Fótbolti

Heldur starfi sínu þrátt fyrir von­brigði á EM

Aron Guðmundsson skrifar
Zlatko Dalic verður áfram landsliðsþjálfari Króatíu
Zlatko Dalic verður áfram landsliðsþjálfari Króatíu Vísir/Getty

Króatíska knattspyrnusambandið fullyrðir að landsliðsþjálfarinn Zlatko Dalic haldi starfi sínu þrátt fyrir að Króatía hafi ollið vonbrigðum á EM og ekki tekist að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum mótsins. 

Það verður þó að segjast að Króatía lenti í afar krefjandi riðli með Spánverjum, Ítölum og Albönum og var niðurstaðan sú að liðið sótti aðeins tvö stig úr þremur leikjum sínum í riðlakeppninni, endaði í 3.sæti B-riðils en tókst ekki að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum sem eitt þeirra liða í þriðja sæti riðlanna með besta árangurinn.

Króatía var í raun aðeins nokkrum sekúndum frá því að tryggja sér farmiðann í 16-liða úrslit Evrópumótsins. Liðið leiddi með einu marki gegn sterku liði Ítalíu þegar aðeins sekúndur eftir lifðu af leik leiðanna í lokaumferð riðlakeppninnar. 

Jöfnunarmark frá Ítalanum Mattia Zaccagni í uppbótartíma sá hins vegar til þess að draumar Króata urðu að engu. 

„Hann er landsliðsþjálfarinn og verður það áfram. Við höfum fundað og rætt gengi liðsins á EM. Hann verður landsliðsþjálfari áfram. Ég get fullvissað ykkur um það,“ sagði forseti króatíska knattspyrnusambandsins í samtali við The Dubrovnik Time um framtíð Dalic í starfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×