Oddviti Garðarbæjarlistans hættir í Samfylkingunni Jón Þór Stefánsson skrifar 16. júní 2024 17:42 Þorbjörg Þorvaldsdóttir mun halda áfram sem oddviti Garðarbæjarlistans. Vísir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðarbæ, hefur sagt sig úr Samfylkingunni vegna áherslu flokksins í útlendingamálum. Kornið sem virðist hafa fyllt mælinn hjá Þorbjörgu var að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi setið hjá þegar kosið var um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra í vikunni. Þorbjörg er oddviti Garðarbæjarlistans, sem er sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata í Garðarbæ. Hún segist ætla að halda áfram sem oddviti listans óháð. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Þorbjargar. „Samfylkingin er í stjórnarandstöðu, segist draga línu í sandinn þegar kemur að fjölskyldusameiningum - en er samt ekki á rauðu við atkvæðagreiðsluna? Hver er tilgangurinn með því að standa ekki með jaðarsettasta fólkinu á Íslandi?“ spyr hún í færslu sinni. Að sögn Þorbjargar kemur afgreiðsla Samfylkingarinnar í kjölfar langrar þagnar um mannréttindamál og skrýtinna ummæla forystu flokksins um útlendingamál. Hún segist skynja aukna þjóðernishyggju í framsetningu flokksins. Þá segir hún ræður Samfylkingarfólks vera farnar að hljóma eins og „Miðflokkurinn hafi skrifað þær“. „Mér er það orðið algjörlega ljóst að fólk með mínar áherslur mun ekki fá svigrúm til þess að hafa áhrif innan flokksins á næstu misserum og satt best að segja vil ég ekki láta bendla mig lengur við flokk sem finnst í lagi að gera aðstæður flóttafólks á Íslandi ennþá ömurlegri en orðið er - og koma beinlínis í veg fyrir að fólkið sem ég tek stundum á móti í vinnunni fái tækifæri til þess að leita betra lífs,“ segir Þorbjörg. „Ég hef ekki lengur áhuga á því að hlusta á flokksfélaga mína réttlæta þessa stefnubreytingu og segja mér að hún hafi ekki orðið. En staðan er greinilega sú að það virðist vera orðið of róttækt fyrir Samfylkinguna að tala skýrt fyrir mannréttindum. Það hefði verið svo auðvelt að halda þeim á lofti samhliða öllu hinu, því mannleg reisn og meðvitund um að fólk býr við mismunandi aðstæður og tækifæri kemur við sögu í öllum málaflokkum. Ég er þess fullviss að Samfylkingin er að gera reginmistök.“ Þorbjörg segist ekki lengur treysta Samfylkingunni fyrir sínum hjartans málum í pólitík. „Ég ákvað þess vegna hér í blíðunni á Ítalíu að segja mig úr flokknum. Ég mun halda áfram sem oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar, óháð, enda erum við þverpólitískt félagshyggjuframboð. Ég óska vinum mínum og samstarfsfélögum í Samfylkingunni alls hins besta.“ Samfylkingin Garðabær Alþingi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Þorbjörg er oddviti Garðarbæjarlistans, sem er sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata í Garðarbæ. Hún segist ætla að halda áfram sem oddviti listans óháð. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Þorbjargar. „Samfylkingin er í stjórnarandstöðu, segist draga línu í sandinn þegar kemur að fjölskyldusameiningum - en er samt ekki á rauðu við atkvæðagreiðsluna? Hver er tilgangurinn með því að standa ekki með jaðarsettasta fólkinu á Íslandi?“ spyr hún í færslu sinni. Að sögn Þorbjargar kemur afgreiðsla Samfylkingarinnar í kjölfar langrar þagnar um mannréttindamál og skrýtinna ummæla forystu flokksins um útlendingamál. Hún segist skynja aukna þjóðernishyggju í framsetningu flokksins. Þá segir hún ræður Samfylkingarfólks vera farnar að hljóma eins og „Miðflokkurinn hafi skrifað þær“. „Mér er það orðið algjörlega ljóst að fólk með mínar áherslur mun ekki fá svigrúm til þess að hafa áhrif innan flokksins á næstu misserum og satt best að segja vil ég ekki láta bendla mig lengur við flokk sem finnst í lagi að gera aðstæður flóttafólks á Íslandi ennþá ömurlegri en orðið er - og koma beinlínis í veg fyrir að fólkið sem ég tek stundum á móti í vinnunni fái tækifæri til þess að leita betra lífs,“ segir Þorbjörg. „Ég hef ekki lengur áhuga á því að hlusta á flokksfélaga mína réttlæta þessa stefnubreytingu og segja mér að hún hafi ekki orðið. En staðan er greinilega sú að það virðist vera orðið of róttækt fyrir Samfylkinguna að tala skýrt fyrir mannréttindum. Það hefði verið svo auðvelt að halda þeim á lofti samhliða öllu hinu, því mannleg reisn og meðvitund um að fólk býr við mismunandi aðstæður og tækifæri kemur við sögu í öllum málaflokkum. Ég er þess fullviss að Samfylkingin er að gera reginmistök.“ Þorbjörg segist ekki lengur treysta Samfylkingunni fyrir sínum hjartans málum í pólitík. „Ég ákvað þess vegna hér í blíðunni á Ítalíu að segja mig úr flokknum. Ég mun halda áfram sem oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar, óháð, enda erum við þverpólitískt félagshyggjuframboð. Ég óska vinum mínum og samstarfsfélögum í Samfylkingunni alls hins besta.“
Samfylkingin Garðabær Alþingi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira