Keane um Mainoo: „Er að gera hluti sem tók mig tíu ár að læra“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 10:31 Kobbie Mainoo hefur tekist að heilla Roy Keane, eitthvað sem gerist ekki oft. Vísir/Getty Images Hinn írski Roy Keane, fyrrverandi miðvallarleikmaður Manchester United, hélt vart vatni yfir frammistöðu Kobbie Mainoo á miðri miðju Englands þegar liðið marði Slóvakíu í 16-liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu sem nú fer fram í Þýskalandi. England var hársbreidd frá því að falla úr leik á EM en þökk sé snilli Jude Bellingham tókst Englandi að komast í framlengingu þar sem Harry Kane gekk frá þreyttum Slóvökum. Það var hins var annar leikmaður sem vakti athygli Roy Keane en þessi geðþekki Íri er meðal þeirra sem fjallar um mótið ITV. Hinn 19 ára gamli Mainoo var einn af fáum ljósum punktum í liði Man United á leiktíðinni. Eftir að meiðast í upphafi leiktíðar kom hann inn af krafti og tryggði sér á endanum sæti í enska landsliðinu. Eftir dapra frammistöðu liðsins í riðlakeppninni ákvað Gareth Southgate, þjálfari liðsins, að setja Mainoo við hlið Declan Rice á miðri miðjunni gegn Slóvakíu. Þó svo að enska liðið hafi áfram spilað hægan og fyrirsjáanlegan fótbolta þá gat Keane ekki annað en hrósað Mainoo eftir leik. „Við sjáum hvað hann er að gera, ég spilaði í þessari stöðu en hann er að gera hluti sem tók mig tíu ár að læra,“ sagði Keane og hélt áfram. Roy Keane was full of praise for Kobbie Mainoo after his performance against Slovakia 👏 pic.twitter.com/f2JR5OgPoQ— Football on TNT Sports (@footballontnt) July 1, 2024 „Hann hefur fengið góðan grunn hjá Man United. Þegar þú spilar fyrir Man Utd eru allir leikir stórleikir svo hann mun standast pressuna (sem fylgir því að spila með Englandi).“ England mætir Sviss í 8-liða úrslitum EM þann 6. júlí næstkomandi. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Hjólhestaspyrna Bellingham bjargaði Englendingum England tryggði sér í dag sæti í átta liða úrslitum EM með dramatískum 2-1 endurkomusigri gegn Slóvakíu í leik sem fór alla leið í framlengingu. 30. júní 2024 15:30 „Vorum að hugsa um að taka Bellingham út af“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að hann hafi verið að hugsa um að taka Jude Bellingham af velli stuttu áður en hann bjargaði enska liðinu með fallegri hjólhestaspyrnu. 30. júní 2024 20:01 Bellingham í hættu á að vera sektaður fyrir klámfengin fagnaðarlæti Jude Bellingham skoraði jöfnunarmark Englands gegn Slóvakíu með hjólhestaspyrnu í uppbótartíma og fagnaði með klúrum hætti. 1. júlí 2024 09:00 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira
England var hársbreidd frá því að falla úr leik á EM en þökk sé snilli Jude Bellingham tókst Englandi að komast í framlengingu þar sem Harry Kane gekk frá þreyttum Slóvökum. Það var hins var annar leikmaður sem vakti athygli Roy Keane en þessi geðþekki Íri er meðal þeirra sem fjallar um mótið ITV. Hinn 19 ára gamli Mainoo var einn af fáum ljósum punktum í liði Man United á leiktíðinni. Eftir að meiðast í upphafi leiktíðar kom hann inn af krafti og tryggði sér á endanum sæti í enska landsliðinu. Eftir dapra frammistöðu liðsins í riðlakeppninni ákvað Gareth Southgate, þjálfari liðsins, að setja Mainoo við hlið Declan Rice á miðri miðjunni gegn Slóvakíu. Þó svo að enska liðið hafi áfram spilað hægan og fyrirsjáanlegan fótbolta þá gat Keane ekki annað en hrósað Mainoo eftir leik. „Við sjáum hvað hann er að gera, ég spilaði í þessari stöðu en hann er að gera hluti sem tók mig tíu ár að læra,“ sagði Keane og hélt áfram. Roy Keane was full of praise for Kobbie Mainoo after his performance against Slovakia 👏 pic.twitter.com/f2JR5OgPoQ— Football on TNT Sports (@footballontnt) July 1, 2024 „Hann hefur fengið góðan grunn hjá Man United. Þegar þú spilar fyrir Man Utd eru allir leikir stórleikir svo hann mun standast pressuna (sem fylgir því að spila með Englandi).“ England mætir Sviss í 8-liða úrslitum EM þann 6. júlí næstkomandi.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Hjólhestaspyrna Bellingham bjargaði Englendingum England tryggði sér í dag sæti í átta liða úrslitum EM með dramatískum 2-1 endurkomusigri gegn Slóvakíu í leik sem fór alla leið í framlengingu. 30. júní 2024 15:30 „Vorum að hugsa um að taka Bellingham út af“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að hann hafi verið að hugsa um að taka Jude Bellingham af velli stuttu áður en hann bjargaði enska liðinu með fallegri hjólhestaspyrnu. 30. júní 2024 20:01 Bellingham í hættu á að vera sektaður fyrir klámfengin fagnaðarlæti Jude Bellingham skoraði jöfnunarmark Englands gegn Slóvakíu með hjólhestaspyrnu í uppbótartíma og fagnaði með klúrum hætti. 1. júlí 2024 09:00 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira
Hjólhestaspyrna Bellingham bjargaði Englendingum England tryggði sér í dag sæti í átta liða úrslitum EM með dramatískum 2-1 endurkomusigri gegn Slóvakíu í leik sem fór alla leið í framlengingu. 30. júní 2024 15:30
„Vorum að hugsa um að taka Bellingham út af“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að hann hafi verið að hugsa um að taka Jude Bellingham af velli stuttu áður en hann bjargaði enska liðinu með fallegri hjólhestaspyrnu. 30. júní 2024 20:01
Bellingham í hættu á að vera sektaður fyrir klámfengin fagnaðarlæti Jude Bellingham skoraði jöfnunarmark Englands gegn Slóvakíu með hjólhestaspyrnu í uppbótartíma og fagnaði með klúrum hætti. 1. júlí 2024 09:00