Þetta staðfestir Páll Kristjánsson, formaður KR, í viðtali við Fótbolti.net. Ljóst er að Pálmi Rafn Pálmason, aðstoðarþjálfari liðsins, mun stýra KR þegar það heimsækir Íslandsmeistara Víkings á sunnudag.

Páll segir KR vera með stórt teymi í kringum liðið en Pálmi Rafn sjálfur þurfi að meta hvort það komi einhver nýr inn í teymið.
„Auðvitað þurfum við að flýta okkur, en við flýtum okkur hægt,“ sagði Páll um leit KR að nýjum þjálfara.
Óskar Hrafn Þorvaldsson tók nýverið við störfum innan knattspyrnudeildar KR en hann hefur gefið út að hann hafi ekki áhuga á því að þjálfa meistaraflokk á næstunni.
„Það var engin pressa eða umræða um hann. Hann hefur ekki verið inn í myndinni núna til að taka við liðinu, þess vegna er Pálmi Rafn kallaður út,“ sagði Páll að endingu í viðtali sínu við Fótbolti.net.