Fótbolti

Barcelona tók titlafernu og fór taplaust í gegnum tíma­bilið

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Meistaradeildin, spænska úrvalsdeildin, spænski bikarinn og ofurbikarinn. Allt í eigu FC Barcelona.
Meistaradeildin, spænska úrvalsdeildin, spænski bikarinn og ofurbikarinn. Allt í eigu FC Barcelona. Robert Bonet/NurPhoto via Getty Images

Kvennalið Barcelona á Spáni fór taplaust í gegnum tímabilið og vann allar fjórar keppnirnar sem þær tóku þátt í; spænsku úrvalsdeildina bikarinn og ofurbikarinn ásamt Meistaradeild Evrópu. 

Liðið vann 29 af 30 leikjum sínum á tímabilinu og gerði eitt jafntefli. Það skoraði 137 mörk, 4,57 mörk að meðaltali í leik, og fékk aðeins tíu mörk á sig.

Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalið Barcelona vinnur fernuna.

Þjálfari liðsins, Jonatan Giráldez, tilkynnti fyrr á tímabilinu að hann myndi láta af störfum eftir lokaleik tímabilsins sem fór fram í dag, 3-0 sigur gegn Valencia.

Hver tekur við liðinu er óvíst en fyrir stuttu var tilkynnt að Alexia Putellas myndi leika með liðinu næstu tvö árin en hún er nýsnúin aftur úr meiðslum.

Kollegi hennar á miðjunni, Aitana Bonmati, lék afrek Putellas eftir á tímabilinu þegar hún sópaði til sín öllum mögulegum einstaklingsverðlaunum.


Tengdar fréttir

Bon­mati besta knatt­spyrnu­kona heims

Hin 25 ára gamla Aitana Bonmatí er besta knattspyrnu heims árið 2023 að mati France Football, tímaritinu sem gefur Gullboltann (Ballon d‘Or) ár hvert. Þá var félagslið Bonmati, Barcelona, valið lið ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×