Fótbolti

Hilmir skoraði fyrir Kristiansund í langþráðum sigri

Smári Jökull Jónsson skrifar
Hilmir Rafn hefur farið vel af stað í norska boltanum.
Hilmir Rafn hefur farið vel af stað í norska boltanum. Kristiansund

Hilmir Mikaelsson skoraði fyrir Kristiansund þegar lið hans Kristiansund vann sinn fyrsta sigur í norsku deildinni síðan í apríl. Logi Tómasson og Strömgodset töpuðu hins vegar stigum á heimavelli.

Fyrir leik Kristiansund og Sarpsborg 08 í dag höfðu heimamenn í Kristansund ekki unnið leik í deildinni síðan 24. apríl. Þeim tókst hins vegar loksins að ná inn sigri í dag með 3-1 sigri og sitja í 13. sæti deildarinnar.

Hilmir Rafn Mikaelsson skoraði annað mark Kristiansund úr vítaspyrnu á 75. mínútu en hann er á láni hjá félaginu frá Venezia. Þetta er annað mark hans í norsku deildinni. Brynjólfur Willumsson sat allan tímann á varamannabekk Kristiansund sem eru nýliðar í norsku deildinni.

Logi Tómasson var í byrjunarliði Strömgodset sem gerði 1-1 jafntefli gegn Odd á heimavelli. Strömgodset er í 6. sæti og tapaði þarna dýrmætum stigum í baráttunni við liðin í efri hlutanum.

Anton Logi Lúðvíksson kom inn af bekknum á 35. mínútu þegar lið hans Haugesund tapaði 1-0 á heimavelli gegn meisturum Bodö/Glimt. Haugesund er í 10. sæti en gengi liðsins hefur verið brokkgengt síðan Óskar Hrafn Þorvaldsson hætti störfum sem þjálfari um miðjan maímánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×