Segir íbúa Reykjanesbæjar búa við ógn vegna fjölda hælisleitenda Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 22:36 Ásmundur Friðriksson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Vísir/Arnar Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það veki óhug að lesa fréttir eins og þá sem birtist á Vísi í vikunni um átta Palestínumenn sem ákærðir hafa verið fyrir líkamsárásir gegn konu. Hann segir íbúa í Reykjanesbæ búa við ógn af hælisleitendum sem þar búa. Átta Palestínumenn hafa verið ákærðir fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Faðir konunnar greindi lögreglu frá því að ef fjölskyldan byggi í „einhverju arabalandi“ væri hann búinn að „slátra“ konunni. Ásmundur gerði ákæruna að umtalsefni á Alþingi í gær í dagskrárliðnum störf þingsins, og sagði að fólk með þá lífsskoðun að feðraveldið eigi að drottna yfir lífi fólks sé ný áskorun fyrir samfélagið. „Birtingarmynd þess er fótum troðin réttindi kvenna og hinsegin fólks sem býr við hrottalega meðferð og ógn í lífi sínu,“ segir Ásmundur. Hann geti ekki ímyndað sér hvaða hrottalegu meðferð konur og börn megi þola á heimilum sínum, eins og fram kom í ákærunni sem birt var á Vísi. „Virðulegi forseti. Fyrir átta árum steig ég fram og varaði við fjölgun hælisleitenda í landinu og hvatti til bakgrunnsskoðunar þeirra,“ sagði Ásmundur. „Viðvörunarorðum mínum var afar fálega tekið og ég fordæmdur, jafnvel smáður.“ „Virðulegi forseti. Þetta er bara ein saga sem kemst í dómsmál og fjölmiðla af hælisleitendum sem búa í Reykjanesbæ. Það er ekki langt síðan þingmaður Samfylkingarinnar sagði mig ljúga um ógn sem íbúar Reykjanesbæjar búa við. Þau ósannindi eru eins og ásakanir í minn garð fyrir átta árum; standast enga skoðun, eins og tíminn hefur leitt í ljós,“ sagði Ásmundur, og lauk máli sínu í ræðustól Alþingis. Hann birti ræðuna einnig á Facebook-síðu sinni, þar sem hann sagðist hafa fengið hroll við lestur fréttarinnar á Vísi, og að lesturinn hefði vakið upp óhug. Hann segir mikilvægt að standa vörð um lögregluna og störf hennar. Hælisleitendur Reykjanesbær Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hefði „slátrað“ dóttur sinni byggju þau í „arabalandi“ Átta hafa verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Faðir konunnar greindi lögreglu frá því að ef fjölskyldan byggi í „einhverju arabalandi“ væri hann búinn að „slátra“ dóttur sinni. 31. maí 2024 13:06 „Við útrýmum ekki ofbeldi með hatri“ Ofbeldi gegn konum verður ekki stöðvað með því að ýta undir kynþáttafordóma. Þetta segir palestínsk kona sem óttast að umræða um alvarleg ofbeldisbrot gegn löndu sinni á Íslandi ali á fordómum, frekar en að styðja þolendur og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. 31. maí 2024 22:00 „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Átta Palestínumenn hafa verið ákærðir fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Faðir konunnar greindi lögreglu frá því að ef fjölskyldan byggi í „einhverju arabalandi“ væri hann búinn að „slátra“ konunni. Ásmundur gerði ákæruna að umtalsefni á Alþingi í gær í dagskrárliðnum störf þingsins, og sagði að fólk með þá lífsskoðun að feðraveldið eigi að drottna yfir lífi fólks sé ný áskorun fyrir samfélagið. „Birtingarmynd þess er fótum troðin réttindi kvenna og hinsegin fólks sem býr við hrottalega meðferð og ógn í lífi sínu,“ segir Ásmundur. Hann geti ekki ímyndað sér hvaða hrottalegu meðferð konur og börn megi þola á heimilum sínum, eins og fram kom í ákærunni sem birt var á Vísi. „Virðulegi forseti. Fyrir átta árum steig ég fram og varaði við fjölgun hælisleitenda í landinu og hvatti til bakgrunnsskoðunar þeirra,“ sagði Ásmundur. „Viðvörunarorðum mínum var afar fálega tekið og ég fordæmdur, jafnvel smáður.“ „Virðulegi forseti. Þetta er bara ein saga sem kemst í dómsmál og fjölmiðla af hælisleitendum sem búa í Reykjanesbæ. Það er ekki langt síðan þingmaður Samfylkingarinnar sagði mig ljúga um ógn sem íbúar Reykjanesbæjar búa við. Þau ósannindi eru eins og ásakanir í minn garð fyrir átta árum; standast enga skoðun, eins og tíminn hefur leitt í ljós,“ sagði Ásmundur, og lauk máli sínu í ræðustól Alþingis. Hann birti ræðuna einnig á Facebook-síðu sinni, þar sem hann sagðist hafa fengið hroll við lestur fréttarinnar á Vísi, og að lesturinn hefði vakið upp óhug. Hann segir mikilvægt að standa vörð um lögregluna og störf hennar.
Hælisleitendur Reykjanesbær Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hefði „slátrað“ dóttur sinni byggju þau í „arabalandi“ Átta hafa verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Faðir konunnar greindi lögreglu frá því að ef fjölskyldan byggi í „einhverju arabalandi“ væri hann búinn að „slátra“ dóttur sinni. 31. maí 2024 13:06 „Við útrýmum ekki ofbeldi með hatri“ Ofbeldi gegn konum verður ekki stöðvað með því að ýta undir kynþáttafordóma. Þetta segir palestínsk kona sem óttast að umræða um alvarleg ofbeldisbrot gegn löndu sinni á Íslandi ali á fordómum, frekar en að styðja þolendur og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. 31. maí 2024 22:00 „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Hefði „slátrað“ dóttur sinni byggju þau í „arabalandi“ Átta hafa verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Faðir konunnar greindi lögreglu frá því að ef fjölskyldan byggi í „einhverju arabalandi“ væri hann búinn að „slátra“ dóttur sinni. 31. maí 2024 13:06
„Við útrýmum ekki ofbeldi með hatri“ Ofbeldi gegn konum verður ekki stöðvað með því að ýta undir kynþáttafordóma. Þetta segir palestínsk kona sem óttast að umræða um alvarleg ofbeldisbrot gegn löndu sinni á Íslandi ali á fordómum, frekar en að styðja þolendur og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. 31. maí 2024 22:00
„Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14