Innlent

Hinn grunaði í Kjarnagötu enn í gæslu­varð­haldi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Frá Kjarnagötu á Akureyri.
Frá Kjarnagötu á Akureyri. Vísir

Maður sem grunaður er um að hafa orðið konu sinni að bana á Akureyri í lok aprílmánuðar er enn í gæsluvarðhaldi og segir Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjón á Akureyri að rannsókn málsins sé langt komin.

Maðurinn, sem er á sjötugsaldri, er grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni, sem var um fimmtugt, að bana í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu. Lögregla var kölluð að húsinu klukkan hálffimm að morgni mánudags 22. apríl. Við komu á vettvang var lögreglumönnum vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur.

Hinn grunaði kærði áframhaldandi gæsluvarðhaldsúrskurð þann sjötta júní síðastliðinn en að sögn Jóhannesar staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms.

„Það er komið á þann stað að við munum fara að senda það frá okkur til ríkissaksóknara fljótlega. Ég er ekki með nákvæma tímasetningu á því en rannsóknin er mjög langt komin,“ segir Jóhannes í samtali við fréttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×