvöldsins hefði átt að vera formsatriði en annað kom á daginn. Gestirnir byrjuðu af miklum krafti enda höfðu þeir engu að tapa. Philipp Hofmann gaf Bochum von með marki á 18. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Hofmann var aftur á ferðinni 66. mínútu og einvígið allt í einu galopið. Aðeins fjórum mínútum fékk Bochum vítaspyrnu. Kevin Stoger kom Bochum í 3-0 og staðan í einvíginu orðin jöfn 3-3. Ísak Bergmann kom inn af bekknum hjá Fortuna þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Þar sem hvorugu liðinu tókst að skora þurfti að framlengja og þar sem hvorugt liðið skoraði þar þá þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Ísak Bergmann tók aðra spyrnu Fortuna og skoraði en á endanum hafði Bochum betur. Ein af endurkomum ársins fullkomnuð og liðið heldur sæti sínu í deild þeirra bestu. 🤯🇩🇪 INCREDIBLE remontada by VfL Bochum in Bundesliga play-off... They lost 3-0 to Düsseldorf in first leg, but in second leg Bochum scored 3, took it to extra time and WON on penalties! ✅They will now stay in the Bundesliga next season. pic.twitter.com/YvS09rJAEb— EuroFoot (@eurofootcom) May 27, 2024 Ísak Bergmann og félagar sitja eftir með sárt ennið en reikna má með að þetta hafi áhrif á möguleg kaup Fortuna Düsseldorf á íslenska landsliðsmanninum en hann var á láni frá FC Kaupmannahöfn. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira
Bochum endaði í 16. sæti efstu deildar á leiktíðinni og mætti því Fortuna sem endaði í 3. sæti B-deildar um sæti í Bundesliga, efstu deild Þýskalands, á næstu leiktíð. Um er að ræða tvo leiki og vann Fortuna fyrri leik einvígisins 3-0 á heimavelli Bochum. Það má því segja að leikur kvöldsins hefði átt að vera formsatriði en annað kom á daginn. Gestirnir byrjuðu af miklum krafti enda höfðu þeir engu að tapa. Philipp Hofmann gaf Bochum von með marki á 18. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Hofmann var aftur á ferðinni 66. mínútu og einvígið allt í einu galopið. Aðeins fjórum mínútum fékk Bochum vítaspyrnu. Kevin Stoger kom Bochum í 3-0 og staðan í einvíginu orðin jöfn 3-3. Ísak Bergmann kom inn af bekknum hjá Fortuna þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Þar sem hvorugu liðinu tókst að skora þurfti að framlengja og þar sem hvorugt liðið skoraði þar þá þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Ísak Bergmann tók aðra spyrnu Fortuna og skoraði en á endanum hafði Bochum betur. Ein af endurkomum ársins fullkomnuð og liðið heldur sæti sínu í deild þeirra bestu. 🤯🇩🇪 INCREDIBLE remontada by VfL Bochum in Bundesliga play-off... They lost 3-0 to Düsseldorf in first leg, but in second leg Bochum scored 3, took it to extra time and WON on penalties! ✅They will now stay in the Bundesliga next season. pic.twitter.com/YvS09rJAEb— EuroFoot (@eurofootcom) May 27, 2024 Ísak Bergmann og félagar sitja eftir með sárt ennið en reikna má með að þetta hafi áhrif á möguleg kaup Fortuna Düsseldorf á íslenska landsliðsmanninum en hann var á láni frá FC Kaupmannahöfn.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira