Innlent

Fimm leigu­bíl­stjórar stöðvaðir og boðaðir í skýrslu­töku

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla greinir ekki frá því hvers vegna bílstjórarnir hafa verið boðaðir í skýrslutöku.
Lögregla greinir ekki frá því hvers vegna bílstjórarnir hafa verið boðaðir í skýrslutöku. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fimm leigubílstjórum í nótt sem hafa verið boðaðir í frekari skýrslutöku. Frá þessu er greint í yfirliti yfir verkefni næturinnar.

Lögregla var um helgina með sérstakt eftirlit með leigubílstjórum.

Manni í annarlegu ástandi var vísað úr verslun í miðborginni og þá var tilkynnt um innbrot og þjófnað í bifreið í Vesturbænum. Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í geymslu í Hafnarfirði og sömuleiðis þjófnað úr verslun.

Einn var handtekinn í Garðabæ grunaður um sölu fíkniefna og þá var ökumaður stöðvaður á 140 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Sá er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.

Tilkynningar bárust um þrjú umferðarslys en í einu þeirra urðu minniháttar meiðsl á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×