AP hefur þetta eftir embættismönnum í Ísrael. Búist er við að Netanjahú fundi í dag með nokkrum ráðherrum um framhaldið, þar á meðal Yoav Gallant og Ron Dermer, en þeir sátu báðir í stríðsráðinu.
Tveir ráðherrar í ríkisstjórnarsamstarfi Netanjahús, Bezalel Smotrich fjármálaráðherra og Itamar Ben-Gvir þjóðaröryggisráðherra hafa krafið Netanjahú um sæti í stríðsráðinu.
Stríðsráðið var myndað þegar Benny Gantz gekk í ríkisstjórn Netanjahús eftir að hann lýsti yfir stríði í október í fyrra. Auk Gantz sátu meðal annars Gadi Eisenkot flokksbróðir hans og Aryeh Deri formaður trúarflokksins Shas, í ráðinu.
Gantz og Eisenknot hættu báðir í þjóðstjórninni í síðustu viku og gáfu þær skýringar að Netanjahú hefði mistekist í að mynda hernaðaráætlun fyrir stríðið á Gasa.