Mikilvægt að ómenningu sé ekki sýnt umburðarlyndi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. júní 2024 10:54 Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra varðandi heiðurstengt ofbeldi og umfang þess á Íslandi. Hún segir tilefnið vera ljótt mál um ofbeldi innan palestínskrar fjölskyldu á Suðurnesjum sem virðist vera heiðurstengt. Diljá segir slíkt ofbeldi vera Íslendingum sem betur fer framandi en að heiðursofbeldi tíðkist víðs vegar um heiminn og hafi meðal annars borist til Norðurlandanna með innflytjendum. „Þetta er auðvitað ofbeldi sem er okkur mjög framandi hér. Þetta er alveg hryllileg ómenning í sumum heimshlutum sem hefur borist með innflytjendum meðal annars til Norðurlandanna og hefur verið að koma upp alvarlegt heiðurstengt ofbeldi,“ segir Diljá í samtali við fréttastofu. Spyr hvort ráðherra hyggist grípa til aðgerða Hún segir Ísland mjög oft einhverjum árum á eftir Norðurlöndunum í slíkri þróun. „Við erum mjög oft á eftir Norðurlöndunum þegar kemur að ýmis konar þróun. Ég hef meðal annars verið að taka up kynfæralimlestingar sem við ákváðum að innleiða hérna í hegningarlög út af þróuninni á Norðurlöndunum til að bregðast við tilvikum sem voru þá þegar að koma upp,“ segir Diljá. Fyrirspurnin felur þrjár spurningar til Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Diljá spyr hvort ráðherrann hafi upplýsingar um það hvort heiðurstengt ofbeldi hafi komið upp á Íslandi og hvert sé umfang þess. Þá spyr hún hvaða ákvæði hegningarlaga nái til heiðursofbeldis og hvort ráðherra telji að þau séu fullnægjandi. Að lokum spyr hún hvort ráðherra hyggist grípa til aðgerða til að vinna gegn heiðursofbeldi og ef svo er hvaða aðgerða. Eigum í fullu fangi með eigin ofbeldismenn Diljá óskar eftir munnlegu svari og hún segist hafa kosið það form á fyrirspurninni til þess að skapast geti umræða á þinginu um málefnið. Hún segir mikilvægt að málinu sé lyft upp og að vakin sé athygli á því. „Við eigum í fullu fangi með okkar ofbeldismenn hér og það er rosalega mikilvægt að við sendum skýr skilaboð um að sömu lög og reglur gildi um alla og að við séum ekki að fara að sýna einhverjum svona viðbjóðshefðum og ómenningu eitthvað umburðarlyndi,“ segir Diljá. Aðspurð hvort hún telji líklegt að fyrirspurnin fái umræðu á þingi segist Diljá vera vongóð. Ekki sjái fyrir endann á þessu þingi. „Maður sér fram á að eyða sumrinu hérna hvort sem er,“ segir Diljá. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir „Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum? Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. 27. janúar 2021 08:30 Segir íbúa Reykjanesbæjar búa við ógn vegna fjölda hælisleitenda Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það veki óhug að lesa fréttir eins og þá sem birtist á Vísi í vikunni um átta Palestínumenn sem ákærðir hafa verið fyrir líkamsárásir gegn konu. Hann segir íbúa í Reykjanesbæ búa við ógn af hælisleitendum sem þar búa. 5. júní 2024 22:36 „Heiðurstengt ofbeldi er ekki okkar stærsta vandamál“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir mál sem tengjast heiðurstengdu ofbeldi afar alvarleg, en einnig mjög fá. Greint var frá því fyrr í dag að átta hefðu verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. 31. maí 2024 15:05 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Diljá segir slíkt ofbeldi vera Íslendingum sem betur fer framandi en að heiðursofbeldi tíðkist víðs vegar um heiminn og hafi meðal annars borist til Norðurlandanna með innflytjendum. „Þetta er auðvitað ofbeldi sem er okkur mjög framandi hér. Þetta er alveg hryllileg ómenning í sumum heimshlutum sem hefur borist með innflytjendum meðal annars til Norðurlandanna og hefur verið að koma upp alvarlegt heiðurstengt ofbeldi,“ segir Diljá í samtali við fréttastofu. Spyr hvort ráðherra hyggist grípa til aðgerða Hún segir Ísland mjög oft einhverjum árum á eftir Norðurlöndunum í slíkri þróun. „Við erum mjög oft á eftir Norðurlöndunum þegar kemur að ýmis konar þróun. Ég hef meðal annars verið að taka up kynfæralimlestingar sem við ákváðum að innleiða hérna í hegningarlög út af þróuninni á Norðurlöndunum til að bregðast við tilvikum sem voru þá þegar að koma upp,“ segir Diljá. Fyrirspurnin felur þrjár spurningar til Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Diljá spyr hvort ráðherrann hafi upplýsingar um það hvort heiðurstengt ofbeldi hafi komið upp á Íslandi og hvert sé umfang þess. Þá spyr hún hvaða ákvæði hegningarlaga nái til heiðursofbeldis og hvort ráðherra telji að þau séu fullnægjandi. Að lokum spyr hún hvort ráðherra hyggist grípa til aðgerða til að vinna gegn heiðursofbeldi og ef svo er hvaða aðgerða. Eigum í fullu fangi með eigin ofbeldismenn Diljá óskar eftir munnlegu svari og hún segist hafa kosið það form á fyrirspurninni til þess að skapast geti umræða á þinginu um málefnið. Hún segir mikilvægt að málinu sé lyft upp og að vakin sé athygli á því. „Við eigum í fullu fangi með okkar ofbeldismenn hér og það er rosalega mikilvægt að við sendum skýr skilaboð um að sömu lög og reglur gildi um alla og að við séum ekki að fara að sýna einhverjum svona viðbjóðshefðum og ómenningu eitthvað umburðarlyndi,“ segir Diljá. Aðspurð hvort hún telji líklegt að fyrirspurnin fái umræðu á þingi segist Diljá vera vongóð. Ekki sjái fyrir endann á þessu þingi. „Maður sér fram á að eyða sumrinu hérna hvort sem er,“ segir Diljá.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir „Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum? Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. 27. janúar 2021 08:30 Segir íbúa Reykjanesbæjar búa við ógn vegna fjölda hælisleitenda Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það veki óhug að lesa fréttir eins og þá sem birtist á Vísi í vikunni um átta Palestínumenn sem ákærðir hafa verið fyrir líkamsárásir gegn konu. Hann segir íbúa í Reykjanesbæ búa við ógn af hælisleitendum sem þar búa. 5. júní 2024 22:36 „Heiðurstengt ofbeldi er ekki okkar stærsta vandamál“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir mál sem tengjast heiðurstengdu ofbeldi afar alvarleg, en einnig mjög fá. Greint var frá því fyrr í dag að átta hefðu verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. 31. maí 2024 15:05 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
„Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum? Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. 27. janúar 2021 08:30
Segir íbúa Reykjanesbæjar búa við ógn vegna fjölda hælisleitenda Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það veki óhug að lesa fréttir eins og þá sem birtist á Vísi í vikunni um átta Palestínumenn sem ákærðir hafa verið fyrir líkamsárásir gegn konu. Hann segir íbúa í Reykjanesbæ búa við ógn af hælisleitendum sem þar búa. 5. júní 2024 22:36
„Heiðurstengt ofbeldi er ekki okkar stærsta vandamál“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir mál sem tengjast heiðurstengdu ofbeldi afar alvarleg, en einnig mjög fá. Greint var frá því fyrr í dag að átta hefðu verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. 31. maí 2024 15:05