Hafa ekki lokið afgreiðslu á kæru í þrjú ár Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. júní 2024 14:38 Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menninga- og viðskiptaráðherra. Vísir/Arnar Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir vinnubrögð menningar- og viðskiptaráðuneytisins en kvartað hefur verið yfir miklum töfum á afgreiðslu mála hjá ráðuneytinu. Ráðuneytið braut gegn málshraðareglu stjórnsýslulaga að mati umboðsmanns. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu umboðsmanns Alþingis en þar er einnig tekið fram að ráðuneytið hafi svarað fyrirspurnum umboðsmanns seint og illa og seinagangurinn því töluverður í ráðuneytinu. Málin sem umboðsmaður vísar til varðar tafir á afgreiðslu ráðuneytisins á stjórnsýslukæru frá miðju ári 2021 og öðru máli frá upphafi síðasta árs. Hefur ráðuneytið því ekki afgreitt umrædda stjórnsýslukæru á þremur árum. Segja annir útskýra seinagang Umboðsmaður Alþingis lauk kvörtun varðandi eldra málið í millitíðinni í ljósi fyriráætlana ráðuneytisins um að úrskurða í því. Áður en umboðsmaður lauk áliti um kvörtunina hafði lögmaður málshefjanda stjórnsýslukærunnar margítrekað kæruna og óskað eftir upplýsingum um stöðu hennar. Í hvert skipti fékk lögmaðurinn þau svör frá ráðuneytinu að niðurstöðu væri að vænta innan skamms. Í málunum tveimur þurfti umboðsmaður síendurtekið að ganga eftir svörum frá ráðuneytinu en ráðuneytið bar fyrir sig að seinagangurinn væri vegna anna og álags. „Að sögn ráðuneytisins eru þessi tvö mál komin í forgang en úrskurðir liggi þó sennilega ekki fyrir fyrr en um mánaðamótin ágúst/september nk,“ segir í tilkynningu umboðsmanns. Í ljósi þessa ítrekar umboðsmaður að samkvæmt málshraðareglu stjórnsýslulaga eigi ákvarðanir að vera teknar svo fljótt sem unnt er. Krefur ráðuneytið um úrbætur „Margra mánaða og jafnvel áralangar óútskýrðar tafir verði ekki réttlættar með vísan til anna og álags,“ segir í tilkynningu og umboðsmaður beinir því til ráðuneytisins að gera ráðstafanir til að bæta úr núverandi fyrirkomulagi. „Óskað er eftir svörum frá ráðuneytinu um hvort ábendingarnar leiði til einhverra viðbragða og þá hverra. Jafnframt að veittar verði upplýsingar um fjölda úrskurða sem það hafi kveðið upp frá 23. apríl 2023 og, sé þeim til að dreifa, hvað líði birtingu þeirra á vef Stjórnarráðsins.“ Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu umboðsmanns Alþingis en þar er einnig tekið fram að ráðuneytið hafi svarað fyrirspurnum umboðsmanns seint og illa og seinagangurinn því töluverður í ráðuneytinu. Málin sem umboðsmaður vísar til varðar tafir á afgreiðslu ráðuneytisins á stjórnsýslukæru frá miðju ári 2021 og öðru máli frá upphafi síðasta árs. Hefur ráðuneytið því ekki afgreitt umrædda stjórnsýslukæru á þremur árum. Segja annir útskýra seinagang Umboðsmaður Alþingis lauk kvörtun varðandi eldra málið í millitíðinni í ljósi fyriráætlana ráðuneytisins um að úrskurða í því. Áður en umboðsmaður lauk áliti um kvörtunina hafði lögmaður málshefjanda stjórnsýslukærunnar margítrekað kæruna og óskað eftir upplýsingum um stöðu hennar. Í hvert skipti fékk lögmaðurinn þau svör frá ráðuneytinu að niðurstöðu væri að vænta innan skamms. Í málunum tveimur þurfti umboðsmaður síendurtekið að ganga eftir svörum frá ráðuneytinu en ráðuneytið bar fyrir sig að seinagangurinn væri vegna anna og álags. „Að sögn ráðuneytisins eru þessi tvö mál komin í forgang en úrskurðir liggi þó sennilega ekki fyrir fyrr en um mánaðamótin ágúst/september nk,“ segir í tilkynningu umboðsmanns. Í ljósi þessa ítrekar umboðsmaður að samkvæmt málshraðareglu stjórnsýslulaga eigi ákvarðanir að vera teknar svo fljótt sem unnt er. Krefur ráðuneytið um úrbætur „Margra mánaða og jafnvel áralangar óútskýrðar tafir verði ekki réttlættar með vísan til anna og álags,“ segir í tilkynningu og umboðsmaður beinir því til ráðuneytisins að gera ráðstafanir til að bæta úr núverandi fyrirkomulagi. „Óskað er eftir svörum frá ráðuneytinu um hvort ábendingarnar leiði til einhverra viðbragða og þá hverra. Jafnframt að veittar verði upplýsingar um fjölda úrskurða sem það hafi kveðið upp frá 23. apríl 2023 og, sé þeim til að dreifa, hvað líði birtingu þeirra á vef Stjórnarráðsins.“
Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira