Vesturnorræna samstarfið aldrei verið mikilvægara Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júlí 2024 11:52 Eyjólfur Guðmundsson tekur við stjórnarformennsku við háskólann á Grænlandi. Auðunn Níelsson Eyjólfur Guðmundsson fráfarandi rektor háskólans á Akureyri hefur tekið við stöðu stjórnarformanns Grænlandsháskóla, Ilisimatusarfik á máli þeirra. Eyjólfur segist hafa tekið við stöðunni með það í huga að stuðla að auknu samstarfi norrænu eyjaþjóðina í ljósi viðsjárverðar stöðu í heimsmálunum. Hann var kjörinn formaður af stjórninni sem skipa, ásamt fulltrúum nemenda og starfsmanna, erlendir aðilar sem og aðilar úr fjölbreyttum sviðum grænlensks samfélags. „Þetta er afskaplega spennandi verkefni og það verður gaman að geta fylgt eftir því norðurslóðastarfi sem ég vann sem rektor,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Eyjólfur mun ekki flytja til Grænlands heldur getur hann sinnt störfum sínum að heiman og flogið til Nuuk á fundi sem eru nokkrum sinnum á ári. Tækifæri til samtals Grænlenski miðillinn Sermitsiaq greindi frá ráðningunni í síðasta mánuði. Í frétt þeirra um málið er haft eftir þingmanni að háskólinn hafi glímt við erfitt starfsumhverfi sem varð til þess að hópur starfsmanna og stjórnenda sagði upp störfum. Eyjólfur Guðmundsson segir þessa nýju stöðu sína vera tækifæri til samtals og segir norðurslóðasamstarfið vera mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Hann segist vona að reynsla hans sem rektor háskólans á Akureyri geti jafnframt komið að gagni í Nuuk. „Út frá minni reynslu sem rektor er engin spurning að vesturnorrænt samstarf er orðið miklu mikilvægara en það hefur verið í heimspólitískum skilningi eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu. Allt norðurslóðasamstarf er mjög erfitt og jafnvel nánast stopp,“ segir Eyjólfur. Þurfum að vinna saman „Þess vegna hef ég verið mikill talsmaður þess að við veitum núna Vesturnorræna samstarfinu sérstaklega mikla athygli. Þar sem að Grænland, Ísland og Færeyjar geta unnið sameiginlega að sínum hagsmunum og þurfa að gera það í þessum stórveldaleik sem er hafinn,“ bætir hann við. „Við getum sagt að ég hafi tekið þetta að mér að hluta til með þá sýn í huga að við, þessar þrjár þjóðir, þurfum að vinna meira saman,“ segir Eyjólfur. Háskólar Grænland Akureyri Utanríkismál Færeyjar Skóla- og menntamál Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Hann var kjörinn formaður af stjórninni sem skipa, ásamt fulltrúum nemenda og starfsmanna, erlendir aðilar sem og aðilar úr fjölbreyttum sviðum grænlensks samfélags. „Þetta er afskaplega spennandi verkefni og það verður gaman að geta fylgt eftir því norðurslóðastarfi sem ég vann sem rektor,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Eyjólfur mun ekki flytja til Grænlands heldur getur hann sinnt störfum sínum að heiman og flogið til Nuuk á fundi sem eru nokkrum sinnum á ári. Tækifæri til samtals Grænlenski miðillinn Sermitsiaq greindi frá ráðningunni í síðasta mánuði. Í frétt þeirra um málið er haft eftir þingmanni að háskólinn hafi glímt við erfitt starfsumhverfi sem varð til þess að hópur starfsmanna og stjórnenda sagði upp störfum. Eyjólfur Guðmundsson segir þessa nýju stöðu sína vera tækifæri til samtals og segir norðurslóðasamstarfið vera mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Hann segist vona að reynsla hans sem rektor háskólans á Akureyri geti jafnframt komið að gagni í Nuuk. „Út frá minni reynslu sem rektor er engin spurning að vesturnorrænt samstarf er orðið miklu mikilvægara en það hefur verið í heimspólitískum skilningi eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu. Allt norðurslóðasamstarf er mjög erfitt og jafnvel nánast stopp,“ segir Eyjólfur. Þurfum að vinna saman „Þess vegna hef ég verið mikill talsmaður þess að við veitum núna Vesturnorræna samstarfinu sérstaklega mikla athygli. Þar sem að Grænland, Ísland og Færeyjar geta unnið sameiginlega að sínum hagsmunum og þurfa að gera það í þessum stórveldaleik sem er hafinn,“ bætir hann við. „Við getum sagt að ég hafi tekið þetta að mér að hluta til með þá sýn í huga að við, þessar þrjár þjóðir, þurfum að vinna meira saman,“ segir Eyjólfur.
Háskólar Grænland Akureyri Utanríkismál Færeyjar Skóla- og menntamál Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira