Styttist í að Ten Hag fái að vita hvað framtíðin ber í skauti sér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2024 17:46 Ten Hag hefur bætt tveimur bikurum í safnið hjá Man United síðan hann tók við. AP Photo/Kin Cheung Þrátt fyrir að vinna tvo titla á sínum fyrstu tveimur árum sem þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United þá er framtíð Erik ten Hag í lausu lofti. Hann vonast til að fá hana á hreint á næstu dögum. Man United átti erfitt uppdráttar á nýafstaðinni leiktíð. Meiðslalistinn var langur, sumir leikmenn virtust annars hugar á meðan aðrir virðast einfaldlega ekki nægilega góðir. Að því sögðu þá tókst Man Utd að enda tímabilið á góðu nótunum þegar það lagði Englandsmeistara Man City 2-1 í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Var þetta annað árið í röð sem liðin mættust í úrslitum bikarkeppninnar en á síðasta ári var það Man City sem hafði betur. Sigurinn í ár var annar titill félagsins undir stjórn Ten Hag á jafn mörgum árum en liðið lagði Newcastle United í úrslitum enska deildarbikarsins á síðasta ári. Slakt gengi í deild sem og Evrópu á nýafstaðinni leiktíð gerði það hins vegar að verkum að forráðamenn Man Utd eru ekki vissir um að hinn 54 ára gamli Ten Hag sé rétti maðurinn til að stýra skútunni úr höfn næsta haust. BREAKING: Erik ten Hag hoping to find out this week if he is going to keep his job as Manchester United manager 🔴 pic.twitter.com/dX4qRsLZ1W— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 3, 2024 Samkvæmt Sky Sports hefur félagið undanfarna daga verið að fara yfir nýafstaðna leiktíð og að því loknu verður staðfest hvort hollenski þjálfarinn verði áfram við stjórnvölin eður ei. Samningur Ten Hag rennur út sumarið 2025. Fari svo að hann verði látinn fara þyrfti Man Utd því að borga honum þangað til. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ferguson hafi átt leynilegan fund í Lundúnum Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri og goðsögn í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, er sagður hafa fundað með Dougie Freedman, yfirmanni knattspyrnumála hjá Crystal Palace, varðandi þrjá leikmenn félagsins sem Manchester United er sagt á höttunum eftir. 3. júní 2024 12:31 Ten Hag gæti þurft að bíða lengi eftir ákvörðun um framtíð sína Erik ten Hag gerði Manchester United að enskum bikarmeisturum um síðustu helgi en hann veit samt ekki enn hvort hann verði áfram knattspyrnustjóri félagsins. 29. maí 2024 09:40 Ten Hag skýtur á Slot: „Fólk hefur látið of mikið með Feyenoord“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, skaut aðeins á Arne Slot, verðandi stjóra Liverpool, og sagði að árangur hans með Feyenoord væri kannski ekki svo merkilegur. 28. maí 2024 14:01 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Sjá meira
Man United átti erfitt uppdráttar á nýafstaðinni leiktíð. Meiðslalistinn var langur, sumir leikmenn virtust annars hugar á meðan aðrir virðast einfaldlega ekki nægilega góðir. Að því sögðu þá tókst Man Utd að enda tímabilið á góðu nótunum þegar það lagði Englandsmeistara Man City 2-1 í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Var þetta annað árið í röð sem liðin mættust í úrslitum bikarkeppninnar en á síðasta ári var það Man City sem hafði betur. Sigurinn í ár var annar titill félagsins undir stjórn Ten Hag á jafn mörgum árum en liðið lagði Newcastle United í úrslitum enska deildarbikarsins á síðasta ári. Slakt gengi í deild sem og Evrópu á nýafstaðinni leiktíð gerði það hins vegar að verkum að forráðamenn Man Utd eru ekki vissir um að hinn 54 ára gamli Ten Hag sé rétti maðurinn til að stýra skútunni úr höfn næsta haust. BREAKING: Erik ten Hag hoping to find out this week if he is going to keep his job as Manchester United manager 🔴 pic.twitter.com/dX4qRsLZ1W— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 3, 2024 Samkvæmt Sky Sports hefur félagið undanfarna daga verið að fara yfir nýafstaðna leiktíð og að því loknu verður staðfest hvort hollenski þjálfarinn verði áfram við stjórnvölin eður ei. Samningur Ten Hag rennur út sumarið 2025. Fari svo að hann verði látinn fara þyrfti Man Utd því að borga honum þangað til.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ferguson hafi átt leynilegan fund í Lundúnum Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri og goðsögn í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, er sagður hafa fundað með Dougie Freedman, yfirmanni knattspyrnumála hjá Crystal Palace, varðandi þrjá leikmenn félagsins sem Manchester United er sagt á höttunum eftir. 3. júní 2024 12:31 Ten Hag gæti þurft að bíða lengi eftir ákvörðun um framtíð sína Erik ten Hag gerði Manchester United að enskum bikarmeisturum um síðustu helgi en hann veit samt ekki enn hvort hann verði áfram knattspyrnustjóri félagsins. 29. maí 2024 09:40 Ten Hag skýtur á Slot: „Fólk hefur látið of mikið með Feyenoord“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, skaut aðeins á Arne Slot, verðandi stjóra Liverpool, og sagði að árangur hans með Feyenoord væri kannski ekki svo merkilegur. 28. maí 2024 14:01 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Sjá meira
Ferguson hafi átt leynilegan fund í Lundúnum Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri og goðsögn í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, er sagður hafa fundað með Dougie Freedman, yfirmanni knattspyrnumála hjá Crystal Palace, varðandi þrjá leikmenn félagsins sem Manchester United er sagt á höttunum eftir. 3. júní 2024 12:31
Ten Hag gæti þurft að bíða lengi eftir ákvörðun um framtíð sína Erik ten Hag gerði Manchester United að enskum bikarmeisturum um síðustu helgi en hann veit samt ekki enn hvort hann verði áfram knattspyrnustjóri félagsins. 29. maí 2024 09:40
Ten Hag skýtur á Slot: „Fólk hefur látið of mikið með Feyenoord“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, skaut aðeins á Arne Slot, verðandi stjóra Liverpool, og sagði að árangur hans með Feyenoord væri kannski ekki svo merkilegur. 28. maí 2024 14:01