Innlent

Mynda­syrpa: Vegurinn endar í hrauninu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Hraunið rann yfir Grindavíkurveg í gær.
Hraunið rann yfir Grindavíkurveg í gær. Vísir/Vilhelm

Hraun úr eldgosinu við Sundhnúk flæddi yfir vegi á Reykjanesskaga í gær. Nýjar myndir frá Vilhelm Gunnarssyni ljósmyndara Vísis sýna hvernig Grindavíkurvegur endar í hrauninu.

Gosið hefur haft áhrif á fleiri manngerða hluti í umhverfinu. Til að mynda má sjá rafmagnsstaur sem hefur fallið til jarðar og liggur á hrauninu.

Þá sést einnig nálægð Grindavíkurbæjar við hraunið.

Verulega hefur dregið úr virkni eldgossins síðan í gær, en myndir Vilhelms sýna þó að því er ekki lokið. Á þeim má sjá hraun spýtast upp úr gosgíg, og rauðglóandi hrauntungur renna.

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×