Fótbolti

Belgar á toppinn í jöfnum E-riðli

Siggeir Ævarsson skrifar
Kevin De Bruyne fagnar marki sínu sem innsiglaði sigurinn
Kevin De Bruyne fagnar marki sínu sem innsiglaði sigurinn vísir/Getty

Belgía var með bakið upp við vegg eftir slæmt tap í fyrsta leik en liðið vann góðan 2-0 sigur á Rúmeníu í kvöld og er komið á topp E-riðils. 

Belgía var með bakið upp við vegg eftir slæmt tap í fyrsta leik en liðið vann góðan 2-0 sigur á Rúmeníu í kvöld og er komið á topp E-riðils.

Belgar höfðu töluverða yfirburði í leiknum í kvöld og fengu fjölmörg færi til að gera út um hann. Þeir fengu sannkallaða draumabyrjun þegar Youri Tielemans skoraði á 2. mínútu eftir góðan undirbúning frá Romelu Lukaku.

Lukaku kom Belgíu svo í 2-0 á 64. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Við nánari skoðun var stóra táin á Lukaku fyrir innan og markið fékk því ekki að standa en þetta var þriðja markið sem dæmt er af Lukaku á mótinu.

Þetta atvik kom þó ekki að sök þar sem Kevin De Bruyne innsiglaði sigur Belgíu á 79. mínútu.

Belgar gerðu fjórar breytingar á sínu liði frá síðasta leik og skiptu um leikkerfi og það bar árangur. Belgíu er nú í efsta sæti E-riðils en öll liðin eru með þrjú stig eftir tvo leiki.

Í lokaumferð riðilsins mætast annars vegar Belgía og Úkraína og hins vegar Slóvakía og Rúmenía en lokaumferðin fer fram á miðvikudaginn, 26. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×