Íslenski boltinn

Sjáðu dramatíkina á Akur­eyri, tvennu Katrínar og sigur­mark Sig­ríðar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Anna Björk skoraði sigurmark Vals.
Anna Björk skoraði sigurmark Vals. Vísir/Anton Brink

Þrír leikir fóru fram í 10. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í gær, þriðjudag. Hér að neðan má sjá öll mörkin úr leikjunum þremur. 

Íslandsmeistarar Vals sóttu Þór/KA heim á Akureyri. Eftir markalausan kom Hulda Ósk Jónsdóttir Þór/KA yfir og stefndi allt í sigur heimaliðsins þangað til Berglind Björg Þorvaldsdóttir skaut upp kollinum á 84. mínútu og Anna Björk Kristjánsdóttir tryggði sigur Vals ekki löngu síðar. 

Klippa: Besta deild kvenna: Þór/KA 1-2 Valur

Topplið Breiðablisk vann góðan 2-0 útisigur á Keflavík. Framherjinn Katrín Ásbjörnsdóttir gerði bæði mörk Breiðabliks í leiknum sem hefði misst toppsætið hefði það ekki náð í öll þrjú stigin. 

Klippa: Besta deild kvenna: Keflavík 0-2 Breiðablik

Þá skoraði Sigríður Théódóra Guðmundsdóttir eina mark leiksins í 1-0 sigri Þróttar á Fylki. Var þetta annar sigur Þróttar í röð og sá þriðji í síðustu fjórum leikjum.

Klippa: Besta deild kvenna: Þróttur 1-0 Fylkir

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×