Fjórtán aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júní 2024 13:55 Ásmundur Einar er ráðherra barna- og menntamála. Vísir/Einar Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kynntu aðgerðir stjórnvalda gegn ofbeldi meðal barna á blaðamannafundi í Hannesarholti í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Með fjórtán aðgerðum er ætlunin að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi, auka forvarnarstarf og leiða saman fjölbreytta þjónustu- og viðbragðsaðila í samstilltu átaki gegn vaxandi ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi. Breiður hópur haghafa stendur samhentur að aðgerðunum og þeim verður hrint í framkvæmd af ríki, sveitarfélögum og lykilstofnunum. „Merki eru um að ákveðin ofbeldismenning sé að þróast meðal barna hérlendis og teikn eru á lofti um sömu þróun og hefur átt sér stað á mörgum Norðurlöndunum. Þróunin er áhyggjuefni sem þarf að bregðast við,“ segir í tilkynningu. Tilkynningum til lögreglu og barnaverndar þar sem grunur er um að barn beiti ofbeldi hefur fjölgað verulega. Fjöldi tilkynninga til barnaverndar um að barn beiti ofbeldi meira en tvöfaldaðist á árunum 2016–2023 eða úr 461 tilviki í 1.072. Þá tvöfaldaðist fjöldi grunaðra undir 18 ára í líkamsmeiðingarmálum tilkynntum til lögreglu frá 2016 til 2023 eða úr 95 tilkynningum í 186. Grunaðir í meiriháttar eða stórfelldum líkamsárásum undir 18 ára árið 2023 voru 18% af heildarfjölda og hefur hlutfallið ekki verið hærra frá 2016. Aðgerðirnar eru fjórtán og snúa að forvörnum, inngripi og meðferð: Auka þverfaglega nálgun í ofbeldismálum meðal barna Styðja við meðferðarúrræði Barna- og fjölskyldustofu vegna biðlista Koma á verklagi fyrir ósakhæf börn og úrræðum fyrir börn sem beita alvarlegu ofbeldi Endurskoða meðferð mála og úrræða fyrir sakhæf börn Efla samfélagslögreglu Innleiða svæðisbundið samráð um allt land Efla Landsteymi Miðstöðvar mennta- og skólaþjónustu sem styður við börn, foreldra og skóla. Setja á fót úrræði fyrir ungmenni 16-17 ára sem eru hvorki í vinnu né námi (NEET) Efla ungmennastarf í Breiðholti Efla Flotann – flakkandi félagsmiðstöð Auka fræðslu og forvarnir Virkja foreldrastarf í umhverfi barna – SAMAN hópurinn Hefja alþjóðlegt samvinnuverkefni um sjálfbært samfélag Samhæfa aðgerðir og móta stefnu til framtíðar Heildarkostnaður aðgerðanna er áætlaður um 360 m.kr. yfir tveggja ára tímabil. Aðgerðir verða framkvæmdar í víðtæku samstarfi mennta- og barnamálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Reykjavíkurborgar, Barna- og fjölskyldustofu, embættis ríkislögreglustjóra og lögregluembættanna. Þessir aðilar mynda aðgerðarhóp sem hefur það hlutverk að leiða saman mismunandi aðila, samstilla aðgerðir og fylgja þeim eftir. Aðgerðahópurinn metur árangur af aðgerðum reglulega og taka áherslur mið af árangri. Sömuleiðis verður stofnað til nýrra aðgerða eftir þörfum. Reglulegar stöðuskýrslur um aðgerðir og árangur verða nýttar til áframhaldandi stefnumótunar í málaflokknum. Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Barnavernd Ofbeldi barna Tengdar fréttir Góð samskipti við börn besta forvörnin Afbrotafræðingur segir að ákveðin hugmyndafræði sé ríkjandi meðal ungmenna sem virðist réttlæta það að beita ofbeldi við minnsta tækifæri. Góð samskipti við börn sé besta forvörnin. 