„Frábært að koma hingað á mitt annað heimili og skemma partýið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júní 2024 21:38 Jóhann Berg Guðmundsson í góðra manna hópi í leik kvöldsins. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Jóhann Berg Guðmundsson var léttur í bragði eftir sigur 1-0 Íslands gegn Englandi á Wembley í kvöld. Hann segir svona frammistöðu geta skilað Íslandi aftur á stórmót. „Frábær frammistaða hjá okkur, nákvæmlega það sem við vildum. Vissum auðvitað að þeir yrðu mikið með boltann, með frábæra leikmenn en við erum að byggja eitthvað hérna. Gríðarlega svekkjandi [að hafa ekki komist á EM] en með svona frammistöðu erum við að fara ennþá nær því að komast á stórmót. Frábær byrjun að koma á Wembley og vinna,“ sagði Jóhann eftir leik í samtali við Val Pál Eiríksson. Leikur kvöldsins var auðvitað bara æfingaleikur en engu að síður geta svona úrslit og frammistöður fleytt liðinu langt. „Við gleymum því ekki að þetta er æfingaleikur. Við þurfum að taka þessa frammistöðu inn í keppnisleikina. Við sýndum það í dag að við getum spilað frábæran fótbolta og varist gríðarlega vel líka. Það er nákvæmlega það sem við þurfum að gera.“ Þetta eru tveir leikir sem Jóhann hefur spilað við England á sínum ferli. Hann hefur unnið þá báða en bjóst alls ekki við því. „Nei alls ekki. Algjörlega frábært. Draumur okkar allra að spila á móti Englandi á velli eins og Wembley. Að koma hingað og vinna er auðvitað mjög sætt. Tveir leikir og tveir sigrar á móti þeim, það er ekki svo slæmt.“ Jóhann hefur leikið á Englandi mest allan sinn ferill og kallar landið sitt annað heimili. Strax eftir leik fóru skilaboð að berast frá fyrrum liðsfélögum hans í Burnley. „Það er auðvitað byrjað og þeir samgleðjast mér mikið. Mikið af ensku fólki sem sendi mér skilaboð. Það er frábært að koma hingað á mitt annað heimili og skemma partýið.“ Klippa: Jóhann Berg eftir sigurinn gegn Englandi Viðtalið allt við Jóhann má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira
„Frábær frammistaða hjá okkur, nákvæmlega það sem við vildum. Vissum auðvitað að þeir yrðu mikið með boltann, með frábæra leikmenn en við erum að byggja eitthvað hérna. Gríðarlega svekkjandi [að hafa ekki komist á EM] en með svona frammistöðu erum við að fara ennþá nær því að komast á stórmót. Frábær byrjun að koma á Wembley og vinna,“ sagði Jóhann eftir leik í samtali við Val Pál Eiríksson. Leikur kvöldsins var auðvitað bara æfingaleikur en engu að síður geta svona úrslit og frammistöður fleytt liðinu langt. „Við gleymum því ekki að þetta er æfingaleikur. Við þurfum að taka þessa frammistöðu inn í keppnisleikina. Við sýndum það í dag að við getum spilað frábæran fótbolta og varist gríðarlega vel líka. Það er nákvæmlega það sem við þurfum að gera.“ Þetta eru tveir leikir sem Jóhann hefur spilað við England á sínum ferli. Hann hefur unnið þá báða en bjóst alls ekki við því. „Nei alls ekki. Algjörlega frábært. Draumur okkar allra að spila á móti Englandi á velli eins og Wembley. Að koma hingað og vinna er auðvitað mjög sætt. Tveir leikir og tveir sigrar á móti þeim, það er ekki svo slæmt.“ Jóhann hefur leikið á Englandi mest allan sinn ferill og kallar landið sitt annað heimili. Strax eftir leik fóru skilaboð að berast frá fyrrum liðsfélögum hans í Burnley. „Það er auðvitað byrjað og þeir samgleðjast mér mikið. Mikið af ensku fólki sem sendi mér skilaboð. Það er frábært að koma hingað á mitt annað heimili og skemma partýið.“ Klippa: Jóhann Berg eftir sigurinn gegn Englandi Viðtalið allt við Jóhann má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira