Yfirvöld á svæðinu segja að mikill mannfjöldi hafi safnast saman á opnu svæði til að bregðast við ákalli trúarleiðtoga. Reuters greinir frá.
Á myndefni sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum má sjá lík sem búið er að stafla á jörðinni fyrir utan sjúkrahús. Reuters hefur eftir Manish Chikara lögregluþjóni að tala látinna fari líklega hækkandi.
„Atvikið átti sér stað vegna offjölda þegar fólk var að reyna að fara af vettvangi,“ er haft eftir Manish.
Miðillinn India Today hefur eftir ónafngreindu vitni að útgangurinn á svæðinu hafi verið þröngur.
„Þegar við reyndum að komast út á akur varð uppi fótur og fit og við vissum ekki hvað við ættum að gera,“ hefur miðillinn eftir vitninu ónafngreinda.
Uttar Pradesh er fjölmennasta ríki Indlands og þar eiga um 200 milljónir manna heima.