Tíska og hönnun

Leyfir bumbunni að njóta sín á með­göngunni

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Stórstjarnan Hailey Bieber er með glæsilegan meðgöngustíl.
Stórstjarnan Hailey Bieber er með glæsilegan meðgöngustíl. Gotham/GC Images

Fyrirsætan og förðunarmógúllinn Hailey Bieber er tískufyrirmynd margra en tæplega 53 milljónir fylgja henni á samfélagsmiðlinum Instagram. Hailey og Justin Bieber eiginmaður hennar eiga von á barni og hefur meðgöngustíll hennar vakið mikla athygli, þar sem hún fer eigin leiðir og er ótrúlega smart.

Hailey Bieber virðist sömuleiðis rokka háu hælana hvert sem hún fer. Hér má sjá nokkrar skemmtilegar fatasamsetningar hjá Hailey Bieber:

Hailey Bieber á rölti um New York borg í ljósbrúnum þröngum kjól í stórum blazer jakka með gyllt skart við og brúntóna sólgleraugu.Gotham/GC Images
Hailey Bieber ásamt Justin ástinni sinni á röltinu, klædd í gegnsæjan þröngan blúndusamfesting við svarta leðurkápu í pinnahælum með svört sólgleraugu.Gotham/GC Images
Geggjuð í kremlituðum stuttum satínkjól og skóm í stíl en háu hælarnir virðast ekki trufla frú Bieber á meðgöngunni.Gotham/GC Images
Hailey Biever klæddist skóm í svipuðum litatóni og fittið. Alltaf töff.Gotham/GC Images
Hjónin virðast sannarlega hafa ólíkan smekk á klæðnaði.Gotham/GC Images
Í ljósbleikum fiðrilda magabol við gallapils. Sumarlegt!Instagram @haileybieber
Töffari í maga leðurvesti og leðurjakka við.Instagra @haileybieber





Fleiri fréttir

Sjá meira


×