Lögreglan í Hafnarfirði og Garðabæ handtók líka tvo menn vegna meiriháttar líkamsárásar en þeir voru lausir úr haldi í morgun.
Lögreglan sinnti, samkvæmt dagbókinni, fjölda annarra verkefna í nótt. Einhverjir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum. Lögreglan setti upp eftirlit í Kópavogi og á Vesturlandsvegi í nótt.
Þá var eitthvað um hávaðatilkynningar og tilkynningar um einstaklinga í annarlegu ástandi. Þá hafði lögregla einnig afskipti af leigubifreið sem hafði forgangsljós í rúðunni.