24. júní 2024 21:03 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Með fjórtán aðgerðum er ætlunin að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi, auka forvarnarstarf og leiða saman fjölbreytta þjónustu- og viðbragðsaðila í samstilltu átaki gegn vaxandi ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi. Breiður hópur haghafa stendur samhentur að aðgerðunum og þeim verður hrint í framkvæmd af ríki, sveitarfélögum og lykilstofnunum. „Merki eru um að ákveðin ofbeldismenning sé að þróast meðal barna hérlendis og teikn eru á lofti um sömu þróun og hefur átt sér stað á mörgum Norðurlöndunum. Þróunin er áhyggjuefni sem þarf að bregðast við,“ segir í tilkynningu. Tilkynningum til lögreglu og barnaverndar þar sem grunur er um að barn beiti ofbeldi hefur fjölgað verulega. Fjöldi tilkynninga til barnaverndar um að barn beiti ofbeldi meira en tvöfaldaðist á árunum 2016–2023 eða úr 461 tilviki í 1.072. Þá tvöfaldaðist fjöldi grunaðra undir 18 ára í líkamsmeiðingarmálum tilkynntum til lögreglu frá 2016 til 2023 eða úr 95 tilkynningum í 186. Grunaðir í meiriháttar eða stórfelldum líkamsárásum undir 18 ára árið 2023 voru 18% af heildarfjölda og hefur hlutfallið ekki verið hærra frá 2016. Aðgerðirnar eru fjórtán og snúa að forvörnum, inngripi og meðferð: Auka þverfaglega nálgun í ofbeldismálum meðal barna Styðja við meðferðarúrræði Barna- og fjölskyldustofu vegna biðlista Koma á verklagi fyrir ósakhæf börn og úrræðum fyrir börn sem beita alvarlegu ofbeldi Endurskoða meðferð mála og úrræða fyrir sakhæf börn Efla samfélagslögreglu Innleiða svæðisbundið samráð um allt land Efla Landsteymi Miðstöðvar mennta- og skólaþjónustu sem styður við börn, foreldra og skóla. Setja á fót úrræði fyrir ungmenni 16-17 ára sem eru hvorki í vinnu né námi (NEET) Efla ungmennastarf í Breiðholti Efla Flotann – flakkandi félagsmiðstöð Auka fræðslu og forvarnir Virkja foreldrastarf í umhverfi barna – SAMAN hópurinn Hefja alþjóðlegt samvinnuverkefni um sjálfbært samfélag Samhæfa aðgerðir og móta stefnu til framtíðar Heildarkostnaður aðgerðanna er áætlaður um 360 m.kr. yfir tveggja ára tímabil. Aðgerðir verða framkvæmdar í víðtæku samstarfi mennta- og barnamálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Reykjavíkurborgar, Barna- og fjölskyldustofu, embættis ríkislögreglustjóra og lögregluembættanna. Þessir aðilar mynda aðgerðarhóp sem hefur það hlutverk að leiða saman mismunandi aðila, samstilla aðgerðir og fylgja þeim eftir. Aðgerðahópurinn metur árangur af aðgerðum reglulega og taka áherslur mið af árangri. Sömuleiðis verður stofnað til nýrra aðgerða eftir þörfum. Reglulegar stöðuskýrslur um aðgerðir og árangur verða nýttar til áframhaldandi stefnumótunar í málaflokknum.
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Barnavernd Ofbeldi barna Tengdar fréttir Góð samskipti við börn besta forvörnin Afbrotafræðingur segir að ákveðin hugmyndafræði sé ríkjandi meðal ungmenna sem virðist réttlæta það að beita ofbeldi við minnsta tækifæri. Góð samskipti við börn sé besta forvörnin. 24. júní 2024 21:03 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Góð samskipti við börn besta forvörnin Afbrotafræðingur segir að ákveðin hugmyndafræði sé ríkjandi meðal ungmenna sem virðist réttlæta það að beita ofbeldi við minnsta tækifæri. Góð samskipti við börn sé besta forvörnin. 24. júní 2024 21:03