„Hann er bara svindkall í þessari deild“ Hinrik Wöhler skrifar 29. maí 2024 23:25 Gunnar Magnússon sagði að Mosfellingar hefðu ekki fundið lausnir til að verjast Aroni Pálmarssyni. vísir/diego Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tapið í kvöld og telur að þetta hafi verið slakasti leikur liðsins í einvíginu. „Þetta var svekkjandi, okkar lélegasti leikur í þessari í seríu. Mér fannst við spila frábærlega í fyrstu þremur leikjunum og raun og veru var svekkelsið að vera 2-1 undir eftir þessa þrjá leiki, þar fer þetta í rauninni. Að mínu mati erum við klaufar að vera ekki yfir í þessari seríu.“ „Engu að síður er munurinn í þessu er Aron Pálmarsson. Við náðum ekki að stoppa hann, við prófuðum allan fjandann og milli leikja breyttum við ýmsu en á endanum náðum ekki að stoppa hann. Hann er bara svindkall í þessari deild. Það er munurinn á liðunum kvöld,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Afturelding tapaði á dramatískan hátt með einu marki á móti FH á sunnudaginn síðasta og var 2-1 undir í einvíginu fyrir leikinn í kvöld. Munurinn var þó meiri milli liðanna í kvöld. „Við erum með bæði leik tvö og þrjú, allavega leik þrjú og erum við með stöður til að vinna þetta. Svekkjandi að klára þetta ekki og hefði verið mikilvægt að ná frumkvæðinu þar. Það er stór þáttur í þessu. Í dag var þetta ekki okkar leikur, vorum ekki góðir og FH-ingar voru bara miklu betri en við í dag. Svekkelsið er bara að vera 2-1 yfir fyrir leikinn í kvöld,“ bætti Gunnar við. Gunnar er þó sáttur með spilamennskuna í úrslitakeppninni fyrir utan frammistöðuna í dag. „Margir af okkar lykilleikmenn náðu sér ekki á strik í dag. Það voru margir ‚off' í dag einhvern veginn og kannski brotnuðum við bara á endanum, ég veit það ekki. Þeir gengu á lagið og margir hjá okkur sem voru ekki góðir. Hittum ekki á góðan dag miðað hvað við erum búnir að spila vel í þessari úrslitakeppni hingað til. Slógum út sterkt lið Vals og spiluðum fyrstu þrjá leikina á móti FH frábærlega. Þannig ég er ánægður með spilamennskuna í úrslitakeppninni.“ Þjálfarinn lítur brattur fram á veginn þrátt fyrir að hafa ekki náð að taka stóra titilinn heim í Mosfellsbæinn þetta tímabilið. „Við vorum í öðru sæti í meistaraflokki, Íslandsmeistarar í 3. flokki þannig ég er stoltur af félaginu og við erum að gera eitthvað rétt hérna í Mosfellsbænum. Auðvitað svíður þetta bara að hafa ekki nýtt síðustu leiki betur.“ „Það verða breytingar. Fáum inn fjóra nýja leikmenn og við erum hvergi nærri hættir. Við höfum stimplað okkur í toppbaráttuna, bikarmeistarar í fyrra og öðru sæti núna og sömuleiðis mjög efnilegir strákar að koma upp. Við verðum með topplið á næsta ári, það er 100%,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Afturelding FH Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Sjá meira
„Þetta var svekkjandi, okkar lélegasti leikur í þessari í seríu. Mér fannst við spila frábærlega í fyrstu þremur leikjunum og raun og veru var svekkelsið að vera 2-1 undir eftir þessa þrjá leiki, þar fer þetta í rauninni. Að mínu mati erum við klaufar að vera ekki yfir í þessari seríu.“ „Engu að síður er munurinn í þessu er Aron Pálmarsson. Við náðum ekki að stoppa hann, við prófuðum allan fjandann og milli leikja breyttum við ýmsu en á endanum náðum ekki að stoppa hann. Hann er bara svindkall í þessari deild. Það er munurinn á liðunum kvöld,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Afturelding tapaði á dramatískan hátt með einu marki á móti FH á sunnudaginn síðasta og var 2-1 undir í einvíginu fyrir leikinn í kvöld. Munurinn var þó meiri milli liðanna í kvöld. „Við erum með bæði leik tvö og þrjú, allavega leik þrjú og erum við með stöður til að vinna þetta. Svekkjandi að klára þetta ekki og hefði verið mikilvægt að ná frumkvæðinu þar. Það er stór þáttur í þessu. Í dag var þetta ekki okkar leikur, vorum ekki góðir og FH-ingar voru bara miklu betri en við í dag. Svekkelsið er bara að vera 2-1 yfir fyrir leikinn í kvöld,“ bætti Gunnar við. Gunnar er þó sáttur með spilamennskuna í úrslitakeppninni fyrir utan frammistöðuna í dag. „Margir af okkar lykilleikmenn náðu sér ekki á strik í dag. Það voru margir ‚off' í dag einhvern veginn og kannski brotnuðum við bara á endanum, ég veit það ekki. Þeir gengu á lagið og margir hjá okkur sem voru ekki góðir. Hittum ekki á góðan dag miðað hvað við erum búnir að spila vel í þessari úrslitakeppni hingað til. Slógum út sterkt lið Vals og spiluðum fyrstu þrjá leikina á móti FH frábærlega. Þannig ég er ánægður með spilamennskuna í úrslitakeppninni.“ Þjálfarinn lítur brattur fram á veginn þrátt fyrir að hafa ekki náð að taka stóra titilinn heim í Mosfellsbæinn þetta tímabilið. „Við vorum í öðru sæti í meistaraflokki, Íslandsmeistarar í 3. flokki þannig ég er stoltur af félaginu og við erum að gera eitthvað rétt hérna í Mosfellsbænum. Auðvitað svíður þetta bara að hafa ekki nýtt síðustu leiki betur.“ „Það verða breytingar. Fáum inn fjóra nýja leikmenn og við erum hvergi nærri hættir. Við höfum stimplað okkur í toppbaráttuna, bikarmeistarar í fyrra og öðru sæti núna og sömuleiðis mjög efnilegir strákar að koma upp. Við verðum með topplið á næsta ári, það er 100%,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Afturelding FH Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik