Fótbolti

Ís­lenska lands­liðið festist í umferð: „Við nýttum tímann í rútunni til að undir­búa“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Davíð Snorri Jónasson aðstoðarlandsliðsþjálfari mætti seint í viðtal á Wembley.
Davíð Snorri Jónasson aðstoðarlandsliðsþjálfari mætti seint í viðtal á Wembley. Vísir/Hulda Margrét

Íslenska landsliðið festist í mikilli umferð á leið sinni að Wembley leikvanginum fyrir æfingaleik gegn Englandi. 

„Það var bara umferð. Við lögðum af stað samkvæmt ráðleggingum, svo bara var rosalega mikil umferð. En við erum komnir og þetta verður geggjað kvöld,“ segir Davíð Snorri aðstoðarlandsliðsþjálfari. 

Enginn draumundirbúningur en íslenska þjálfarateymið nýtti tímann í umferðinni vel. 

„Ekki undirbúningurinn eins og við ætluðum að hafa hann en við nýttum tímann í rútunni til að undirbúa, allir vissu að við þyrftum að vinna dálítið hratt. Nú þarf bara að fókusa á leikinn og við verðum klárir þegar sparkað verður af stað.“

Leikurinn í kvöld er af stærri gerðinni og ljóst að ógnarsterkur andstæðingur bíður íslenska liðsins. 

„Þetta er bara frábært andrúmsloft. Frábært að geta fengið þennan leik. Hvernig við nálgumst hann er bara að við þurfum að bæta okkur sem lið. Njóta þess að spila vörn, loka millisvæðunum og vísa þeim út á kantana. Njóta þess þegar þeir leita til baka. Sóknarlega þurfum við að fara vel með boltann, staðsetja okkur vel. Rosalega mikið sem við getum fengið úr þessum leik. Við ætlum að búa til gott kvöld saman í kvöld.“

Klippa: Davíð Snorri fyrir leik á Wembley

Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, útsending og upphitun hefst klukkan 18:15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×