Valur Páll Eiríksson skrifar frá Rotterdam
Búast má við hellidembu og þónokkrum vindi í kvöld. Eftir sólríka síðustu tvo daga hittir svo á að það er í raun skítaverður í Rotterdam. Í samtali við Stöð 2 Sport eftir æfingu landsliðsins á vellinum í gær, sem fór fram í skínandi sól, sagðist Hareide ekki óttast.
Tókstu með þér regnkápuna?
„Ég veit það á að rigna en ég held það hræði Íslendinginn ekki,“ sagði Hareide hlægjandi.
Hareide kveðst þá spenntur fyrir verkefninu og vonast eftir svipaðri frammistöðu og gegn Englandi á föstudagskvöldið. Leikurinn geti orðið keimlíkur þar sem Hollendingar sækist einnig eftir því að halda mikið í boltann.
Viðtalið við Hareide í heild má sjá í spilaranum.
Ísland og Holland mætast klukkan 18:45 í kvöld. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.