Sjálfstæðisflokkur aldrei mælst með minna fylgi Heimir Már Pétursson skrifar 26. júní 2024 12:24 Ný forysta Sjálfstæðisflokksins leit björtum augum til framtíðar að loknu kjöri á landsfundi flokksins 2022. Flokkurinn hefur hins vegar aldrei mælst með minna fylgi en nú, rétt um tveimur mánuðum eftir að Bjarni Benediktsson tók við embætti forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en nú í nýrri könnun Maskínu. Þingflokksformaður Miðflokksins þakkar staðfestu flokksins í útlendingamálum, orkumálum og ríkisfjármálum að hann hefur fest sig í sessi sem þriðji stærsti flokkurinn á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn líði fyrir að hafa verið í vinstristjórn í sjö ár. Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn standa hugmyndafræðilega næst Miðflokknum.Vísir/Vilhelm Könnun Maskínu var gerð dagana 31. maí til 20. júní og tóku 1.846 svarenda afstöðu til einstakra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn tapar 2,8 átta prósentustigum frá könnun Maskínu í maí og mælist nú með 14,7 prósent sem er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með hjá Maskínu. „Það eru örugglega ekki góð skilaboð hjá Sjálfstæðisflokknum að þau fyrstu séu að setja á stofn nýja ríkisstofnun utan um mannréttindaáherslur Vinstri grænna. Ég get alveg ímyndað mér að það trufli hluta af kjarnafylgjendum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað búinn að vera í vinstristjórn í sjö ár. Þótt flokkurinn sé núna tekinn við forystu í þessari sömu stjórn þá hafa vinstriáherslur verið ríkjandi og það getur ekki annað en baklandið lúið,” segir Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum á Bessastöðum hinn 9. apríl.Vísir/Vilhelm Hann þakkar hins vegar áherslum sem Miðflokkurinn hafi lengi talað fyrir í útlendingamálum, orkumálum og ríkisfjármálum stöðuga fylgisaukningu Miðflokksins frá kosningum. Þau mál væru nú öll í deiglunni. Samfylkingin hefur mælst með 27 prósenta fylgi hjá Maskínu í apríl, maí og nú í júní. Fylgi annarra flokka breytist lítið milli kannana Maskínu nú og í maí. Framsóknarflokkurinn er fastur í tíu prósentum og Vinstri græn í fimm. Viðreisn bætir við sig einu prósentustigi, fer úr níu prósentum í tíu, Píratar fara úr átta í níu en Flokkur fólksins missir eitt prósentustig og fer úr sex í fimm milli kannanna. Sósíalistaflokkurinn kemst hins vegar yfir fimm prósenta þröskuldinn, bætir við sig tveimur prósentustigum milli kannanna, og mælist nú með sex prósent. Það er ekki laust við að Bergþór hafi vissa samúð með Sjálfstæðisflokknum vegna fylgistaps hans. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ávarpar landsfund flokksins 2022.Vísir/Vilhelm „Ég efast nú um að staðan sé svona slæm. Vonandi verður þetta flokknum hvatning til að fara nær því sem landsfundur hefur ályktað í gegnum tíðina og svona kannski stefna flokksins er grunduð á,“ segir Bergþór. Miðflokkurinn geti unnið með flestum flokkum á þingi, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. „En svona hugmyndafræðilega ætti Sjálfstæðisflokkurinn auðvitað að vera góður valkostur til samstarfs. Það er auðvitað allt opið í þeim efnum og að endingu eins og vanalega eftir kosningar gerast menn pragmatískir og vinna úr þeirri stöðu sem uppi er,“ segir Bergþór Ólason. Hins vegar myndi ekki duga til að Miðflokkurinn tæki við af Vinstri grænum í samstarfi við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk við myndun hægristjórnar samkvæmt könnun Maskínu. Samfylkingin gæti hins vegar að öllum líkindum leyst Sjálfstæðisflokkinn af hólmi og myndað miðjustjórn með Viðreisn og Framsóknarflokki. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21 Yrðu stórtíðindi í íslenskum stjórnmálum ef VG dytti út af þingi Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði segir miklu líklegra að Vinstri græn komist yfir fimm prósenta þröskuldinn í næstu kosningum en að þau geri það ekki. Í nýjustu könnunum mældist flokkurinn með sögulega lágt fylgi. Tilkynnt var fyrir helgi að flýta ætti landsfundi flokksins. Ólafur fór yfir stöðuna í stjórnmálum á Íslandi í Reykjavík síðdegis í dag. 11. júní 2024 23:39 Vinstri græn geti farið í sögubækurnar Það er raunveruleg hætta á að Vinstri græn kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar, nái flokkurinn sér ekki á strik fyrir næstu kosningar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem segir einnig athyglisvert að landsfundur verði ekki haldinn fyrr en í október. 8. júní 2024 13:01 Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3. júní 2024 21:56 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira
Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn standa hugmyndafræðilega næst Miðflokknum.Vísir/Vilhelm Könnun Maskínu var gerð dagana 31. maí til 20. júní og tóku 1.846 svarenda afstöðu til einstakra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn tapar 2,8 átta prósentustigum frá könnun Maskínu í maí og mælist nú með 14,7 prósent sem er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með hjá Maskínu. „Það eru örugglega ekki góð skilaboð hjá Sjálfstæðisflokknum að þau fyrstu séu að setja á stofn nýja ríkisstofnun utan um mannréttindaáherslur Vinstri grænna. Ég get alveg ímyndað mér að það trufli hluta af kjarnafylgjendum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað búinn að vera í vinstristjórn í sjö ár. Þótt flokkurinn sé núna tekinn við forystu í þessari sömu stjórn þá hafa vinstriáherslur verið ríkjandi og það getur ekki annað en baklandið lúið,” segir Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum á Bessastöðum hinn 9. apríl.Vísir/Vilhelm Hann þakkar hins vegar áherslum sem Miðflokkurinn hafi lengi talað fyrir í útlendingamálum, orkumálum og ríkisfjármálum stöðuga fylgisaukningu Miðflokksins frá kosningum. Þau mál væru nú öll í deiglunni. Samfylkingin hefur mælst með 27 prósenta fylgi hjá Maskínu í apríl, maí og nú í júní. Fylgi annarra flokka breytist lítið milli kannana Maskínu nú og í maí. Framsóknarflokkurinn er fastur í tíu prósentum og Vinstri græn í fimm. Viðreisn bætir við sig einu prósentustigi, fer úr níu prósentum í tíu, Píratar fara úr átta í níu en Flokkur fólksins missir eitt prósentustig og fer úr sex í fimm milli kannanna. Sósíalistaflokkurinn kemst hins vegar yfir fimm prósenta þröskuldinn, bætir við sig tveimur prósentustigum milli kannanna, og mælist nú með sex prósent. Það er ekki laust við að Bergþór hafi vissa samúð með Sjálfstæðisflokknum vegna fylgistaps hans. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ávarpar landsfund flokksins 2022.Vísir/Vilhelm „Ég efast nú um að staðan sé svona slæm. Vonandi verður þetta flokknum hvatning til að fara nær því sem landsfundur hefur ályktað í gegnum tíðina og svona kannski stefna flokksins er grunduð á,“ segir Bergþór. Miðflokkurinn geti unnið með flestum flokkum á þingi, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. „En svona hugmyndafræðilega ætti Sjálfstæðisflokkurinn auðvitað að vera góður valkostur til samstarfs. Það er auðvitað allt opið í þeim efnum og að endingu eins og vanalega eftir kosningar gerast menn pragmatískir og vinna úr þeirri stöðu sem uppi er,“ segir Bergþór Ólason. Hins vegar myndi ekki duga til að Miðflokkurinn tæki við af Vinstri grænum í samstarfi við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk við myndun hægristjórnar samkvæmt könnun Maskínu. Samfylkingin gæti hins vegar að öllum líkindum leyst Sjálfstæðisflokkinn af hólmi og myndað miðjustjórn með Viðreisn og Framsóknarflokki.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21 Yrðu stórtíðindi í íslenskum stjórnmálum ef VG dytti út af þingi Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði segir miklu líklegra að Vinstri græn komist yfir fimm prósenta þröskuldinn í næstu kosningum en að þau geri það ekki. Í nýjustu könnunum mældist flokkurinn með sögulega lágt fylgi. Tilkynnt var fyrir helgi að flýta ætti landsfundi flokksins. Ólafur fór yfir stöðuna í stjórnmálum á Íslandi í Reykjavík síðdegis í dag. 11. júní 2024 23:39 Vinstri græn geti farið í sögubækurnar Það er raunveruleg hætta á að Vinstri græn kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar, nái flokkurinn sér ekki á strik fyrir næstu kosningar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem segir einnig athyglisvert að landsfundur verði ekki haldinn fyrr en í október. 8. júní 2024 13:01 Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3. júní 2024 21:56 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira
Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21
Yrðu stórtíðindi í íslenskum stjórnmálum ef VG dytti út af þingi Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði segir miklu líklegra að Vinstri græn komist yfir fimm prósenta þröskuldinn í næstu kosningum en að þau geri það ekki. Í nýjustu könnunum mældist flokkurinn með sögulega lágt fylgi. Tilkynnt var fyrir helgi að flýta ætti landsfundi flokksins. Ólafur fór yfir stöðuna í stjórnmálum á Íslandi í Reykjavík síðdegis í dag. 11. júní 2024 23:39
Vinstri græn geti farið í sögubækurnar Það er raunveruleg hætta á að Vinstri græn kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar, nái flokkurinn sér ekki á strik fyrir næstu kosningar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem segir einnig athyglisvert að landsfundur verði ekki haldinn fyrr en í október. 8. júní 2024 13:01
Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3. júní 2024 21:56