Fótbolti

Holland hitaði upp fyrir Ís­land með stór­sigri gegn Kanada

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Varamaðurinn Virgil Van Dijk setti fjórða mark Hollendinga.
Varamaðurinn Virgil Van Dijk setti fjórða mark Hollendinga. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images

Holland hóf undirbúning sinn fyrir EM og hitaði upp fyrir slaginn gegn Íslandi með öruggum 4-0 sigri gegn Kanada í kvöld. 

Fyrri hálfleikur bauð upp á lítið fjör en það færðist verulega í aukana í þeim seinni.

Memphis Depay kom heimamönnum Hollands yfir á 50. mínútu eftir flotta fyrirgjöf frá Jeremy Frimpong á hægri kantinum. Frimpong var svo sjálfur á ferðinni sjö mínútum síðar og tvöfaldaði forystuna.

Markmaður Kanada gerðist sekur um slæm mistök þegar hann missti einfalt skot frá sér á 63. mínútu. Wout Weghorst hirti frákastið og potaði boltanum í netið.

Virgil Van Dijk kom inn af bekknum á 72. mínútu og setti fjórða mark Hollendinga skömmu síðar. Markið kom eftir hornspyrnu sem var skölluð fyrir á Van Dijk, markmaður Kanada reyndi að kýla boltann bur ten Van Dijk var fyrri til og skallaði hann yfir línuna.

Holland mætir Íslandi í vináttuleik næsta mánudag, 10. júní, á De Kuip leikvanginum í Feyenoord. Leikurinn verður sýndur beint í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun og útsending hefst 18:15. 


Tengdar fréttir

Meiðslalisti íslenska landsliðsins lengist enn frekar

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur neyðst til þess að gera frekari breytingar á landsliðshópnum fyrir komandi leiki Íslands gegn Englandi og Hollandi. Tveir leikmenn til viðbótar við þá Orra Óskarsson og Willum Þór Willumsson hafa bæst við meiðslalistann. 

Upp­selt á leik Eng­lands og Ís­lands á Wembl­ey

England mætir Íslandi í síðasta vináttulandsleik sínum fyrir Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Leikurinn fer fram á hinum fornfræga Wembley-leikvangi og er uppselt á leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×