Innlent

Tæp­lega fimm­tíu leigu­bíl­stjórar eiga von á kæru

Lovísa Arnardóttir skrifar
Ekki kemur fram í tilkynningunni hvar leigubílstjórarnir starfa.
Ekki kemur fram í tilkynningunni hvar leigubílstjórarnir starfa. Vísir/Vilhelm

Alls eiga nú 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru vegna grunsemda um brot. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði um helgina með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra. Niðurstaðan var sú að í nærri helmingi tilfella voru gerðar athugasemdir. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar kemur einnig fram að af þeim 48 sem eiga yfir höfði sér kæru hafa 32 verið boðaðir til að mæta með ökutæki sín í skoðun á nýjan leik.

„Leigubílstjórar eru minntir á að eftirlitið heldur áfram. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut aðstoðar lögreglumanna frá lögregluliðunum á Vesturlandi og Suðurlandi við þetta eftirlit um helgina, auk þess sem fulltrúar frá Skattinum og Samgöngustofu voru með í för,“ segir enn fremur í tilkynningu lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×