Tindastóll vann góðan sigur í Keflavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2024 20:30 Tindastóll vann góðan sigur. Vísir/Anton Brink Tindastóll vann 2-0 útisigur á Keflavík í 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Jordyn Rhodes skoraði bæði mörk Tindastóls í leiknum. Fyrir leikinn var Tindastóll í 7. sæti með 7 stig og Keflavík sæti neðar með 6 stig. Því mátti búast við hörkuleik. Það höfðu ekki mörk færi litið dagsins ljós þegar Rhodes kom gestunum frá Sauðárkrók yfir eftir hornspyrnu. Rhodes [nr. 30] skoraði bæði mörk Tindastóls.Vísir/Anton Brink Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 0-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Ræða Jonathan Glenn, þjálfara Keflavíkur, virðist ekki hafa kveikt eldur undir hans liði sem átti undir högg að sækja framan af síðari hálfleik. Á endanum gulltryggði Rhodes sigurinn með öðru marki sínu eftir að Keflavík hafði lagt allt kapp á að jafna leikinn. Rhodes slapp ein í gegn og kláraði af yfirvegun, lokatölur 0-2. Stólarnir stökkva þar með upp í 6. sætið með 10 stig á meðan Keflavík er komið í fallsæti ásamt Fylki. „Virkilega ánægjulegt að sjá það loksins detta“ Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni.Vísir/Anton Brink „Gríðarlega ánægður. Ótrúlega ánægður með stelpurnar og frábært vinnuframlag og spiluðum boltanum vel, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls eftir leikinn. „Keflavík breytti aðeins hjá sér skipurlaginu í seinni hálfleik og það kom örlítið flatt upp á okkur. Tók smá tíma að átta sig. Við náðum svo að nýta svæðin sem sköpuðust þegar þær svo færðu sig framar, eðlilega til þess að jafna og ég var mjög ánægður með seinna markið.“ „Ég var kannski sérstaklega ánægður með fyrra markið þegar við erum ekki búnar að skora eitt úr föstu leikatriði og það var virkilega ánægjulegt að það skyldi detta að lokum núna þar.“ Aðspurður um hvað það hafi verið sem hafi skilið liðin af vildi Halldór Jón [Donni] meina að mögulega hefðu gæðin sóknarlega verið meiri hjá sínum konum. „Kannski gæði okkar á sóknarhelmingi. Við náðum að skora þessi mörk sem að skildi liðin að. Keflavík er bara hörku flott lið og erfitt fyrir okkur að spila á grasinu, það er aðeins öðruvísi. Við æfum ekki á grasi og spilum ekki á grasi og höfum ekki spilað á grasi í sumar svo við vorum í smá tíma að átta okkur aðeins á því.“ „Heilt yfir fannst mér þetta bara góður leikur. Vel spilaður leikur og sérstaklega fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikurinn var alveg ágætur og bara á pari. Heildar frammistaðan góð.“ Tindastóll er nýbúið að endurheimta heimavöllinn sinn eftir að gert hafi verið við vatnsskemmdir á vellinum á Sauðárkróki og eiga því heimavöllinn að verja fyrir seinni hlutan í sumar. „Vonandi verður það bara alveg geggjað. Við viljum spila heima eins mikið heima og hægt er, eðlilega fyrir framan okkar frábæru stuðningsmenn og við erum mjög spennt að fara aftur að spila heima,“ sagði Donni að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Fleiri fréttir Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sjá meira
Fyrir leikinn var Tindastóll í 7. sæti með 7 stig og Keflavík sæti neðar með 6 stig. Því mátti búast við hörkuleik. Það höfðu ekki mörk færi litið dagsins ljós þegar Rhodes kom gestunum frá Sauðárkrók yfir eftir hornspyrnu. Rhodes [nr. 30] skoraði bæði mörk Tindastóls.Vísir/Anton Brink Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 0-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Ræða Jonathan Glenn, þjálfara Keflavíkur, virðist ekki hafa kveikt eldur undir hans liði sem átti undir högg að sækja framan af síðari hálfleik. Á endanum gulltryggði Rhodes sigurinn með öðru marki sínu eftir að Keflavík hafði lagt allt kapp á að jafna leikinn. Rhodes slapp ein í gegn og kláraði af yfirvegun, lokatölur 0-2. Stólarnir stökkva þar með upp í 6. sætið með 10 stig á meðan Keflavík er komið í fallsæti ásamt Fylki. „Virkilega ánægjulegt að sjá það loksins detta“ Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni.Vísir/Anton Brink „Gríðarlega ánægður. Ótrúlega ánægður með stelpurnar og frábært vinnuframlag og spiluðum boltanum vel, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls eftir leikinn. „Keflavík breytti aðeins hjá sér skipurlaginu í seinni hálfleik og það kom örlítið flatt upp á okkur. Tók smá tíma að átta sig. Við náðum svo að nýta svæðin sem sköpuðust þegar þær svo færðu sig framar, eðlilega til þess að jafna og ég var mjög ánægður með seinna markið.“ „Ég var kannski sérstaklega ánægður með fyrra markið þegar við erum ekki búnar að skora eitt úr föstu leikatriði og það var virkilega ánægjulegt að það skyldi detta að lokum núna þar.“ Aðspurður um hvað það hafi verið sem hafi skilið liðin af vildi Halldór Jón [Donni] meina að mögulega hefðu gæðin sóknarlega verið meiri hjá sínum konum. „Kannski gæði okkar á sóknarhelmingi. Við náðum að skora þessi mörk sem að skildi liðin að. Keflavík er bara hörku flott lið og erfitt fyrir okkur að spila á grasinu, það er aðeins öðruvísi. Við æfum ekki á grasi og spilum ekki á grasi og höfum ekki spilað á grasi í sumar svo við vorum í smá tíma að átta okkur aðeins á því.“ „Heilt yfir fannst mér þetta bara góður leikur. Vel spilaður leikur og sérstaklega fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikurinn var alveg ágætur og bara á pari. Heildar frammistaðan góð.“ Tindastóll er nýbúið að endurheimta heimavöllinn sinn eftir að gert hafi verið við vatnsskemmdir á vellinum á Sauðárkróki og eiga því heimavöllinn að verja fyrir seinni hlutan í sumar. „Vonandi verður það bara alveg geggjað. Við viljum spila heima eins mikið heima og hægt er, eðlilega fyrir framan okkar frábæru stuðningsmenn og við erum mjög spennt að fara aftur að spila heima,“ sagði Donni að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Fleiri fréttir Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sjá meira