Innlent

Trúðamótmæli, við­varanir og einfætt fegurðar­drottning

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.

Alþingi kom saman í dag í skugga mótmæla eftir tveggja vikna hlé vegna forsetakosninga. Dagurinn byrjaði á því að fundi í allsherjar-og menntamálanefnd var frestað en þar stóð til að taka fyrir útlendingafrumvarpið.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá Alþingi; heyrum í mótmælendum og þingmönnum auk þess sem við ræðum við forsætisráðherra um niðurstöðu kosninga.

Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru fram undan í vikunni. Við förum yfir leiðindaspá með veðurfræðingi í beinni.

Þá fer Kristján Már Unnarsson yfir horfur í ferðaþjónustu sem hafa snarversnað en bókanir á hótelum eru allt að tíu prósentum færri en í fyrra. Við kíkjum einnig á Hlemm sem verður ekki strætóstoppistöð á næstunni auk þess sem Magnús Hlynur hittir hina átján ára gömlu Matthildi sem syndir, dansar og keppir í fegurðarsamkeppni á einum fæti.

Í Sportpakkanum verður rætt við handboltamann sem vann alla þá titla sem voru í boði í Portúgal á nýafstöðnu tímabili og í Íslandi í dag kynnum við okkur Tiktok-herferð Höllu Tómasdóttur og ræðum við samfélagsmiðlateymi hennar sem sá um að sækja atkvæði unga fólksins.

Klippa: Kvöldfréttir 3. júní 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×