Grunur um mansal á Gríska húsinu Lovísa Arnardóttir og Árni Sæberg skrifa 13. júní 2024 15:52 Lögregla ræddi við mögulega þolendur og lagði hald á muni og gögn. Vísir/Sigurjón Þrír voru handteknir í aðgerð lögreglunnar við Gríska húsið á Laugavegi fyrr í dag. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild lögreglunnar segir aðgerðir lögreglunnar tengjast gruni um vinnumansal á staðnum. Með lögreglu var starfsmaður Skattsins. Fram kom í fréttum fyrr í dag að minnst fimm lögreglumenn hafi verið að störfum við og inni á veitingastaðnum ásamt fíkniefnaleitarhundi. Einnig hafi verið á staðnum fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Tollgæslunnar á svæðinu. „Við erum enn að vinna málið. Við erum að fylgja eftir grun um að það kunni að vera þolendur mansals,“ segir Grímur og að það sé þá tengt vinnumansali. „Það fór með okkur starfsmaður frá Skattinum. Við erum að fylgja eftir ábendingu sem við fengum þaðan þar að lútandi.“ Buðu mögulegum þolendum aðstoð Grímur segir fjölmennt lið lögreglu hafa þurft á staðinn vegna þess að bæði hafi lögregla lagt hald ýmsa hluti á vettvangi en einnig hafi þurft að ræða við mögulega þolendur mansals til að bjóða þeim aðstoð. „Til að kanna hvort að þeir sem að grunur leikur á að séu þolendur mansals vilji þiggja einhverja aðstoð, sem slíkir. Það er ekki alltaf sem það er. Þó okkur gruni einhvers konar undirboð.“ Gríska húsið er veitingastaður sem hefur verið rekinn við Laugaveg 35 í nokkur ár. Zakaria Handawi er skráður eigandi fyrirtækisins á vef Skattsins. Fimm staðir án leyfis Í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þrír hafi verið handteknir í aðgerðum lögreglu í dag og rannsókn lúti meðal annars að því að því að kanna hlut hvers og eins í málinu. Þar segir einnig frá því að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Skatturinn hafi nýverið farið í sameiginlegt eftirlit á rúmlega tuttugu matsölustaði í umdæminu til að kanna hvort öll tilskilin leyfi væru þar fyrir hendi, bæði er varðar reksturinn og starfsmenn. Svo hafi reynst vera í flestum tilvikum, en fjórir staðir hafi þó verið án starfsleyfis og einn án smásöluleyfis. Tveir starfsmenn hafi jafnframt reynst ekki hafa réttindi til vinnu hérlendis. Við eftirlitið hafi einnig komið í ljós að allmargir starfsmenn voru ekki á launaskrá. Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning lögreglu barst. Veitingastaðir Lögreglumál Mansal Reykjavík Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Fram kom í fréttum fyrr í dag að minnst fimm lögreglumenn hafi verið að störfum við og inni á veitingastaðnum ásamt fíkniefnaleitarhundi. Einnig hafi verið á staðnum fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Tollgæslunnar á svæðinu. „Við erum enn að vinna málið. Við erum að fylgja eftir grun um að það kunni að vera þolendur mansals,“ segir Grímur og að það sé þá tengt vinnumansali. „Það fór með okkur starfsmaður frá Skattinum. Við erum að fylgja eftir ábendingu sem við fengum þaðan þar að lútandi.“ Buðu mögulegum þolendum aðstoð Grímur segir fjölmennt lið lögreglu hafa þurft á staðinn vegna þess að bæði hafi lögregla lagt hald ýmsa hluti á vettvangi en einnig hafi þurft að ræða við mögulega þolendur mansals til að bjóða þeim aðstoð. „Til að kanna hvort að þeir sem að grunur leikur á að séu þolendur mansals vilji þiggja einhverja aðstoð, sem slíkir. Það er ekki alltaf sem það er. Þó okkur gruni einhvers konar undirboð.“ Gríska húsið er veitingastaður sem hefur verið rekinn við Laugaveg 35 í nokkur ár. Zakaria Handawi er skráður eigandi fyrirtækisins á vef Skattsins. Fimm staðir án leyfis Í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þrír hafi verið handteknir í aðgerðum lögreglu í dag og rannsókn lúti meðal annars að því að því að kanna hlut hvers og eins í málinu. Þar segir einnig frá því að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Skatturinn hafi nýverið farið í sameiginlegt eftirlit á rúmlega tuttugu matsölustaði í umdæminu til að kanna hvort öll tilskilin leyfi væru þar fyrir hendi, bæði er varðar reksturinn og starfsmenn. Svo hafi reynst vera í flestum tilvikum, en fjórir staðir hafi þó verið án starfsleyfis og einn án smásöluleyfis. Tveir starfsmenn hafi jafnframt reynst ekki hafa réttindi til vinnu hérlendis. Við eftirlitið hafi einnig komið í ljós að allmargir starfsmenn voru ekki á launaskrá. Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning lögreglu barst.
Veitingastaðir Lögreglumál Mansal Reykjavík Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira