Fótbolti

Hareide hylltur í Munchen: Nafn hans sungið há­stöfum

Aron Guðmundsson skrifar
Óhætt er að segja að nærvera hins norska landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hafi vakið lukku í Munchen
Óhætt er að segja að nærvera hins norska landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hafi vakið lukku í Munchen Vísir/Samsett mynd

Óhætt er að segja að Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hafi fengið góðar mótttökur hjá stuðningsmönnum danska landsliðsins í Munchen í Þýskalandi í dag þar sem að Danmörk mun mæta Serbíu á EM í fótbolta. 

Myndskeið af því þegar Hareide er hylltur af stuðningsmönnum danska landsliðsins í Munchen birtist á samfélagsmiðlum í dag og þar má sjá landsliðsþjálfara íslenska landsliðsins í banastuði. 

Norðmaðurinn var landsliðsþjálfari danska landsliðsins yfir fjögurra ára skeið árin 2016-2020 og er greinilegt að hann er í miklum metum hjá stuðningsmönnum liðsins. 

Undir stjórn Hareide komst danska landsliðið á HM árið 2018 þar sem að liðið féll úr leik í sextán liða úrslitum. Og þá stýrði hann liðinu í undankeppni EM 2020 þar sem að liðið tryggði sæti sitt á lokamótinu. 

Hareide stýrði liðinu hins vegar ekki á Evrópumótinu sem frestaðist sökum kórónuveirufaraldursins. Í millitíðinni rann samningur Norðmannsins við danska knattspyrnusambandsins út og Kasper Hjulmand tók við þjálfun liðsins.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×