Sjálfstæðisflokkur aldrei mælst með minna fylgi Heimir Már Pétursson skrifar 26. júní 2024 12:24 Ný forysta Sjálfstæðisflokksins leit björtum augum til framtíðar að loknu kjöri á landsfundi flokksins 2022. Flokkurinn hefur hins vegar aldrei mælst með minna fylgi en nú, rétt um tveimur mánuðum eftir að Bjarni Benediktsson tók við embætti forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en nú í nýrri könnun Maskínu. Þingflokksformaður Miðflokksins þakkar staðfestu flokksins í útlendingamálum, orkumálum og ríkisfjármálum að hann hefur fest sig í sessi sem þriðji stærsti flokkurinn á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn líði fyrir að hafa verið í vinstristjórn í sjö ár. Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn standa hugmyndafræðilega næst Miðflokknum.Vísir/Vilhelm Könnun Maskínu var gerð dagana 31. maí til 20. júní og tóku 1.846 svarenda afstöðu til einstakra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn tapar 2,8 átta prósentustigum frá könnun Maskínu í maí og mælist nú með 14,7 prósent sem er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með hjá Maskínu. „Það eru örugglega ekki góð skilaboð hjá Sjálfstæðisflokknum að þau fyrstu séu að setja á stofn nýja ríkisstofnun utan um mannréttindaáherslur Vinstri grænna. Ég get alveg ímyndað mér að það trufli hluta af kjarnafylgjendum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað búinn að vera í vinstristjórn í sjö ár. Þótt flokkurinn sé núna tekinn við forystu í þessari sömu stjórn þá hafa vinstriáherslur verið ríkjandi og það getur ekki annað en baklandið lúið,” segir Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum á Bessastöðum hinn 9. apríl.Vísir/Vilhelm Hann þakkar hins vegar áherslum sem Miðflokkurinn hafi lengi talað fyrir í útlendingamálum, orkumálum og ríkisfjármálum stöðuga fylgisaukningu Miðflokksins frá kosningum. Þau mál væru nú öll í deiglunni. Samfylkingin hefur mælst með 27 prósenta fylgi hjá Maskínu í apríl, maí og nú í júní. Fylgi annarra flokka breytist lítið milli kannana Maskínu nú og í maí. Framsóknarflokkurinn er fastur í tíu prósentum og Vinstri græn í fimm. Viðreisn bætir við sig einu prósentustigi, fer úr níu prósentum í tíu, Píratar fara úr átta í níu en Flokkur fólksins missir eitt prósentustig og fer úr sex í fimm milli kannanna. Sósíalistaflokkurinn kemst hins vegar yfir fimm prósenta þröskuldinn, bætir við sig tveimur prósentustigum milli kannanna, og mælist nú með sex prósent. Það er ekki laust við að Bergþór hafi vissa samúð með Sjálfstæðisflokknum vegna fylgistaps hans. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ávarpar landsfund flokksins 2022.Vísir/Vilhelm „Ég efast nú um að staðan sé svona slæm. Vonandi verður þetta flokknum hvatning til að fara nær því sem landsfundur hefur ályktað í gegnum tíðina og svona kannski stefna flokksins er grunduð á,“ segir Bergþór. Miðflokkurinn geti unnið með flestum flokkum á þingi, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. „En svona hugmyndafræðilega ætti Sjálfstæðisflokkurinn auðvitað að vera góður valkostur til samstarfs. Það er auðvitað allt opið í þeim efnum og að endingu eins og vanalega eftir kosningar gerast menn pragmatískir og vinna úr þeirri stöðu sem uppi er,“ segir Bergþór Ólason. Hins vegar myndi ekki duga til að Miðflokkurinn tæki við af Vinstri grænum í samstarfi við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk við myndun hægristjórnar samkvæmt könnun Maskínu. Samfylkingin gæti hins vegar að öllum líkindum leyst Sjálfstæðisflokkinn af hólmi og myndað miðjustjórn með Viðreisn og Framsóknarflokki. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21 Yrðu stórtíðindi í íslenskum stjórnmálum ef VG dytti út af þingi Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði segir miklu líklegra að Vinstri græn komist yfir fimm prósenta þröskuldinn í næstu kosningum en að þau geri það ekki. Í nýjustu könnunum mældist flokkurinn með sögulega lágt fylgi. Tilkynnt var fyrir helgi að flýta ætti landsfundi flokksins. Ólafur fór yfir stöðuna í stjórnmálum á Íslandi í Reykjavík síðdegis í dag. 11. júní 2024 23:39 Vinstri græn geti farið í sögubækurnar Það er raunveruleg hætta á að Vinstri græn kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar, nái flokkurinn sér ekki á strik fyrir næstu kosningar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem segir einnig athyglisvert að landsfundur verði ekki haldinn fyrr en í október. 8. júní 2024 13:01 Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3. júní 2024 21:56 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn standa hugmyndafræðilega næst Miðflokknum.Vísir/Vilhelm Könnun Maskínu var gerð dagana 31. maí til 20. júní og tóku 1.846 svarenda afstöðu til einstakra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn tapar 2,8 átta prósentustigum frá könnun Maskínu í maí og mælist nú með 14,7 prósent sem er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með hjá Maskínu. „Það eru örugglega ekki góð skilaboð hjá Sjálfstæðisflokknum að þau fyrstu séu að setja á stofn nýja ríkisstofnun utan um mannréttindaáherslur Vinstri grænna. Ég get alveg ímyndað mér að það trufli hluta af kjarnafylgjendum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað búinn að vera í vinstristjórn í sjö ár. Þótt flokkurinn sé núna tekinn við forystu í þessari sömu stjórn þá hafa vinstriáherslur verið ríkjandi og það getur ekki annað en baklandið lúið,” segir Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum á Bessastöðum hinn 9. apríl.Vísir/Vilhelm Hann þakkar hins vegar áherslum sem Miðflokkurinn hafi lengi talað fyrir í útlendingamálum, orkumálum og ríkisfjármálum stöðuga fylgisaukningu Miðflokksins frá kosningum. Þau mál væru nú öll í deiglunni. Samfylkingin hefur mælst með 27 prósenta fylgi hjá Maskínu í apríl, maí og nú í júní. Fylgi annarra flokka breytist lítið milli kannana Maskínu nú og í maí. Framsóknarflokkurinn er fastur í tíu prósentum og Vinstri græn í fimm. Viðreisn bætir við sig einu prósentustigi, fer úr níu prósentum í tíu, Píratar fara úr átta í níu en Flokkur fólksins missir eitt prósentustig og fer úr sex í fimm milli kannanna. Sósíalistaflokkurinn kemst hins vegar yfir fimm prósenta þröskuldinn, bætir við sig tveimur prósentustigum milli kannanna, og mælist nú með sex prósent. Það er ekki laust við að Bergþór hafi vissa samúð með Sjálfstæðisflokknum vegna fylgistaps hans. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ávarpar landsfund flokksins 2022.Vísir/Vilhelm „Ég efast nú um að staðan sé svona slæm. Vonandi verður þetta flokknum hvatning til að fara nær því sem landsfundur hefur ályktað í gegnum tíðina og svona kannski stefna flokksins er grunduð á,“ segir Bergþór. Miðflokkurinn geti unnið með flestum flokkum á þingi, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. „En svona hugmyndafræðilega ætti Sjálfstæðisflokkurinn auðvitað að vera góður valkostur til samstarfs. Það er auðvitað allt opið í þeim efnum og að endingu eins og vanalega eftir kosningar gerast menn pragmatískir og vinna úr þeirri stöðu sem uppi er,“ segir Bergþór Ólason. Hins vegar myndi ekki duga til að Miðflokkurinn tæki við af Vinstri grænum í samstarfi við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk við myndun hægristjórnar samkvæmt könnun Maskínu. Samfylkingin gæti hins vegar að öllum líkindum leyst Sjálfstæðisflokkinn af hólmi og myndað miðjustjórn með Viðreisn og Framsóknarflokki.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21 Yrðu stórtíðindi í íslenskum stjórnmálum ef VG dytti út af þingi Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði segir miklu líklegra að Vinstri græn komist yfir fimm prósenta þröskuldinn í næstu kosningum en að þau geri það ekki. Í nýjustu könnunum mældist flokkurinn með sögulega lágt fylgi. Tilkynnt var fyrir helgi að flýta ætti landsfundi flokksins. Ólafur fór yfir stöðuna í stjórnmálum á Íslandi í Reykjavík síðdegis í dag. 11. júní 2024 23:39 Vinstri græn geti farið í sögubækurnar Það er raunveruleg hætta á að Vinstri græn kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar, nái flokkurinn sér ekki á strik fyrir næstu kosningar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem segir einnig athyglisvert að landsfundur verði ekki haldinn fyrr en í október. 8. júní 2024 13:01 Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3. júní 2024 21:56 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21
Yrðu stórtíðindi í íslenskum stjórnmálum ef VG dytti út af þingi Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði segir miklu líklegra að Vinstri græn komist yfir fimm prósenta þröskuldinn í næstu kosningum en að þau geri það ekki. Í nýjustu könnunum mældist flokkurinn með sögulega lágt fylgi. Tilkynnt var fyrir helgi að flýta ætti landsfundi flokksins. Ólafur fór yfir stöðuna í stjórnmálum á Íslandi í Reykjavík síðdegis í dag. 11. júní 2024 23:39
Vinstri græn geti farið í sögubækurnar Það er raunveruleg hætta á að Vinstri græn kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar, nái flokkurinn sér ekki á strik fyrir næstu kosningar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem segir einnig athyglisvert að landsfundur verði ekki haldinn fyrr en í október. 8. júní 2024 13:01
Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3. júní 2024 21:56