Lífið samstarf

Frá­bær stemming á Jósmessuhátíð á Eyrar­bakka

Bylgjulestin
Dagskrárgerðarfólkið Kristín Ruth og Ívar Guðmunds voru lestarstjórar Bylgjulestarinnar um liðna helgi á Eyrarbakka.
Dagskrárgerðarfólkið Kristín Ruth og Ívar Guðmunds voru lestarstjórar Bylgjulestarinnar um liðna helgi á Eyrarbakka.

„Fullt af fólki mætti þrátt fyrir rigningu, það var bara vel klætt og skemmti sér stórkostlega," segir Kristín Ruth sem stýrði Bylgjulestinni ásamt Ívari Guðmunds á Jónsmessuhátíðinni á Eyrarbakka um liðna helgi.

Gestir létu veðrið sannarlega ekki trufla sig og fjölmenntu á Jónsmessuhátíðina sem fer árlega fram á Eyrarbakka. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá, veltibíllinn frá Landsbjörg var á staðnum, bílaumboðið Askja var með bílasýningu, Leihópurinn Lotta tróð upp og gestum var ekið um í hestvagni svo fátt eitt sé nefnt.

Lýður Pálsson umsjónarmaður Byggðarsafnsins á Eyrarbakka og Ragna Jónsdóttir, skipuleggjandi Jónsmessuhátíðarinnar mættu í spjall í Bylgjubílinn auk Sóla Hólm.

Hér fyrir neðan má fletta í gegnum fleiri myndir:

Næstu stopp Bylgjulestarinnar:

29. júní – Höfn

6. júlí – Akureyri

13. júlí – Selfoss

20. júlí – Hljómskálagarðurinn í Reykjavík

27. júlí - Hafnarfjörður

Kíktu við og taktu þátt í fjörinu! Gríptu með þér hollustubita frá MUNA, skoðaðu glæsilega bíla frá bílaumboðinu Öskju, svalaðu þorstanum með Appelsíni án sykurs, gæddu þér á góðgæti frá Nóa Síríus og sláðu í gegn um land allt með Golfsambandi Íslands og Bylgjulestinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×