Innlent

Leita ein­stak­lings sem féll í Fnjósk­á

Jón Þór Stefánsson skrifar
Þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur verið óskað til að aðstoða við leitina.
Þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur verið óskað til að aðstoða við leitina. Vísir/Vilhelm

Leit stendur yfir af einstaklingi sem féll í Fnjóská í Fnjóskárdal á Norðurlandi.

Þetta staðfestir Maron Pét­urs­son, aðstoðarslökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu á Ak­ur­eyri, í samtali við fréttastofu, en Mbl greindi fyrst frá leitinni.

Frá slökkviliðinu á Akureyri eru tveir sjúkrabílar að sögn Marons, en björgunarsveitir koma einnig að leitinni og þá hefur verið óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Maron segir að leitarsvæðið sé nokkuð stórt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×