Innlent

Stútar á rafhlaupahjólum hand­teknir og mega búast við sektum

Árni Sæberg skrifar
Slysin gerast á rafhlaupahjólum eins og annars staðar, sér í lagi þegar áfengi er haft um hönd.
Slysin gerast á rafhlaupahjólum eins og annars staðar, sér í lagi þegar áfengi er haft um hönd. Vísir/Aníta

Tveir voru handteknir vegna gruns um að hafa stjórnað rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis í gærkvöldi. Leiða má líkur að því að þeir verði með þeim fyrstu sem þurfa að reiða fram sektagreiðslu vegna slíks athæfis.

Í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina segir að tilkynnt hafi verið um slys á rafhlaupahjóli í hverfi 105. Ökumaður rafhlaupahjólsins hafi verið handtekinn vegna gruns um að hafa stjórnað rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis. Hann hafi verið látinn laus að blóðsýnatöku lokinni.

Þá hafi það sama verið uppi á teningnum í miðbæ Reykjavíkur. Sá stútur hafi sömuleiðis verið handtekinn en látinn laus að sýnatöku lokinni.

Fullir á rafhlaupahjóli mega búast við sektumSamkvæmt nýsamþykktum breytingum á umferðarlögum er heimilt að sekta þá sem verða uppvísir að því að stýra rafmagnshlaupahjólum undir áhrifum áfengis. Því má reikna með að ferðin heim með hlaupahjóli verði dýrari en hinir handtekni gerðu ráð fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×