Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2024 16:54 Ólafur Stephensen segir aðgerðir matvæla- og dómsmálaráðherra ekki eiga heima í lýðræðisríki eins og Íslandi. Vísir/vilhelm Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. Ákæruvald og löggæsla eigi að njóta sjálfstæðis frá löggjafarvaldinu og afskipti af þessu tagi eigi ekki heima í lýðræðisríki eins og Íslandi. „Þetta er gjörsamlega út úr öllu korti. Ákæruvald og löggæsla njóta sjálfstæðis í okkar réttarkerfi og eins og dómsmálaráðuneytið ítrekaði í dag eiga afskipti af þessu tagi ekki heima í okkar lýðræðiskerfi og réttarríki. Þetta er bara eins og hlutirnir gerast í ríkjum sem skora miklu lægra á lýðræðisskalanum heldur en við. Þetta bara á ekki að eiga sér stað,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Starfsemi sem er ráðherrunum ekki pólitískt þóknanleg Ólafur segir ráðherrana vera búna að missa sjónar af hlutverki sínu og að afskiptin séu til komin vegna þess að starfsemi umræddra fyrirtækja, það er að segja fyrirtækja á sviði hvalveiða og netsölu áfengis, sé ráðherrunum ekki pólitískt þóknanleg. „Ef þetta eiga að verða einhver fordæmi fyrir það hvernig stjórnmálamenn ganga fram gagnvart fyrirtækjum sem eru í starfsemi sem er þeim ekki pólitískt þóknanleg, þá eigum við að hafa mjög miklar og alvarlegar áhyggjur,“ segir Ólafur. Ólafur skrifaði einnig grein sem birt var í dag á Vísi þar sem hann gerði grein fyrir afstöðu sinni og félagsins. „Jafnvel þótt við séum bæði á móti hvalveiðum og netsölu á áfengi, getum við ekki leyft gerræðinu að ráða og ýtt reglum réttarríkisins til hliðar. Meira að segja fólk, sem hafa verið fengin jafnmikil völd og ráðherrarnir hafa, verður að sæta því að ná fram pólitískum markmiðum á lögmætum forsendum,“ skrifar hann meðal annars. Ráðherrarnir misnoti vald sitt Hann segir ráðherrana misnota vald sitt til að spilla rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja þegar þau eru þegar hvort um sig í stöðu til að leggja fram frumvörp til laga, hugnist þeim ekki téð starfsemi. „Ef þau treysta sér ekki til þess pólitískt þá eiga þau bara að gjöra svo vel að starfa innan ramma réttarríkissins að öðru leyti og hvorugt þeirra er að gera það,“ segir Ólafur. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Ákæruvald og löggæsla eigi að njóta sjálfstæðis frá löggjafarvaldinu og afskipti af þessu tagi eigi ekki heima í lýðræðisríki eins og Íslandi. „Þetta er gjörsamlega út úr öllu korti. Ákæruvald og löggæsla njóta sjálfstæðis í okkar réttarkerfi og eins og dómsmálaráðuneytið ítrekaði í dag eiga afskipti af þessu tagi ekki heima í okkar lýðræðiskerfi og réttarríki. Þetta er bara eins og hlutirnir gerast í ríkjum sem skora miklu lægra á lýðræðisskalanum heldur en við. Þetta bara á ekki að eiga sér stað,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Starfsemi sem er ráðherrunum ekki pólitískt þóknanleg Ólafur segir ráðherrana vera búna að missa sjónar af hlutverki sínu og að afskiptin séu til komin vegna þess að starfsemi umræddra fyrirtækja, það er að segja fyrirtækja á sviði hvalveiða og netsölu áfengis, sé ráðherrunum ekki pólitískt þóknanleg. „Ef þetta eiga að verða einhver fordæmi fyrir það hvernig stjórnmálamenn ganga fram gagnvart fyrirtækjum sem eru í starfsemi sem er þeim ekki pólitískt þóknanleg, þá eigum við að hafa mjög miklar og alvarlegar áhyggjur,“ segir Ólafur. Ólafur skrifaði einnig grein sem birt var í dag á Vísi þar sem hann gerði grein fyrir afstöðu sinni og félagsins. „Jafnvel þótt við séum bæði á móti hvalveiðum og netsölu á áfengi, getum við ekki leyft gerræðinu að ráða og ýtt reglum réttarríkisins til hliðar. Meira að segja fólk, sem hafa verið fengin jafnmikil völd og ráðherrarnir hafa, verður að sæta því að ná fram pólitískum markmiðum á lögmætum forsendum,“ skrifar hann meðal annars. Ráðherrarnir misnoti vald sitt Hann segir ráðherrana misnota vald sitt til að spilla rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja þegar þau eru þegar hvort um sig í stöðu til að leggja fram frumvörp til laga, hugnist þeim ekki téð starfsemi. „Ef þau treysta sér ekki til þess pólitískt þá eiga þau bara að gjöra svo vel að starfa innan ramma réttarríkissins að öðru leyti og hvorugt þeirra er að gera það,“ segir Ólafur.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira