Biðin eftir vaxtalækkun gæti lengst enn frekar Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2024 14:43 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Peningastefnunefnd bankans kemur næst saman í ágúst til að ákvarða hvort stýrivextir verði lækkaðir, hækkaðir eða standa í stað. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans segir það hugsanlegt að Seðlabankinn hefji vaxtalækkunarferli í október eða nóvember. Það fari allt eftir því hvenær verðbólga og verðbólguvæntingar benda til frekari hjöðnunar. Hagfræðideildin telur ólíklegt að vextir verði lækkaðir næst þegar peningastefnunefnd Seðlabankans kemur saman í ágúst. Verðbólga mældist í júní í fyrsta sinn í tvö og hálft ár undir sex prósentustigum og var 5,8 prósent. „Undanfarið höfum við spáð því að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum á næsta fundi nefndarinnar í ágúst, en að líklega telji nefndin sér fært að hefja vaxtalækkunarferli í október. Í ljósi verðbólguhorfa sýnist okkur nú að biðin eftir fyrstu vaxtalækkun gæti lengst enn frekar,“ segir í nýjasta fréttabréfi hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir enn fremur að verðbólgan og hjöðnun hennar hafi verið í takt við væntingar. Verð á fötum og skóm hafi lækkað örlítið og það eigi við um verð á húsgögnum og heimilisbúnaði. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu hafi haft mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti hafi verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum lækkað á milli mánaða í júní. Vísitalan hækkaði minna en í júní í fyrra og því hjaðnaði ársverðbólgan úr 6,2 prósent í 5,8 prósent. „Þessa nýjustu verðbólgumælingu má líklega túlka sem merki um kraftminni innlenda eftirspurn,“ segir í fréttabréfinu og að þau telji líklegt að verðbólgan verði tregbreytanleg næstu mánuðina. Hún muni haldast óbreytt fram á haust og í ljós þess verði vöxtum haldið óbreyttum í ágúst. „Við gerum ráð fyrir að verðbólga fari aftur upp í 5,9 prósent í júlí og haldist óbreytt í ágúst áður en hún dettur aftur niður í 5,8 prósent í september. Þannig teljum við að hægi á hjöðnun verðbólgunnar á næstu mánuðum, enda var vísitalan ekki á jafn hraðri uppleið síðasta sumar eins og í byrjun síðasta árs,“ segir í fréttabréfinu. Velta dróst saman Þar kemur jafnframt fram að velta í hagkerfinu hafi dregist saman á milli ára á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Það er samkvæmt gögnum Hagstofunnar sem birt voru í síðustu viku. Velta í ferðaþjónustu jókst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu dróst saman en velta í lyfjaframleiðslu jókst til muna. Þá kemur fram að íbúðaverð hafi haldið áfram að hækka í maí og að vísitala íbúðaverðs hafi hækkað um 1,4 prósent á milli mánaða. Verðið hefur nú hækkað um 8,4 prósent á síðustu 12 mánuðum og er hækkunin þó nokkuð umfram almennar verðhækkanir. Í fréttabréfinu kemur fram að frá því síðasta vor hafi heimilin almennt tekið verðtryggð lán og greitt inn á óverðtryggð lán. Í maí virðist sérstaklega hafa færst í aukana að lántakar greiði upp óverðtryggð lán hjá bönkum og lántaka á verðtryggðum fastvaxtalánum hjá bönkum jókst mun meira en mánuðina á undan. Á vinnumarkaði virðist samkvæmt fréttabréfinu lítillega hafa dregist úr spennu síðustu mánuði. Eftirspurn eftir vinnuafli hefur þannig tekið að róast. Launahækkanir eru þó nokkuð minni en í fyrra í samræmi við hóflega kjarasamninga á vinnumarkaði og atvinnuleysi er aðeins meira en á sama tíma í fyrra. Verðlag Landsbankinn Seðlabankinn Fjármál heimilisins Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Hagfræðideildin telur ólíklegt að vextir verði lækkaðir næst þegar peningastefnunefnd Seðlabankans kemur saman í ágúst. Verðbólga mældist í júní í fyrsta sinn í tvö og hálft ár undir sex prósentustigum og var 5,8 prósent. „Undanfarið höfum við spáð því að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum á næsta fundi nefndarinnar í ágúst, en að líklega telji nefndin sér fært að hefja vaxtalækkunarferli í október. Í ljósi verðbólguhorfa sýnist okkur nú að biðin eftir fyrstu vaxtalækkun gæti lengst enn frekar,“ segir í nýjasta fréttabréfi hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir enn fremur að verðbólgan og hjöðnun hennar hafi verið í takt við væntingar. Verð á fötum og skóm hafi lækkað örlítið og það eigi við um verð á húsgögnum og heimilisbúnaði. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu hafi haft mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti hafi verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum lækkað á milli mánaða í júní. Vísitalan hækkaði minna en í júní í fyrra og því hjaðnaði ársverðbólgan úr 6,2 prósent í 5,8 prósent. „Þessa nýjustu verðbólgumælingu má líklega túlka sem merki um kraftminni innlenda eftirspurn,“ segir í fréttabréfinu og að þau telji líklegt að verðbólgan verði tregbreytanleg næstu mánuðina. Hún muni haldast óbreytt fram á haust og í ljós þess verði vöxtum haldið óbreyttum í ágúst. „Við gerum ráð fyrir að verðbólga fari aftur upp í 5,9 prósent í júlí og haldist óbreytt í ágúst áður en hún dettur aftur niður í 5,8 prósent í september. Þannig teljum við að hægi á hjöðnun verðbólgunnar á næstu mánuðum, enda var vísitalan ekki á jafn hraðri uppleið síðasta sumar eins og í byrjun síðasta árs,“ segir í fréttabréfinu. Velta dróst saman Þar kemur jafnframt fram að velta í hagkerfinu hafi dregist saman á milli ára á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Það er samkvæmt gögnum Hagstofunnar sem birt voru í síðustu viku. Velta í ferðaþjónustu jókst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu dróst saman en velta í lyfjaframleiðslu jókst til muna. Þá kemur fram að íbúðaverð hafi haldið áfram að hækka í maí og að vísitala íbúðaverðs hafi hækkað um 1,4 prósent á milli mánaða. Verðið hefur nú hækkað um 8,4 prósent á síðustu 12 mánuðum og er hækkunin þó nokkuð umfram almennar verðhækkanir. Í fréttabréfinu kemur fram að frá því síðasta vor hafi heimilin almennt tekið verðtryggð lán og greitt inn á óverðtryggð lán. Í maí virðist sérstaklega hafa færst í aukana að lántakar greiði upp óverðtryggð lán hjá bönkum og lántaka á verðtryggðum fastvaxtalánum hjá bönkum jókst mun meira en mánuðina á undan. Á vinnumarkaði virðist samkvæmt fréttabréfinu lítillega hafa dregist úr spennu síðustu mánuði. Eftirspurn eftir vinnuafli hefur þannig tekið að róast. Launahækkanir eru þó nokkuð minni en í fyrra í samræmi við hóflega kjarasamninga á vinnumarkaði og atvinnuleysi er aðeins meira en á sama tíma í fyrra.
Verðlag Landsbankinn Seðlabankinn Fjármál heimilisins Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira