Tindastóll vann góðan sigur í Keflavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2024 20:30 Tindastóll vann góðan sigur. Vísir/Anton Brink Tindastóll vann 2-0 útisigur á Keflavík í 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Jordyn Rhodes skoraði bæði mörk Tindastóls í leiknum. Fyrir leikinn var Tindastóll í 7. sæti með 7 stig og Keflavík sæti neðar með 6 stig. Því mátti búast við hörkuleik. Það höfðu ekki mörk færi litið dagsins ljós þegar Rhodes kom gestunum frá Sauðárkrók yfir eftir hornspyrnu. Rhodes [nr. 30] skoraði bæði mörk Tindastóls.Vísir/Anton Brink Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 0-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Ræða Jonathan Glenn, þjálfara Keflavíkur, virðist ekki hafa kveikt eldur undir hans liði sem átti undir högg að sækja framan af síðari hálfleik. Á endanum gulltryggði Rhodes sigurinn með öðru marki sínu eftir að Keflavík hafði lagt allt kapp á að jafna leikinn. Rhodes slapp ein í gegn og kláraði af yfirvegun, lokatölur 0-2. Stólarnir stökkva þar með upp í 6. sætið með 10 stig á meðan Keflavík er komið í fallsæti ásamt Fylki. „Virkilega ánægjulegt að sjá það loksins detta“ Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni.Vísir/Anton Brink „Gríðarlega ánægður. Ótrúlega ánægður með stelpurnar og frábært vinnuframlag og spiluðum boltanum vel, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls eftir leikinn. „Keflavík breytti aðeins hjá sér skipurlaginu í seinni hálfleik og það kom örlítið flatt upp á okkur. Tók smá tíma að átta sig. Við náðum svo að nýta svæðin sem sköpuðust þegar þær svo færðu sig framar, eðlilega til þess að jafna og ég var mjög ánægður með seinna markið.“ „Ég var kannski sérstaklega ánægður með fyrra markið þegar við erum ekki búnar að skora eitt úr föstu leikatriði og það var virkilega ánægjulegt að það skyldi detta að lokum núna þar.“ Aðspurður um hvað það hafi verið sem hafi skilið liðin af vildi Halldór Jón [Donni] meina að mögulega hefðu gæðin sóknarlega verið meiri hjá sínum konum. „Kannski gæði okkar á sóknarhelmingi. Við náðum að skora þessi mörk sem að skildi liðin að. Keflavík er bara hörku flott lið og erfitt fyrir okkur að spila á grasinu, það er aðeins öðruvísi. Við æfum ekki á grasi og spilum ekki á grasi og höfum ekki spilað á grasi í sumar svo við vorum í smá tíma að átta okkur aðeins á því.“ „Heilt yfir fannst mér þetta bara góður leikur. Vel spilaður leikur og sérstaklega fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikurinn var alveg ágætur og bara á pari. Heildar frammistaðan góð.“ Tindastóll er nýbúið að endurheimta heimavöllinn sinn eftir að gert hafi verið við vatnsskemmdir á vellinum á Sauðárkróki og eiga því heimavöllinn að verja fyrir seinni hlutan í sumar. „Vonandi verður það bara alveg geggjað. Við viljum spila heima eins mikið heima og hægt er, eðlilega fyrir framan okkar frábæru stuðningsmenn og við erum mjög spennt að fara aftur að spila heima,“ sagði Donni að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Fyrir leikinn var Tindastóll í 7. sæti með 7 stig og Keflavík sæti neðar með 6 stig. Því mátti búast við hörkuleik. Það höfðu ekki mörk færi litið dagsins ljós þegar Rhodes kom gestunum frá Sauðárkrók yfir eftir hornspyrnu. Rhodes [nr. 30] skoraði bæði mörk Tindastóls.Vísir/Anton Brink Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 0-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Ræða Jonathan Glenn, þjálfara Keflavíkur, virðist ekki hafa kveikt eldur undir hans liði sem átti undir högg að sækja framan af síðari hálfleik. Á endanum gulltryggði Rhodes sigurinn með öðru marki sínu eftir að Keflavík hafði lagt allt kapp á að jafna leikinn. Rhodes slapp ein í gegn og kláraði af yfirvegun, lokatölur 0-2. Stólarnir stökkva þar með upp í 6. sætið með 10 stig á meðan Keflavík er komið í fallsæti ásamt Fylki. „Virkilega ánægjulegt að sjá það loksins detta“ Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni.Vísir/Anton Brink „Gríðarlega ánægður. Ótrúlega ánægður með stelpurnar og frábært vinnuframlag og spiluðum boltanum vel, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls eftir leikinn. „Keflavík breytti aðeins hjá sér skipurlaginu í seinni hálfleik og það kom örlítið flatt upp á okkur. Tók smá tíma að átta sig. Við náðum svo að nýta svæðin sem sköpuðust þegar þær svo færðu sig framar, eðlilega til þess að jafna og ég var mjög ánægður með seinna markið.“ „Ég var kannski sérstaklega ánægður með fyrra markið þegar við erum ekki búnar að skora eitt úr föstu leikatriði og það var virkilega ánægjulegt að það skyldi detta að lokum núna þar.“ Aðspurður um hvað það hafi verið sem hafi skilið liðin af vildi Halldór Jón [Donni] meina að mögulega hefðu gæðin sóknarlega verið meiri hjá sínum konum. „Kannski gæði okkar á sóknarhelmingi. Við náðum að skora þessi mörk sem að skildi liðin að. Keflavík er bara hörku flott lið og erfitt fyrir okkur að spila á grasinu, það er aðeins öðruvísi. Við æfum ekki á grasi og spilum ekki á grasi og höfum ekki spilað á grasi í sumar svo við vorum í smá tíma að átta okkur aðeins á því.“ „Heilt yfir fannst mér þetta bara góður leikur. Vel spilaður leikur og sérstaklega fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikurinn var alveg ágætur og bara á pari. Heildar frammistaðan góð.“ Tindastóll er nýbúið að endurheimta heimavöllinn sinn eftir að gert hafi verið við vatnsskemmdir á vellinum á Sauðárkróki og eiga því heimavöllinn að verja fyrir seinni hlutan í sumar. „Vonandi verður það bara alveg geggjað. Við viljum spila heima eins mikið heima og hægt er, eðlilega fyrir framan okkar frábæru stuðningsmenn og við erum mjög spennt að fara aftur að spila heima,“ sagði Donni að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira