Þórkatla tekið við 400 eignum Árni Sæberg skrifar 28. júní 2024 14:03 Talsverður fjöldi þessara húsa er nú í eigu Þórkötlu. Vísir/Vilhelm Fasteignafélaginu Þórkötlu hefur borist umsóknir 900 Grindvíkigna um sölu á eignum til félagsins. Gengið hefur verið frá nærri 740 þinglýstum kaupsamningum, um 82 prósent þeirra sem sótt hefur verið um. Þegar hefur verið tekið við 400 eignum. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Þórkötlu. Þar segir að fjárfesting félagsins í eignunum sé um 57 milljarðar króna. Þar af nemi yfirteknar skuldir um átján milljörðum og kaupsamningsgreiðslur um 36,3 milljörðum. Áætlanir félagsins geri ráð fyrir að heildarfjöldi umsækjenda verði allt að 950 og að heildarfjárfesting félagsins verði allt að 75 milljarðar króna. Þrjú hundruð í viðbót í sumar Félagið hafi fyrir nokkru hafið að taka við eignum frá seljendum og félagið hafi tekið á móti nærri 400 eignum í Grindavík. Tekið verði á móti nærri 300 eignum í júlí og ágúst. Kaflaskil hafi orðið í verkefninu í vikunni þegar félagið hóf ferlið við endanlegan frágang kaupa við fyrstu seljendurna með lögskilauppgjöri, afsali og afsalsgreiðslum. Eins og við aðra framkvæmd þessara kaupa sé frágangur lögskilauppgjörs og afsals með rafrænum hætti, það er með rafrænum undirskriftum og rafrænni þinglýsingu. Markvisst sé nú unnið í þeim umsóknum þar sem ýmsar hindranir og frávik hafi komið upp. Flókin mál Í tilkynningu segir að oft sé um að ræða flókin mál sem krefjist ítarlegrar skoðunar, svo sem vegna undanþágu um lögheimili, dánarbúa, vanda við afléttingu veða eða skilgreinds byggingarstigs. Verið sé að leita lausna fyrir búseturéttarhafa en útfærsla þeirra mála hafi reynst flókin. Áfram verði unnið að því finna farsæla lausn. „Heilt yfir gengur þetta vel hjá okkur. Fyrirkomulag skilafunda með eigendum hefur komið vel út og frágangur þeirra á eignunum hefur yfirleitt verið til fyrirmyndar. Nú er komin af stað vinna við lögskilauppgjör og afsöl og hún fer vel af stað. Stóra verkefnið framundan er svo utanumhald og rekstur eignanna í Grindavík og við erum að skoða hvernig best sé að standa að því,“ er haft eftir Erni Viðari Skúlasyni, framkvæmdastjóra Fasteignafélagsins Þórkötlu. Grindavík Fasteignamarkaður Húsnæðismál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Taka aftur við eignum í Grindavík eftir helgi Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið, í samráði við Almannavarnir og Lögreglustjórann á Suðurnesjum, að halda áfram móttöku fasteigna í Grindavík strax á mánudag. Ákvörðunin er þó með þeim fyrirvara að aðstæður í bænum og við eldstöðvarnar breytist ekki til hins verra. 31. maí 2024 14:40 Kostnaður vegna uppkaupa fjórtán milljörðum meiri en áætlað var Útlit er fyrir að heildarfjárfesting Þórkötlu í húsnæði í Grindavík verði allt að 75 milljarðar í heildina eða um 14 milljörðum króna meiri en áætlað var við setningu laganna um úrræðið. Aukinn kostnaður skýrist að mestu af hækkun brunabótamats á eignum í bænum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Fasteignafélaginu Þórkötlu. 24. maí 2024 08:40 Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Þórkötlu. Þar segir að fjárfesting félagsins í eignunum sé um 57 milljarðar króna. Þar af nemi yfirteknar skuldir um átján milljörðum og kaupsamningsgreiðslur um 36,3 milljörðum. Áætlanir félagsins geri ráð fyrir að heildarfjöldi umsækjenda verði allt að 950 og að heildarfjárfesting félagsins verði allt að 75 milljarðar króna. Þrjú hundruð í viðbót í sumar Félagið hafi fyrir nokkru hafið að taka við eignum frá seljendum og félagið hafi tekið á móti nærri 400 eignum í Grindavík. Tekið verði á móti nærri 300 eignum í júlí og ágúst. Kaflaskil hafi orðið í verkefninu í vikunni þegar félagið hóf ferlið við endanlegan frágang kaupa við fyrstu seljendurna með lögskilauppgjöri, afsali og afsalsgreiðslum. Eins og við aðra framkvæmd þessara kaupa sé frágangur lögskilauppgjörs og afsals með rafrænum hætti, það er með rafrænum undirskriftum og rafrænni þinglýsingu. Markvisst sé nú unnið í þeim umsóknum þar sem ýmsar hindranir og frávik hafi komið upp. Flókin mál Í tilkynningu segir að oft sé um að ræða flókin mál sem krefjist ítarlegrar skoðunar, svo sem vegna undanþágu um lögheimili, dánarbúa, vanda við afléttingu veða eða skilgreinds byggingarstigs. Verið sé að leita lausna fyrir búseturéttarhafa en útfærsla þeirra mála hafi reynst flókin. Áfram verði unnið að því finna farsæla lausn. „Heilt yfir gengur þetta vel hjá okkur. Fyrirkomulag skilafunda með eigendum hefur komið vel út og frágangur þeirra á eignunum hefur yfirleitt verið til fyrirmyndar. Nú er komin af stað vinna við lögskilauppgjör og afsöl og hún fer vel af stað. Stóra verkefnið framundan er svo utanumhald og rekstur eignanna í Grindavík og við erum að skoða hvernig best sé að standa að því,“ er haft eftir Erni Viðari Skúlasyni, framkvæmdastjóra Fasteignafélagsins Þórkötlu.
Grindavík Fasteignamarkaður Húsnæðismál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Taka aftur við eignum í Grindavík eftir helgi Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið, í samráði við Almannavarnir og Lögreglustjórann á Suðurnesjum, að halda áfram móttöku fasteigna í Grindavík strax á mánudag. Ákvörðunin er þó með þeim fyrirvara að aðstæður í bænum og við eldstöðvarnar breytist ekki til hins verra. 31. maí 2024 14:40 Kostnaður vegna uppkaupa fjórtán milljörðum meiri en áætlað var Útlit er fyrir að heildarfjárfesting Þórkötlu í húsnæði í Grindavík verði allt að 75 milljarðar í heildina eða um 14 milljörðum króna meiri en áætlað var við setningu laganna um úrræðið. Aukinn kostnaður skýrist að mestu af hækkun brunabótamats á eignum í bænum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Fasteignafélaginu Þórkötlu. 24. maí 2024 08:40 Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Sjá meira
Taka aftur við eignum í Grindavík eftir helgi Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið, í samráði við Almannavarnir og Lögreglustjórann á Suðurnesjum, að halda áfram móttöku fasteigna í Grindavík strax á mánudag. Ákvörðunin er þó með þeim fyrirvara að aðstæður í bænum og við eldstöðvarnar breytist ekki til hins verra. 31. maí 2024 14:40
Kostnaður vegna uppkaupa fjórtán milljörðum meiri en áætlað var Útlit er fyrir að heildarfjárfesting Þórkötlu í húsnæði í Grindavík verði allt að 75 milljarðar í heildina eða um 14 milljörðum króna meiri en áætlað var við setningu laganna um úrræðið. Aukinn kostnaður skýrist að mestu af hækkun brunabótamats á eignum í bænum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Fasteignafélaginu Þórkötlu. 24. maí 2024 08:40